Trú.is

Á hverjum degi

Er erfitt að fá kærleika eða að sýna kærleika? Er erfitt að fá frið, frið við sjálfan sig og annað fólk? Frið á milli þjóða? Er stundum erfitt að fá ljós til að sjá? Ljós til að stíga áfram lífsveginn eða er ljósð lítið og myrkrið að reyna að taka yfir? Er erfitt eða auðvelt að lifa í sátt? Sátt við sjálfan sig eða aðra? Sátt við Guð?
Predikun

Líkþrár maður og sveinn hundraðshöfðingjans

Jesús er ekki hræddur við að horfast í augu við okkur í því erfiða og skammarlega. Hann er ekki hræddur við að koma nálægt þeim hliðum okkar sem láta okkur halda að við séum ekki þess virði að koma nálægt. Sé skömm eitthvað óhreint þá vill hann gera okkur „hrein“ og losa okkur frá skömminni og því sem hún brýtur niður.
Predikun

Hugvekja: María móðir Drottins í upphafi bænaviku

Fyrirbænaþjónusta kirkjunnar er þannig undir krossinum með Maríu í raunveruleika samtímans. Vil ég hvetja alla sem tækifæri hafa að fylgjast með átta daga bænunum. Það eru ritningarlestrar, íhugun og bæn fyrir þessa daga sem bænavikan stendur, gefa Guði tíma að morgni eða um miðjan dag eða að kvöldi til að biðja fyrir þeim bænaefnum sem þar eru og því sem andinn minnir okkur á. Áttadaga bænirnar má finna á facebook síðunni: Bænavika 18-25 janúar.
Pistill

Jólafrásagnir, helgisögur og raunveruleiki

Jólafrásagnirnar eru tvær í Nýja testamentinu. Jólaboðskapur Lúkasar sem er vel kunnugur en svo er frásaga Matteusar. Þar höfum við frásöguna um Betlehems-stjörnuna og vitringana sem hefur yfir sér helgisagnablæ. Hvernig getur helgisaga átt við raunveruleikann?
Predikun

Vaknaðu!

Mættum við, eins og Jesús, sjá þau sem eru kreppt og ófær um að rétta sig upp af sjálfsdáðum. Mættum við hafa kjarkinn til að tala inn í þeirra líf, hvort sem er með fjárframlögum, fyrirbæn eða beinum hætti. Mættum við vera þessi Guðs útrétta hönd sem hjálpar fólki á fætur eða fyrirbyggir að það falli. Mættum við láta okkur annað fólk varða, í þolinmæði og trausti til Guðs sem styrkinn gefur.
Predikun

Sjö orð Krists á krossinum og Passíusálmar Hallgríms

Inngangsorð að lestri sjö orða Krists á krossinum og útlegging Hallgríms í Passíusálmunum. Flutt í Munkaþverárkirkju á föstu daginn langa 2019. Kór Laugalandsprestakalla flutti sálmana og söng hluta þeirra og aðra passíusálma. Um Passíusálma Hallgríms hefur verið sagt: "Þekktasta verk Hallgríms er Passíusálmarnir. Þeir eru í samtalsformi, innilegt samtal manns við sál sína og við Guð".
Predikun

Far þú í friði og ver heil meina þinna

Talíþa kúm, rís þú upp, þú sem þjáist vegna kúgunar, þú sem ert í fjötrum. Far þú í friði, þú sem finnur lífið renna þér úr greipum og ert við það að örmagnast vegna eigin framkomu eða annarra. Ver heil meina þinna, þú dóttir Guðs sem hefur mátt þola niðurlægingu, misnotkun og áreitni.
Predikun

Klám

Við tökum heilshugar undir þessa bæn, bæn um endurnýjun, hreinsun, helgun. Og við biðjum þess að við mættum, hvert á okkar hátt sem einstaklingar, fjölskyldur og kristin trúfélög, standa vörð um rétt hverrar manneskju til að lifa með reisn og njóta virðingar.
Predikun

Alþjóðleg og samkirkjuleg bænavika - hugvekja

Alþjóðleg og samkirkjuleg bænavika byrjaði þennan dag 18. janúar 2018. Nokkur hvatningaorð að taka þátt í bænavikunni, íhuga efnið og biðja saman í einrúmi og saman um einingu og samstöðu.
Predikun