Vald vonarinnar
Við, sem nú lifum, eigum hlutdeild í þessu trausti sem veitir von. Við þiggjum það sem okkur hefur verið miðlað fyrir uppbyggjandi áhrifavald kristinnar kirkju, hér í Reykholti sem annars staðar, við þiggjum vonina og göngum inn í það líf sem við erum kölluð til: Að miðla von inn í vonleysið, vongleði inn í örvæntinguna, að auka og efla traustið til Guðs í okkar nærumhverfi, því við erum elskuð og dýrmæt Guðs börn, öll sem eitt.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
27.7.2025
27.7.2025
Predikun
Eining og samhugur
Að játa trú á þríeinan Guð, föður, son og heilagan anda, svo sem sameiginlegar trúarjátningar kristinnar kirkju lýsa, er slíkt grundvallaratriði að félag fólks getur ekki kallast kirkja ef það er tekið í burtu.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
13.7.2025
13.7.2025
Predikun
Ert þú bænasvar?
Því við erum öll samtengd – og oftar en ekki erum við bænasvar Guðs inn í aðstæður annarra. Hversu oft hef ég ekki misst af því að gera öðrum gott, eitthvað sem ég hefði haft tök á að gera, en skorti hugrekki eða hugmyndaflug eða tíma? Við þörfnumst hvers annars. Við getum verið samferðafólki okkar bænasvar Guðs.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
17.6.2025
17.6.2025
Predikun
Ljósastikan
Við getum lagt okkur fram um að auka á ljósmagnið með bænum okkar, til að myrkrið hopi
Þorvaldur Víðisson
7.6.2025
7.6.2025
Pistill
Vonarrík framtíð
Heimurinn birtir okkur stundum andhverfu þessa. Ófriður er tíður, atburðir verða sem vekja okkur ótta og jafnvel viðbjóð, þar sem mannleg illska virðist svo botnlaus, börn eru drepin og fólki vísvitandi stefnt í hættu á hungurmorði. Kannski er það þess vegna sem textar Biblíunnar miðla von.
Þorvaldur Víðisson
25.5.2025
25.5.2025
Predikun
Kraftaverk trúarinnar
Þess háttar kraftaverk er ekki hægt að hlutgera í heiminum þannig að heimspekingar geti notað það sem grundvöll rökræðu eða vísindamenn grandskoðað það, öðru nær, kraftaverkið breytir því hvernig við sjáum alla hluti í heiminum.
Þorvaldur Víðisson
2.2.2025
2.2.2025
Predikun
Til varnar leiðindum
Já, í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar.
Skúli Sigurður Ólafsson
23.1.2025
23.1.2025
Predikun
Þér eruð meira virði en margir spörvar
Einn er sá farvegur miðlunar sem er kannski sá flóknasti, þ.e. hvernig við komum fram í okkar hversdagslífi. Það er auðvelt að tala um kærleika, frið og mildi, en kannski erfiðara að lifa þannig að kærleikur, friður og mildi sé einkenni á framgangi okkar í hversdagslífinu, úti í búð, í umferðinni, vinnu, skóla og fjölskyldulífi. Þar reynir kannski mest á, og sérstaklega þegar áskoranir lífsins sækja okkur heim. En þá er það einmitt þessi boðskapur sem Jesús miðlar okkur í dag, sem getur skipt miklu máli: Óttist ekki, þið eruð meira virði en margir spörvar.
Þorvaldur Víðisson
17.11.2024
17.11.2024
Predikun
Að láta ljósið skína
Jesús, ljós heimsins, biður okkur um að vera með sér í því að færa ljós Guðs inn í heim sem oft virðist svo fullur af myrkri, flytja frið inn í ófriðinn, sátt inn í sundrunguna. Og ekki bara flytja ljósið heldur vera ljósið, vera ljós heimsins eins og Jesús Kristur. Hvílík köllun, hvílík ábyrgð! Og hversu oft mistekst okkur ekki að lifa þessa áskorun Jesú, ef við þá yfirleitt þorum að reyna.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
31.10.2024
31.10.2024
Pistill
Takk, heilbrigðisstarfsfólk!
Á Degi heilbrigðisþjónustunnar viljum við þakka öllu því góða fólki sem vinnur hörðum að því að hjálpa okkur og ástvinum okkar þegar heilsan bregst eða slys verða. Temjum okkur að tala af virðingu um störf þeirra. Þó gagnrýnin í heita pottinum og kommentakerfunum snúi sjaldnast að þeim einstaklingum sem vinna innan heilbrigðisþjónustunnar heldur kerfi sem mörg telja að þurfi að bæta, hlýtur að vera sárt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að hlusta í sífellu á neikvæða umræðu um sitt vinnuumhverfi.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
20.10.2024
20.10.2024
Predikun
Peace in Christ / Friður í Kristi
The peace that Jesus brings to us is so solid, but we are the only weak link in the strong chain, so to speak. And the evil power always attacks the weakest link by tempting or provoking it into suspicion of God. We should be aware of this. / Friðurinn sem Jesús færir okkur er svo traustur, en við erum eina veika hlekkurinn í sterku keðjunni, svo að segja. Og hið illa vald ræðst alltaf á veika hlekkinn með því að freista eða ögra honum til að tortryggja Guð. Við ættum að vera meðvituð um þetta.
Toshiki Toma
31.8.2024
31.8.2024
Predikun
Stundum er bænin eina leiðin
Þetta gætu verið skilaboð frá Lýðheilsustöð eða Landlækni, skilaboð frá skólayfirvöldum eða skátunum. Biblían er uppfull af slíkum hvatningarorðum, sístæðum sannleika um það sem mikilvægt er í mannlífinu, mikilvægt er fyrir mann og heim.
Þorvaldur Víðisson
25.2.2024
25.2.2024
Predikun
Færslur samtals: 56