Trú.is

Hvað getur þú gert fyrir mig, prestur?

Já, „hvað getur þú gert fyrir mig, prestur?“ Spurði ungi múslíminn í moskunni. Svarið sem hann hafði gefið var greinilega ekki nógu gott. „En hvernig átti ég að svara á annan hátt?“ spurði hann. Löngu síðar fann hann annað og betra tilsvar að honum fannst.
Predikun

Kærleikurinn stuðar

Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi.
Pistill

Til varnar leiðindum

Já, í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar.
Predikun

Borðfélagar Jesú

Og gefum okkur að við horfum á myndina sem heilaga kvöldmáltíð og veltum fyrir okkur - hvernig hefði Jesús brugðist við? Sá sem samneytti syndurum, sá sem braut hefðir og ræddir guðfræði við "bersynduga" Samverska konu, sá sem var tilbúinn að ganga gegn hefðbundum gildum eins og því að musterishæðin væri staðurinn til að fórna og tilbiðja?
Predikun

Orð hafa áhrif

Hér lesum við um fólk sem fær köllun í lífi sínu og hún breytir öllu. En Biblían fjallar ekki aðeins um persónur og leikendur. Hún mótar ekki síður líf lesendanna. Hún mótar heilu samfélögin. Þegar við gefum gaum að þeim sem hafa farið halloka í lífinu þá er það í samræmi við orð Biblíunnar. Þegar við hlúum að hinum veikburða og smáu þá lifum við í anda Jesú. Sum okkar tengjum þá mannúð og mildi ekki við kristna trú. En textarnir birta okkur einmitt mynd af slíku fólki, bjargvættum sem fengu óvænta köllun og leiddu af sér blessun. Sum úr þessum hópi hafi meir að segja lagt sig fram um að halda Biblíunni frá börnum og ungmennum hér á landi.
Predikun

Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau

Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Predikun

Þurfa karlmenn baráttudag?

Nú á dögunum var kvennafrídagurinn haldinn þar sem konur og kvár um allt land, þar á meðal hér í Vík, lögðu niður störf sín, mótmæltu feðraveldinu og kröfðust jafnréttis fyrir kynin. Háværar raddir karlmanna heyrðust um allt land, ýmist í fréttamiðlum eða á samfélagsmiðlum, um baráttuna. Vissulega voru margir karlmenn stuðningsríkir við hana og er það mjög gott mál. Aðrir voru það hins vegar ekki og nefndu jafnvel sumir að þetta væri vitleysa
Predikun

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun

Einhvern tíma er núna: Draumur Martins Lúthers Kings

Hér er spurt um forgangsröðun og gildismat. Hvort er mikilvægara: að viðhalda ofgnóttarlífsstíl minnihluta jarðarbúa sem þrífst á áþján heimsins, lífsstíl sem meira að segja hin góða sköpun Guðs er byrjuð að kikna undan eða að bregðast nú þegar við jafnvel þótt það kosti það að lífskjör hinna velmegandi í heiminum skerðist?
Predikun

Litríka kirkjan

Ég kippi mér ekki upp við að í kirkju á höfuðborgarsvæðinu sé reglulega karlakaffi þar sem málsmetandi karlar halda erindi fyrir aðra karla, eins þykir mér bara gott mál að í kirkju úti á landi sé prjónasamvera auglýst sérstaklega fyrir konur, þótt það sé nú ólíklegt að mér væri úthýst ef ég kæmi og vildi prjóna með. Foreldramorgnar í kirkjum landsins eru hugsaðir fyrir foreldra ungra barna, eldri borgara samverur fyrir eldri borgara og þannig er það ýmsu kirkjustarfi að það er ákveðinn markhópur sem starfið beinist að.
Pistill

Einum huga

Þessa minnumst við nú, þegar liðin eru 40 ár frá því að fyrsti einstaklingurinn var greindur með alnæmi hérlendis. Þeir atburðir birta okkur er napran vitnisburð um það andrúmsloft sem getur myndast í kirkjunni. Af þessu tilefni rifjum við upp ummæli kristinna leiðtoga sem töldu hið banvæna mein vera refsingu Guðs fyrir því sem þeir töldu vera ólifnað samkynhneigðra.
Predikun

Vitur en vanmáttug

Upplýsingarnar skortir ekki. Þekkingin er ærin. En það er eins og líkami okkar og hugur ráði ekki við þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Til þess þarf eitthvað meira. Já, þurfum við ekki sanna trú, einlæga von og ríkulegan skammt af kærleika?
Predikun