Af hverju trúir þú á Guð?
Fólk spyr oft: „Af hverju trúir þú á Guð? Af hverju trúir þú á Jesú? Svo þurfum við að réttlæta trú okkar. Ég hef fengið þessar spurningar oft og mörgum sinnum, bæði þegar ég var í guðfræði og eftir að ég vígðist til prests hér í Vík. Ég trúi vegna þess að ég er fullviss um að eitthvað stórkostlegt hafi átt sér stað fyrir um 2000 árum síðan. Ég trúi að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. Án upprisunnar værum við ekki hér saman komin. Án hennar væri engin kirkja og engin trú.
Árni Þór Þórsson
1.4.2024
1.4.2024
Predikun
Við komum saman til að fagna upprisu frelsara okkar.
Gleðilega hátíð. Við komum saman hér í Dómkirkjunni í Reykjavík á þessum páskadagsmorgni til að fagna upprisu frelsara okkar. Fagna því að dauðinn dó, en lífið lifir.
Agnes Sigurðardóttir
31.3.2024
31.3.2024
Predikun
Páskar í háska?
Eru páskar í háska? Það held ég ekki, heldur þvert á móti. Um leið og við gefum því gaum hvernig við getum lagt okkar minnstu systkinum lið þá erum við fólk upprisunnar. Og, já þegar við fyllumst lotningu þegar páskasólin skín við okkur þá erum við fólk upprisunnar. Það getur verið í skíðabrekkum, í fallegri íslenskri sveit þar sem náttúran vaknar af vetrarblundi, í hópi ástvina á hlýrri slóðum. Og vitanlega í helgidóminum þar sem við lesum og hugleiðum söguna sem öllu breytti.
Skúli Sigurður Ólafsson
26.3.2024
26.3.2024
Pistill
Kristur er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn.
Amma Agnes. Jesús er týndur, sagði tæplega þriggja ára barnabarn mitt við mig í símtali fyrir nokkrum dögum.
Agnes Sigurðardóttir
9.4.2023
9.4.2023
Predikun
Að vera öðrum blessun
Sá ættbálkur fékk það hlutverk að vera öðrum blessun. Vera öðrum, þ.e.a.s. þeim sem fyrir utan ættbálkinn stóðu, til gæfu. Þetta var gríðarlega róttæk hugmynd, svo róttæk að hún breytti heiminum.
Þorvaldur Víðisson
1.1.2023
1.1.2023
Predikun
Góði hirðirinn
Jesús er með öllum orðum sínum, til lærisveinanna og mannfjöldans og til okkar, að reyna að hafa áhrif ‒til góðs. Og um leið að vara við áhrifum hins illa. Því að það skiptir vitanlega máli hverju er miðlað – það er jú grundvallaratriði alls uppeldis því það lærir barnið sem fyrir því er haft. En fullorðið fólk lærir líka það sem fyrir því er haft, verður fyrir áhrifum af því og tileinkar sér það.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
1.5.2022
1.5.2022
Predikun
Trítlandi tár
Að hætti postulans Jóhannesar í pistli dagsins þá tók Tómas vitnisburð lærisveinanna gildan um að Jesú væri upprisinn en vitnisburður Guðs í Jesú Kristi reyndist honum meiri sem leyfði honum að kanna sáramerki sín.
Sighvatur Karlsson
24.4.2022
24.4.2022
Predikun
Gagnrýnin hugsun í fyrirrúmi hjá lærisveininum Tómasi
Gagnrýnin hugsun er hluti af trúarlífinu, það vissi Tómas lærisveinn. Stundum er það svo að við þurfum að fá að reyna hlutina á okkar eigin skinni. Stundum er ekki nóg að læra af reynslu annarra. Stundum þurfum við að eiga reynsluna sjálf, til þess að einhver lærdómur eða viska sitji eftir hjá okkur og hafi áhrif á líf okkar.
Þorvaldur Víðisson
24.4.2022
24.4.2022
Predikun
Guð annast um þig
Guð fylgist með þér, lítur eftir þér, líka á hinum dimma og drungalega degi þegar þér finnst þú vera heillum horfin. Guð heldur þér til haga, Guð sér þér fyrir hvíldarstað, þú sem ert hrakin og veikburða. Og Guð gætir líka þín sem er kröftug og sjálfri þér nóg.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
26.4.2020
26.4.2020
Predikun
Innlifunaríhugun 2: Friður sé með þér!
Orðin hans hljóma svo mögnuð, eins og bergmál úr innsta kjarna alls sem er, vera hans öll er svo þrungin krafti og kærleika. Friður sé með þér, friður og fyrirgefning fylgi þér, segir hann við okkur, fyrirgefning Guðs fái farveg í gegn um þitt líf, stöðvaðu ekki flæði fyrirgefningarinnar, veittu árstraumum friðar Guðs áfram.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
21.4.2020
21.4.2020
Pistill
Núvitundaríhugun, fjórði hluti: Hjartað
Hvað merkir það að hjartað sé stöðugt? Það merkir að hjartsláttur lífsins er jafn og þéttur í brjósti okkar, að vitund okkar er vakandi, að innsæi okkar fær að næra sig á dýptina, færa sig nær hjarta Guðs, tengjast anda Guðs.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
16.4.2020
16.4.2020
Pistill
Gleðidagar
Við getum sjálf ráðið nokkru um hvað það er sem hefur mest áhrif á hugarfar okkar og framgöngu. Miklum við það sem er gleðilegt og gott eða miklum við það sem miður fer?
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
15.4.2020
15.4.2020
Pistill
Færslur samtals: 23