Trú.is

Hvaða gagn er að þessari trú?

Við erum auðvitað öll að glíma við sammannlegar tilfinningar og viðbrögð, eins og núna á tímum farsóttarinnar, og gengur misvel að höndla álagið. Trúin er ekkert töframeðal en hún veitir grunn sem gott er að hvíla á. Trúin nærir samvisku okkar og leiðréttir okkur þegar við verðum stygg og í orðum hrygg og hjálpar okkur að halda þeim ramma sem nauðsynlegur er fyrir góða andlega heilsu á óróleikatímum.
Predikun

Talað um sársauka

Þetta, að lifa á tímum þar sem hægt er að deyfa sársauka er – svo fundið sé títtnotað orð – fordæmalaust. Þrautir hafa alltaf verið stór þáttur í lífi fólks, lífi sem var miklu þjáningarfyllra og styttra en það er á okkar dögum.
Predikun

Núvitund á kristnum grunni, fyrsti hluti: Lífsandinn

Oft léttir á kvíða og spennu við það eitt að gefa því gaum, án þess að leita skýringa, bara finna og vera og dvelja í augnablikinu, hér og nú. Og Guð er hér með okkur, Guð er hér til að mæta okkur, Guð sem blæs okkur lífsanda í brjóst, Guð sem ER lífsandinn.
Pistill

Sáðmaðurinn

Margt fólk í samfélaginu er “sáðmenn” í margvíslegum skilningi. Sáðmaður er sá sem dreifir brosi, hlýju og vináttu. Leggur góð orð til mála, hrósar, hvetur og byggir upp. Við eigum að vera sáðmenn, hvert og eitt. Þegar við ölum upp börnin. Þegar við hugsum um foreldra okkar. Ræktum vináttuna og störfum með öðrum á vinnustað okkar. Einmitt í öllu þessu þá er skylda okkar að strá góðu fræjunum án þess að hafa af því áhyggjur hvernig þau muni spíra. Eitthvað gott mun alltaf vaxa og bera ávöxt.
Predikun

Skínandi andlit

En ég tel að ef við göngum út frá skynseminni einni þá skynjum við aðeins tilveru okkar að hluta. Við skynjum hana í raun bæði með huga og hjarta. Í daglegri bæn og iðju fær líf okkar nýju vídd, himneska, vitund um það að Guð er með okkur í dagsins önn. Þó fjarlægur sé, er hann nálægur, eins og fjöllin.
Predikun

Við sáum dýrð hans, ummyndunin

Í dag er síðasti sunnudagur eftir þrettánda og bænadagur á vetri. Guðspjall dagsins fjallar um það er Jesús ummyndast fyrir augum lærisveina sinna og dýrð hans varð þeim opinber. Það sem fram fer í kirkjunni snýst um trúna á Jesú, bróðurinn besta, og göngu okkar á lífsins vegi. Þannig erum við öll börn Guðs og systkin í trúnni. Hér í kirkjunni koma saman Íslendingar og fólk af erlendu bergi brotið, fátækir og ríkir. Margt af því er fólk á flótta.
Predikun

Jólafrásagnir, helgisögur og raunveruleiki

Jólafrásagnirnar eru tvær í Nýja testamentinu. Jólaboðskapur Lúkasar sem er vel kunnugur en svo er frásaga Matteusar. Þar höfum við frásöguna um Betlehems-stjörnuna og vitringana sem hefur yfir sér helgisagnablæ. Hvernig getur helgisaga átt við raunveruleikann?
Predikun

Aldrei úrkula vonar

Krossinn í Frúarkirkjunni hélt velli. Kirkjan heldur velli vegna þess að hún boðar trú á lifandi frelsara. Kirkjan lifir þó sótt sé að henni víða að og kristið fólk myrt með hryllilegum hætti sem nýjustu fregnir frá Sri Lanka herma. En við megum ekki láta staðar numið þar, í óhugnaði og sorg. Hatrið mun ekki sigra. Kærleikurinn mun alltaf eiga síðasta orðið. Missum aldrei sjónar af þeirri staðreynd páskanna.
Predikun

Mest og best

Við mömmurnar getum alveg sett okkur í spor þessarar nafnlausu móður, mömmu Sebedeussonanna. Við höfum alveg metnað fyrir hönd barnanna okkar, er það ekki? Alla vega viljum við þeim allt hið besta.
Predikun

Prédikun á konudaginn í Lágafellskirkju

Á degi sem tileinkaður er Biblíunni höfum við heyrt texta lesna hér frá altarinu sem allir fjalla um orð Guðs sem „er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði“, er „smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar“ og „dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.“ Það er ljóst að hér er ekki um að ræða lýsingu á dauðum bókstaf sem varðveittur er í aldagömlum og rykföllnum bókum, heldur mátt eða kraft sem lætur ekkert stoppa sig, en vinnur verk sitt, nótt og dag, leynt og ljóst, þar til markinu er náð – þar til það hefur borið tilætlaðan árangur.
Predikun

Í þéttri drífunni

Er það ekki annars hlutverk listamannsins að teygja sig út fyrir landamæri þess sem við þekkjum og skiljum? Við erum jú með einhvers konar svæði umhverfis okkur þar sem flest er okkur sæmilega skýrt og auðskilið. Þar fyrir utan liggja huliðsheimar hins óþekkta - rökkvaðir stígar og hríðarél tilveru og tilvistar.
Predikun

Hlekkir og slóðir

Sagan sem við hlýddum á hér í guðspjalli dagsins er að vissu leyti dæmigerð fyrir frásagnir Biblíunnar. Það er að segja, hún geymir tilvísanir í önnur rit þeirrar miklu bókar, nánast eins og við værum að vafra um á internetinu og gætum smellt á einstaka orð og setningar og flakkað þar með á milli síðna.
Predikun