Trú.is

Innilifunaríhugun 1: Á göngu með Jesú

Ignatíusaraðferðin er leið til þess að virkja okkar innri sýn og skynjun, að lesa um það sem gerist í guðspjöllunum eins og það væri að gerast núna. Við leitumst við að vera viðstödd það sem sagt er og gert; við sjáum, heyrum, finnum ilm og snertingu eins og við værum þarna á staðnum með Jesú.
Pistill

Innlifunaríhugun 3: Grillað á ströndinni

Ilmurinn er indæll, við erum svöng eftir langa nótt við vatnið og erfiðið að draga inn fiskinn, finnum þennan ilm af grilluðum fiski og nýbökuðu brauði, dásamlegt. Jesús vill næra okkur, þjóna okkur, gefa okkur að borða til að endurnýja krafta okkar.
Pistill

Innlifunaríhugun 4: Elskar þú mig?

Við bíðum eftir svari Péturs, dálítið spennt, skyldi þessi dugmikli og hvatvísi fiskimaður getað játað Jesú ást sína? Og já, það getur hann, og þá getum við það líka: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“
Pistill

Núvitundaríhugun, fimmti hluti: Hljóð og hugsanir

Vitund okkar er vakandi, við sjáum og heyrum og skynjum það sem fram fer innra með okkur og í ytra umhverfinu. Við erum hér og nú. Allt má vera það sem það er, engu þarf að breyta einmitt núna. Við hvílum bara í því sem er, erum vitni að öllu þessu án þess að það raski ró okkar. Andardrátturinn, lífgjöf Guðs, er akkeri okkar, friður okkar.
Pistill

Innlifunaríhugun 2: Friður sé með þér!

Orðin hans hljóma svo mögnuð, eins og bergmál úr innsta kjarna alls sem er, vera hans öll er svo þrungin krafti og kærleika. Friður sé með þér, friður og fyrirgefning fylgi þér, segir hann við okkur, fyrirgefning Guðs fái farveg í gegn um þitt líf, stöðvaðu ekki flæði fyrirgefningarinnar, veittu árstraumum friðar Guðs áfram.
Pistill

Komið til mín

Það er dýr­mætt að eiga at­hvarf í bæn­inni. Í kap­ellu sum­ar­búðanna í Vatna­skógi er af­steypa af Krists­mynd Thor­vald­sens með áletr­un­inni „Komið til mín“.
Pistill

Núvitundaríhugun, fjórði hluti: Hjartað

Hvað merkir það að hjartað sé stöðugt? Það merkir að hjartsláttur lífsins er jafn og þéttur í brjósti okkar, að vitund okkar er vakandi, að innsæi okkar fær að næra sig á dýptina, færa sig nær hjarta Guðs, tengjast anda Guðs.
Pistill

Gleðidagar

Við getum sjálf ráðið nokkru um hvað það er sem hefur mest áhrif á hugarfar okkar og framgöngu. Miklum við það sem er gleðilegt og gott eða miklum við það sem miður fer?
Pistill

Hvaða gagn er að þessari trú?

Við erum auðvitað öll að glíma við sammannlegar tilfinningar og viðbrögð, eins og núna á tímum farsóttarinnar, og gengur misvel að höndla álagið. Trúin er ekkert töframeðal en hún veitir grunn sem gott er að hvíla á. Trúin nærir samvisku okkar og leiðréttir okkur þegar við verðum stygg og í orðum hrygg og hjálpar okkur að halda þeim ramma sem nauðsynlegur er fyrir góða andlega heilsu á óróleikatímum.
Predikun

Núvitund á kristnum grunni, fyrsti hluti: Lífsandinn

Oft léttir á kvíða og spennu við það eitt að gefa því gaum, án þess að leita skýringa, bara finna og vera og dvelja í augnablikinu, hér og nú. Og Guð er hér með okkur, Guð er hér til að mæta okkur, Guð sem blæs okkur lífsanda í brjóst, Guð sem ER lífsandinn.
Pistill

Að fagna í þrengingum?

Það breytir engu hvort þú ert fjarlæg eða nálæg Guði í hjarta þínu. Jesús Kristur yfirvinnur alla slíka veggi. Frelsarinn kemur með friðinn sinn sem gefur okkur þá hugarró sem ekkert og enginn getur frá okkur tekið. Við lifum því ekki lengur í eigin mætti heldur upprisumætti Jesú Krists.
Predikun

Skínandi andlit

En ég tel að ef við göngum út frá skynseminni einni þá skynjum við aðeins tilveru okkar að hluta. Við skynjum hana í raun bæði með huga og hjarta. Í daglegri bæn og iðju fær líf okkar nýju vídd, himneska, vitund um það að Guð er með okkur í dagsins önn. Þó fjarlægur sé, er hann nálægur, eins og fjöllin.
Predikun