Trú.is

Friður á foldu

Sagt er að fyrsta þroskaverkefni hverrar manneskju sem fæðist sé að finna sig örugga. Nátengt öryggisþörfinni er þráin eftir friði. Við þráum frið í heiminum, frið á milli þjóða, frið innan þjóðfélaga, frið í fjölskyldum okkar og – það sem kannski er dýpsta þrá okkar allra, grunnur sjálfrar lífshamingjunnar – frið í sál og sinni.
Predikun

Með nýju kirkjuári horfum við fram á veginn.

Á aðventunni, öðru nafni jólaföstunni undirbúum við komu jólanna meðal annars með því að kveikja á aðventukransinum og minna okkur á spádómana um komu frelsarans í heiminn,
Predikun

Myrkrið

«Á dimmri nóttu bárust boð um bjartan, nýjan dag». Segir í jólasálmi sr. Hjálmars Jónssonar. Þau orð minn á þann atburð sem öllu er stærri. Að inn í myrkur haturs og vansældar sendi Guð son sinn til að fæðast sem ungabarn undir skini stjörnu í Betlehem. Þá skein ljós yfir myrkrið skærast og það heldur áfram að lýsa í atburðum jólanna. Það ljós er kærleikurinn til allra manna. Líf Jesú, orð hans og athafnir birta ljós sem er ekki af þessum heimi. Það ljós hefur mörgum reynst vel í baráttunni við myrkrið og óreiðuna sem víða sækir að.
Predikun

Efstu dagar

Sjóndeildarhringurinn umhverfist í kringum hvert og eitt okkar, bæði það sem skynjun okkar nemur og svo ekki síður hitt sem brýst um í huga okkar og sálu. Hversu endalausar eru þær víddir? Já, þar er að finna heilan alheim af myndum, frásögum, hugrenningum, minningum, vonum og upplifun. Heimsendir, er það okkar dauðans óvissi tími?
Predikun

Agúrkur og vínber

Í þeim anda erum við stundum í sporum apans í búrinu sem þefar af gúrkubitanum. Miðlarnir sturta yfir okkur sögum af fólkinu sem veifar framan í okkur vínberjunum.
Predikun

Gleðilegt nýtt kirkjuár

Í dag fögnum við fyrsta sunnudegi nýs kirkjuárs sem hefst ævinlega fyrsta sunnudag í aðventu. Í dag er hátíðarliturinn í kirkjunni, hvíti liturinn og við kveikjum á fyrsta kerti aðventukransins, spádómskertinu.
Predikun

Verið glöð

Orð postulans: „Verið glöð!“ fá aðra merkingu. Hvatning hans snýr að því að gleðin sé afleiðing þess að eiga sér tilgangsríkt líf, inntak og merkingu sem gefur dögunum aukið gildi og á nóttinni fær sálin frið og hvíld. Það er nefnilega fegurð í trúnni. Hún ávarpar okkur, hvert og eitt sem einstakar sálir, ómetanleg verðmæti sem höfum gildi þrátt fyrir veikleika okkar og vankanta.
Predikun

Hamingjuleit

Hamingjuleitendur grípa gjarnan í tómt, því hamingjan stendur ekki ein, hún er afleiðing. Viðleitni okkar til að gleðja aðra er þess vegna líklegri til að veita okkur hamingju en þegar við eltumst við hana í eigin þágu.
Pistill

Dagatöl

Dagatöl eru samspil neyslu og aðhalds. Það að þurfa að neita sér um að opna öll súkkulaðifylltu hólfin krefst sjálfsaga. Þetta eina sem barnið hefur aðgang að (að því gefnu að dagatölin séu ekki mörg) eykur fljótt á löngunina í að frelsa alla hina molana, en það er auðvitað bannað. Það þarf að halda aftur af sér.
Pistill

Prédikun flutt í Hallgrímskirkju 1. sd. í aðventu 28. desember 2021

Það lá eftirvænting í loftinu þegar við stigum út úr flugvélinni á flugvellinum í Lilongwe í Malawi febrúardag einn árið 2013. Ástæðan var ekki sú að nokkrir Íslendingar stigu þar færi á Afríska jörð heldur að forseti landsins var á sama tíma að koma úr ferðalagi.
Predikun

Friður, kærleikur, trú og von

Það er gaman að skreyta með ljósum og fíneríi, kaupa gjafir og senda kveðjur. En það er enn dýrmætara að huga að því sem býr okkur innst í hjarta.
Predikun

Bænastund á aðventu

Á aðventu er gott að eiga kyrrláta stund við kertaljós. Hér eru bænir sem hægt er að hafa til hliðsjónar á einfaldri aðventustund.
Pistill