Trú.is

Gleðin í himnunum

Segðu mér yfir hverju þú gleðst og ég veit, hver þú ert. Hjartað birtist í brosi þínu, sálin í hlátri þínum, innrætið í nautn þinni. Orð geta logið, orð geta hulið það, sem innifyrir býr. En augun koma upp um ánægju þína og segja til þín. Hvað vekur þér gleði, af hverju hefurðu yndi?
Predikun

Frægasti viðsnúningur sögunnar

Hann fer um með gusti og reisn, stoltur yfir sjálfum sér, arfleifð sinni og málstað. Riddari réttlætisins - þess réttlætis sem meirihlutinn skilgreindi og varði með samtryggingu valds á sviði hins veraldlega og andlega. Hann er á leið frá höfuðborginni til þess að elta uppi fólk með aðrar skoðanir. Sjálfsöruggur með óbilandi trú á eigið ágæti, traustur í sessi situr hann með reisn og yfirlætislegri fyrirlitningu á andstæðingum.
Predikun

Um hið heilaga

Nú á tímum hafa þeir staðir og þeir atburðir þar sem maðurinn reynir og upplifir hið heilaga færst til. Á tímum siðbótarinnar spurði fólk: „Hvernig get ég sem maður staðist frammi fyrir heilagleika Guðs?“ En þegar á 19. öld er spurningin orðin allt önnur: „Hvernig get ég óheft þróað og þroskað mig og hæfileika mína? Ef til vill getur upplifun mín af hinu heilaga hjálpað mér í þeirri viðleitni?“
Predikun

Guð er uppspretta allrar blessunar og hann er ætíð hinn sami

Hingað í Langholt hefur söfnuðurinn leitað í eina og hálfa öld, komið til fundar við þennan Guð og söfnuð hans. Heyrt orðið, beðið, sungið. Leitað í helgidómurinn, prýtt hann og viðhaldið og þannig tjáð elsku sína til Guðs.
Predikun