Friður og náð frá Drottni Jesú
Kristi sé með ykkur öllum, amen.
Spámaður er almennt talinn vera
manneskja sem spáir fyrir um framtíðina. Ef við lesum spádómsbækur Gamla
testamentisins, myndum við finna nokkrar merkilegar spár eins og þessa:
Hann var fyrirlitinn og menn
forðuðust hann,
harmkvælamaður og kunnugur þjáningum,
líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir,
fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
En vorar þjáningar voru það sem hann bar
og vor harmkvæli er hann á sig lagði.
Vér álitum honum refsað,
hann sleginn og niðurlægðan af Guði.
En hann var særður vegna vorra synda,
kraminn vegna vorra misgjörða.
Honum var refsað svo að vér fengjum frið
og fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir.
Spádóm þennan er að finna hjá Jesaja
og eru kristnir menn sannfærðir um að spámaðurinn sé að tala um Jesú Krist.
Hann var fyrirlitinn og var hafnað af sínu fólki. Hann bar sorgir okkar og tók
á sig sársauka okkar, samt var hann negldur á kross fyrir syndir okkar og af
sárum hans verðum við heil. Þessi spádómur er merkilegur í ljósi þess að spádómsbók
Jesaja er talin hafa verið skrifuð 600-800 árum fyrir fæðingu Jesú.
Að spá fyrir um framtíðina var
ekki eini hæfileiki spámannanna, þar sem þeir voru einnig rödd skynseminnar í
samfélaginu. Spámenn létu oft rödd sína heyrast meðal fólksins ef þeim fannst
eitthvað vera að. Þeir átöldu fólkið, aðalsmennina og jafnvel konungana. Lexía
síðasta sunnudags er dæmi um þetta þar sem spámaðurinn Natan áminnti Davíð
konung fyrir syndir hans.
Spámenn höfðu áður glatað lífi
sínu fyrir minna, en þeir þjónuðu æðri tilgangi; að boða orð Guðs. Þeir töluðu
gegn kúgun og spillingu í samfélögum sínum, gagnrýndu óréttlæti hvar sem það þreifst.
Þetta gerði Jesús einnig á sínum
tíma. Hann gagnrýndi yfirvöld gyðinga fyrir hræsni þeirra og hroka. Jesús
prédikaði fagnaðarerindi sitt fyrir alla sem vildu opna eyru sín og hlusta.
Hann var Orðið sem oft féll á dauf eyru og röddin fyrir þá sem höfðu enga. Það
er erfitt að ímynda sér að vera bæði heyrnalaus og mállaus eins og aumingja
maðurinn í guðspjallinu. Hvernig lifir maður án þess að heyra og tala? Eyrun og
munnurinn eru bæði verkfæri sem eru lífsnauðsynleg fyrir samskipti, til að
tilheyra samfélagi. En þessi maður var ósýnilegur í samfélaginu og tilheyrði
engum.
Þetta var og er enn
raunveruleikinn fyrir marga í heiminum og jafnvel í þessu landi. Það hlýtur að
vera erfitt að alast upp í samfélagi þar sem maður þarf að fela hver maður
raunverulega er. Fyrir mörg ykkar sem eru frá Íran eða einhvers staðar í
Mið-Austurlöndum, var það trú ykkar á Krist, sem þið þurftuð að fela. Ef þú
fæðist múslimi er ekki mögulegt að skipta um trú, það eru lögin. Ef þú brýtur
lögin, munt þú horfast í augu við afleiðingarnar. Fyrir aðra gæti það verið
kynhneigð þeirra sem þeir þurftu að fela eða að skammast sín fyrir. Það gæti
verið að þú sért hreyfi- eða þroska hamlaður, gamall eða kona eða einstaklingur
með andlega sjúkdóma. Allir þessir hópar hafa staðið frammi fyrir erfiðleikum
og áskorunum í gegnum aldirnar. Árið 1915 fengu konur á Íslandi sem voru 40 ára
eða eldri rétt til að kjósa. Það var ekki fyrr en árið 2010 sem Ísland
lögleiddi hjónaband tveggja einstaklinga af sama kyni. Aldraðir, fólk með
fötlun eða andlega sjúkdóma standa enn frammi fyrir mörgum áskorunum í dag þar
sem málefni þeirra, sérstaklega málefnin um geðsjúkdóma, eru talin vera tabú.
Fólk sem tilheyrir þessum minnihlutahópum getur oft fundið fyrir því að vera
ósýnilegt í daglegu lífi. Sem betur fer eru mannréttindi á Íslandi góð í
samanburði við restina af heiminum en við verðum alltaf að vera á verði þar sem
alltaf er hægt að stofna þeim réttindum í hættu.
Kirkjunni er skylt að boða orð Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Eins og Jesús opnaði eyru og munn sjúka mannsins, þannig skal kirkjan vera rödd fyrir þá sem eru raddlausir og rödd skynseminnar fyrir þá sem þurfa að heyra. Sem fylgjendur Krists getum við ekki staðið fyrir óréttlæti eða kúgun eða spillingu, og rödd okkar þarf að heyrast. Líkt og spámenn til forna sem gagnrýndu samfélagið, verður kirkjan að sýna fordæmi Drottins. Við erum ekki kölluð til að fordæma heiminn; við erum ekki kölluð til að frelsa heiminn. Aðeins Guð faðirinn og Sonurinn Jesús Kristur geta gert það. Við erum skilin eftir með heilögum anda sem býr í hverju okkar og megi hann leiðbeina okkur á réttan veg til að eiga gott samfélag, þar sem allir sem vilja vera með okkur í Kristi eru boðnir velkomnir með opnum örmum. Samfélag þar sem sérhver einstaklingur getur látið sína eigin rödd heyrast og hún sé virt. Dýrð sé Guði föður, syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi, er, og verður um aldir alda. Amen.
ENGLISH
Peace
and grace from our Lord Jesus Christ be with you all, Amen.
A
prophet is generally considered a person who makes predictions about the
future. If we read the prophets of the Old Testament, we would find some
remarkable prophecies like this one:
“He
was despised and rejected by men, a man of sorrows and acquainted with grief,
and as one from whom men hide their faces he was despised, and we esteemed him
not. Surely he has borne our griefs and carried our sorrows; yet we esteemed
him stricken, smitten by God and afflicted. But he was pierced for our
transgressions; he was crushed for our iniquities; upon him was the
chastisement that brought us peace, and with his wounds we are healed.”
This
prophecy is found in the book of Isaiah and as Christians we believe that the
prophet is speaking about Jesus Christ. He was despised and rejected by his
people. He bore our griefs and carried our sorrows, yet he was pierced on a
cross for our sins and with his wounds we are healed. It is truly remarkable to
read this prophecy considering that Isaiah written about 600-800 years before
the birth of Jesus.
Predicting
the future was not the only ability the prophets possessed as they were also
the voice of reason in society. Prophets would often let their voice be heard
among the people if they felt as if something was wrong. They rebuked the
people, the nobles and even the kings under the authority of God. We read about
this last Sunday where the prophet Nathan rebuked King David for his sins.
Prophets had often been killed for less, but they had a noble purpose; to speak
God’s word. They spoke against oppression and corruption in their communities,
criticizing injustice wherever it thrived.
This
is also what Jesus did in his time. He criticized the Jewish authorities for
their hypocrisy and arrogance. Jesus preached his gospel to everyone who wanted
to open their ears and listen. He was the Word that often fell on deaf ears and
the voice for those who did not have any. It is hard to imagine being both deaf
and mute like the poor man in the gospel. How does one live without hearing and
speaking? The ears and the mouth are both instruments that are vital for
communication, for belonging in a community. But this man was invisible in the
community and did not belong with anyone.
This
was and maybe still is the reality for many people in the world and in this
country. It must be hard to grow up in a society where you must hide who you
really are. For many of you who are from Iran and or somewhere in the Middle
east it was your faith in Christ. If you are born a Muslim, you cannot change
your faith, that is the law. If you break the law, you will face the
consequences. For others it might be their sexuality that they had to hide, to
feel ashamed of. It might be that you are a disabled person, or old or a woman
or a person with mental health issues. All these groups have faced difficulties
and challenges throughout the ages. In the year of 1915, women in Iceland who
were 40 years or older got the right to vote. It was not until the year 2010
that Iceland legalized marriage between two persons of the same gender. Senior
citizens, people with disabilities or mental health issues are still facing
many challenges today as their topics, especially those about mental illness,
are considered taboo. People who belong to these minority groups can often feel
invisible in everyday life. Thankfully human rights in Iceland are good in
comparison to the rest of the world but we must always be on guard as those
rights can always be challenged.
The
church is commanded to spread the word of our Lord and savior Jesus Christ. As
Jesus opened the ears and mouth of the sick man, so shall the church be a voice
for the voiceless and the voice of reason for those who need to hear. As
Christians we cannot stand for injustice or oppression or corruption, and our
voices need to be heard. Like the prophets of old who criticized society, so
must the church lead by example of the Lord. We are not called to condemn the
world; we are not called to save the world. Only God the father and the Son
Jesus Christ can do that. We are left with the Holy Spirit who resides in
everyone of us and may it guide us to be good people, to have good community,
where everybody who wants to join us in Christ is welcomed with open arms. A
community where every single person can have their own voice listened to and
respected. Glory to the father, glory to the son and glory to the Holy Spirit.
Amen.