Trú.is

Efstu dagar

Sjóndeildarhringurinn umhverfist í kringum hvert og eitt okkar, bæði það sem skynjun okkar nemur og svo ekki síður hitt sem brýst um í huga okkar og sálu. Hversu endalausar eru þær víddir? Já, þar er að finna heilan alheim af myndum, frásögum, hugrenningum, minningum, vonum og upplifun. Heimsendir, er það okkar dauðans óvissi tími?
Predikun

Agúrkur og vínber

Í þeim anda erum við stundum í sporum apans í búrinu sem þefar af gúrkubitanum. Miðlarnir sturta yfir okkur sögum af fólkinu sem veifar framan í okkur vínberjunum.
Predikun

Verið glöð

Orð postulans: „Verið glöð!“ fá aðra merkingu. Hvatning hans snýr að því að gleðin sé afleiðing þess að eiga sér tilgangsríkt líf, inntak og merkingu sem gefur dögunum aukið gildi og á nóttinni fær sálin frið og hvíld. Það er nefnilega fegurð í trúnni. Hún ávarpar okkur, hvert og eitt sem einstakar sálir, ómetanleg verðmæti sem höfum gildi þrátt fyrir veikleika okkar og vankanta.
Predikun

Hamingjuleit

Hamingjuleitendur grípa gjarnan í tómt, því hamingjan stendur ekki ein, hún er afleiðing. Viðleitni okkar til að gleðja aðra er þess vegna líklegri til að veita okkur hamingju en þegar við eltumst við hana í eigin þágu.
Pistill

Dagatöl

Dagatöl eru samspil neyslu og aðhalds. Það að þurfa að neita sér um að opna öll súkkulaðifylltu hólfin krefst sjálfsaga. Þetta eina sem barnið hefur aðgang að (að því gefnu að dagatölin séu ekki mörg) eykur fljótt á löngunina í að frelsa alla hina molana, en það er auðvitað bannað. Það þarf að halda aftur af sér.
Pistill

Prédikun flutt í Hallgrímskirkju 1. sd. í aðventu 28. desember 2021

Það lá eftirvænting í loftinu þegar við stigum út úr flugvélinni á flugvellinum í Lilongwe í Malawi febrúardag einn árið 2013. Ástæðan var ekki sú að nokkrir Íslendingar stigu þar færi á Afríska jörð heldur að forseti landsins var á sama tíma að koma úr ferðalagi.
Predikun

Friður, kærleikur, trú og von

Það er gaman að skreyta með ljósum og fíneríi, kaupa gjafir og senda kveðjur. En það er enn dýrmætara að huga að því sem býr okkur innst í hjarta.
Predikun

Bænastund á aðventu

Á aðventu er gott að eiga kyrrláta stund við kertaljós. Hér eru bænir sem hægt er að hafa til hliðsjónar á einfaldri aðventustund.
Pistill

Eplatré í dag, heimsendir á morgun.

Nýtt kirkjuár heilsar með aðventunni. Það byrjar með þessu sterka guðspjalli um innreið Jesú í Jerúsalem. Sjá konungur þinn kemur til þín, er yfirskrift aðventunnar.
Predikun

Hjálp til sjálfshjálpar

Í ár fagnar Hjálparstarf kirkjunnar 50 ára afmæli sínu en þann 9. janúar 1970 ákvað kirkjuráð að formfesta hjálparstarf á vegum þjóðkirkjunnar.
Predikun

Sól eg sá

Allt þetta myndmál, um sólina, morgunstjörnuna og ljósið, talar til okkar hér norður á Íslandi á þessum árstíma. Í dag eru jú vetrarsólhvörf og dagsbirtan ósköp lítil. Einmitt þá er svo stórkostlegt að sækja sér styrk í birtu trúarinnar, og sjá fyrir sér hvernig Guð vill koma eins og skínandi sól til okkar í Jesú Kristi.
Predikun

Jólin eru að koma

Senn fögnum við jólum enn og aftur. Við erum jólabörn leynt og ljóst. Við berum þann neista í okkar sem jólalögin og skreytingarnar á aðventu hjálpa okkur að viðhalda. Á okkar fyrstu andartökum líktumst við Jesúbarninu mest. Saklaus og ómálga börn. En síðan hefur ýmislegt gerst. Heimurinn hefur leitt okkur áfram á sínum brautum. Hjörtun hafa harðnað og hugurinn með. Oft verðum við einmana á lífsgöngunni og sjáum ekki að Jesús er þar líka og vill ganga með okkur. Það þarf að opna augu okkar svo við sjáum hann. Opna eyrun líka svo við heyrum boðskap hans. Boðskap sem við höfum heyrt en gleymt.
Pistill