Trú.is

Endurnýjun musterisins

Meistarinn gengur um í súlnagöngum Salómons, það dregur til tíðinda, þessi umdeildi vakningarpredikari er kominn á áfangastað. Gyðingarnir safnast saman og leggja fyrir hann spurningu. Það verður að komast á hreint hver þessi maður er og hvert umboð hans er.
Predikun

Það besta sem Guð hefur skapað

Það leynist jafnvel mitt í öskrum falsspámanna um að eina leiðin til að eiga og tryggja frið sé kannski að tortýma annrra lífi, eyða annarra jörð, taka von frá heimsins börnum. Okkur er sagt að þá séum við á réttri leið...en við hljótum að vita betur því slæmt tré ber ekki góðan ávöxt..
Predikun

„Meðlagsgreiðsla“ orða

Um daginn var það mér “ný” sannindi að Guð er allstaðar. Eða kannski er réttara að segja að þau sannindi hafi gengið í gegnum endurnýjaða uppgvötun í mínum huga. Það er nefnilega stundum gott að vera gleyminn. Því sannindinn ganga reglulega í endurnýjaða lífdaga. Þeir dagar þegar það gerist eru gleðidagar fylltir af sól svo gæta verður að brenna ekki á eigin skinni.
Predikun

Spámenn Guðs

Falsspámenn benda á og segja að til séu aðrir hlutir en Guð sem hæfa betur sem grunnur í lífinu og vinna þannig gegn jafnvæginu. Margt getur leitt okkur frá Guði og þannig skapað ójafnvægi í lífinu. Böl eins og áfengissýki og eiturlyfjaneysla. Þar verður efnið að miðpunkti lífsins og eins og við vitum hentar það engan vegin sem bjarg til að byggja á. En það geta einnig verið hlutir eins og peningar, útlitið, líkaminn, og svo maður sjálfur.
Predikun

Hyggindi, heimska og hús

Hefði Jesús haft gaman af húsa- og hýbíla-blöðum samtíðar? Já, alveg örugglega, en hann hefur alltaf haft mestan áhuga á lífsbótum fólks, að tryggja að það búi svo heimili sitt að það hafi lífsmátt í öllum aðstæðum. Fegurð heimilis er mikilvæg en sálarkraftur þó enn mikilvægari. Prédikun í Neskirkju 17. júlí 2005 fjallaði um hús, innviði og mannfólk og fer hér á eftir.
Predikun
Predikun

Guðs kirkja er byggð á bjargi

Við höfum safnast saman hér í húsi Guðs á Hálogalandshæðinni. Við höfum heyrt og þekkt guðspjall dagsins. Því að það eru litlar líkur á því að þið sem hér eruð nær eða hlustið fjær þekkið það ekki og hafið hugsað um það, - og ef til vill líka einhverntíma sungið um það barnasönginn: Á bjargi byggði hygginn maður hús .... og látið eða séð regndropana streyma úr litlum tifandi fingrum og heyrt smellinn þegar hús hins heimska féll.
Predikun

Varist falsspámenn

Gleðilega hátíð! Ég samfagna sóknarpresti og sóknarnefnd og sóknarbörnum Borgarkirkju yfir vel unnu verki hér. Borgarkirkja hefur hlotið gagngera endurbót og skartar nú sínu fegursta. Þökk sé þeim sem hér hafa lagt hollan hug og hagar hendur að góður verki af svo mikilli alúð og listfengi að unun er á að líta. Og þökk öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt þessu verkefni lið, og þeim sem bera þennan helgidóm og iðkun hans uppi. Guð launi það og blessi allt.
Predikun