Trú.is

Þegar fíflunum fjölgar

Við megum bóka að með þessu svari hafi mörgum sem í kring stóðu þótt drengurinn bíta hausinn af skömminni og þau hafa beðið eftir því að Jesús setti honum stólinn fyrir dyrnar. En Jesús horfði á hann með ástúð.
Predikun

Hjálparsteinn

Á sama tíma og við hugsum um hinn kalda Skrögg horfum við til nafnsins Ebeneser, sem merkir hjálparsteinn og tengist fyrri Samúelsbók, þar sem Samúel spámaður reisir upp stein í stríði Ísraelsmanna og Filistea, nefnir hann Ebeneser og segir: “Drottinn hefur hjálpað okkur hingað.”
Predikun

Regluverkið einfaldað

Hún hefur slegið rækilega í gegn, kvikmyndin Mamma mia! með tónlist sænsku hljómsveitarinnar ABBA. Ég er einn þeirra mörgu sem séð hafa þessa skemmtilegu mynd sem í senn einkennist af litríku umhverfi og líflegri tónlist. Svo er söguþráðurinn um ástina sem snertir alla sem á annað borð hafa lifandi hjarta og sál.
Predikun

Auðlegð andans

Öll þekkjum við sálminn um hirðinn sem leiðir og huggar, styður og verndar. Lifandi lýsing á traustu sambandi Guðs og manns. Eitt er að þekkja, kunna og vita – hitt er að reyna, finna og sjá.
Predikun

Afskiptaleysi er andstæða kærleikans

Afskiptaleysi er það versta, sem við getum boðið fjölskyldu okkar upp á. Maður nokkur að nafni Eli Wiesel, rúmenskur gyðingur, rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi, sem hnepptur var í varðhald af nasistum í seinna stríði, og lifði af hörmungar helfarar, lét eitt sinn hafa eftir sér að hatrið væri ekki andstæða kærleikans heldur afskiptaleysið.
Predikun

Öldurótið í viðskiptalífinu og hin æðstu gildi

Fyrst tilraun til spámennlegrar prédikunar út frá þróun hagkerfisins og siglingu þjóðarskútunnar. Þá samanburður við þann fjársjóð sem við eigum í æðstu gildum og kærleiksboði Jesú Krists. Dæmi af söfnun fyrir mænuskaðaða og öðrum alvöru verkefnum í anda hinnar kristnu þjóðar. Hvað hefur hún fyrir stafni? Getur þessi þjóð endalaust sett Drottinn alsherjar út á spássíurnar?
Predikun

Krafa Guðs

Krafa Guðs er að við elskum hann. Að óttast Guð og þjóna honum er það sama og að elska hann og það eigum við að gera heilshugar, með öllu sem í okkur býr, “af öllu hjarta og allri sálu”.
Predikun

Elskaðu!

„Jón Ásgeir! Ég vil að þú elskir hann Andrés í næsta stigagangi, já þótt hann sé alltaf að skammast og banna ykkur að vera í fótbolta á grasinu! Þú átt að elska hann eins og sjálfan þig!“ EF móðir mín hefði talað til mín á þennan veg, þá hefði ég haldið að hún væri gengin af göflunum! Hvernig er hægt að skipa manneskju að elska?
Predikun

Ást í trú og verki

Tvöfalda kærleiksboðorðið hefur líka verið kallað þrefalda kærleiksboðorðið – þrefalda vegna þess að þar ræðir um elskuna til Guðs, til náungans og til okkar sjálfra. Sagt hefur verið að til þess að geta elskað náunga okkar eins og okkur sjálf verðum við að bera eðlilega umhyggju fyrir eigin lífi. Því hefur líka verið haldið fram að til þess að geta borið virðingu fyrir öðrum verðum við virða okkur sjálf að verðleikum.
Predikun

Æðsta boðorðið – æðstu gæðin

Kannski kemur hér til Jesú maður, sem í örvæntingu leitar svara við spurningunni, um það hvernig hann eigi að lifa lífi sínu, hvernig hann geti uppfyllt kröfur Guðs – og hvernig hann geti svalað þrá síns eigin hjarta, sem hann veit vart sjálfur hver er. Ef að þú hefðir haft þetta tækifæri til að spyrja Jesúm einnar spurningar – hvernig hefðirðu notað það? Hver er þrá hjarta þíns?
Predikun

Frambjóðandinn sem kaus þig

Nú hyllir undir fyrsta vetrardag og framundan er kosningaár. Frambjóðendur standa í biðröðum við fjölmiðla til að tilkynna framboð og stefnumál. Og við skulum þakka fyrir allt þetta góð fólk sem býður sig fram til þjónustu. Frambjóðendur benda fram á veginn og lofa betri tíð. Þeir eru því réttnefndir postular vonarinnar. Lífið er pólitík, lífið snýst um málefni fólks, líf politikoi á grísku, líf borgaranna.
Predikun

Fylg þú mér

Það er margt sem kallar okkur til fylgdar í erli daglegs lífs, margt sem krefst tryggðar okkar. Við höfum mörgum skyldum að gegna, gagnvart fjölskyldu okkar, samstarfsfólki og vinum. Við höfum skyldum að gegna í vinnunni, á heimilinu og svo mætti lengi telja.
Predikun