Að vera rödd hinna raddlausu (Voice for the voiceless)
Hvernig lifir maður án þess að heyra og tala? Eyrun og munnurinn eru bæði verkfæri sem eru lífsnauðsynleg fyrir samskipti, til að tilheyra samfélagi. En þessi maður var ósýnilegur í samfélaginu og tilheyrði engum.
Árni Þór Þórsson
9.9.2025
9.9.2025
Predikun
Förin í eilífar tjaldbúðir (Journey to Eternal dwellings)
Í sögunni eru engar fyrirmyndir. Við höfum ríkann mann sem þjónaði mammón, óheiðarlegan ráðsmann og fólk sem var skuldugt upp fyrir haus. Hvað er Jesús að reyna að kenna með sögunni? Til að skilja söguna betur þurfum við að skoða hvað Jesús segir um fjársjóðinn okkar í fjallræðunni: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ Sjáið að hér gerir Jesús samanburð á veraldlegum auðæfum og þeim sem eru á himnum. Í dæmisögunni talar hann líka um að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.
English
In the story, there are no role models. We have a rich man who served mammon, a dishonest manager, and people who were heavily in debt. What is Jesus trying to teach with this story? To better understand the story, we need to look at what Jesus says about our treasure in the Sermon on the Mount: "Do not store up for yourselves treasures on earth, where moths and rust destroy, and where thieves break in and steal. But store up for yourselves treasures in heaven, where neither moth nor rust destroy, and where thieves do not break in and steal. For where your treasure is, there your heart will be also." You see that here Jesus compares worldly riches with those in heaven. In the parable, he also says that the children of this world are more shrewd in dealing with their own generation than the children of light.
Árni Þór Þórsson
25.8.2025
25.8.2025
Predikun
Kærleikurinn stuðar
Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi.
Árni Þór Þórsson
27.1.2025
27.1.2025
Pistill
Rótin sem við tilheyrum
Rótleysi, stefnuleysi og stjórnleysi getur verið spennandi. Það eru engar reglur og hver veit hvert það leiðir þig? En til langs tíma getur það skaðað manneskjuna og rótina sem í henni býr. Öll viljum við láta gott af okkur leiða og skilja eitthvað fallegt eftir í þessum heimi. Til þess þurfum við að stinga niður rótum svo að við getum vaxið, þroskast og jafnvel borið góðan ávöxt. Við tökumst á við áskoranir, gerum mistök og verðum fyrir áföllum. En ef við bregðumst rétt við er alltaf möguleiki á vexti og þroska. Eitt það mikilvægasta sem manneskjan er að eiga rót og tilheyra henni.
Árni Þór Þórsson
14.10.2024
14.10.2024
Predikun
Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau
Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Árni Þór Þórsson
2.11.2023
2.11.2023
Predikun
Þurfa karlmenn baráttudag?
Nú á dögunum var kvennafrídagurinn haldinn þar sem konur og kvár um allt land, þar á meðal hér í Vík, lögðu niður störf sín, mótmæltu feðraveldinu og kröfðust jafnréttis fyrir kynin. Háværar raddir karlmanna heyrðust um allt land, ýmist í fréttamiðlum eða á samfélagsmiðlum, um baráttuna. Vissulega voru margir karlmenn stuðningsríkir við hana og er það mjög gott mál. Aðrir voru það hins vegar ekki og nefndu jafnvel sumir að þetta væri vitleysa
Árni Þór Þórsson
2.11.2023
2.11.2023
Predikun
Pólitík út um allt?
Og að þeim orðum sögðum getum við sagt að ekki sé allt pólitík – svo ég vísi nú í bókartitilinn sem nefndur var í upphafi. Það var einmitt lykillinn að farsæld þessara fyrstu kristnu samfélaga sem kunna að vera eina skjalfesta dæmið úr mannkynssögunni þar sem tekist hefur með ærlegum hætti að vinna að jöfnuði á milli fólks í samfélagi.
Skúli Sigurður Ólafsson
23.7.2023
23.7.2023
Predikun
Kvika
Við erum mótuð af þeim boðskap sem hér hefur verið ræddur. Þarna varð til sú ólgandi kvika sem átti eftir að brjótast upp á yfirborðið þegar undirokaðir hópar leituðu réttlætis. Þá sóttu þeir í þessa texta og gátu jafnvel með friðsamlegum hætti, samspili réttlætis, miskunnsemi og heiðarleikann opnað augu samfélagsins fyrir því sem aflaga fór.
Skúli Sigurður Ólafsson
16.7.2023
16.7.2023
Predikun
Uggur og ótti
Og hvað með okkur? Munu komandi kynslóðir spyrja sig sömu spurninga og vakna í hugum okkar þegar við lesum af hinu ógnvekjandi verkefni Abrahams? Hvað gekk þeim til? Var hugsjónin um líf í allsnægtum svo sterk í hugum okkar að þar mátti fórna nánast öllu til? Spurning Kierkegaards var ekki ósvipuð. Hann spurði út í þá trú sem einkenndi samfélag það sem hann var hluti af. Í okkar tilviki byggir hún á velmegun og þægindum sem við viljum helst eignast án fyrirhafnar og þrauta. Við viljum helst ýta öllu slíku yfir á aðra.
Skúli Sigurður Ólafsson
26.3.2023
26.3.2023
Predikun
"Kristin gildi"?
Þess vegna er líka nauðsynlegt að allar kirkjudeildir sem byggja trú sína og boðun á skynsamlegum og hófsömum ritningarskilningi – og það á við um flestallar mótmælendakirkjur í Norður-Evrópu – láti nú í sér heyra og mótmæli harðlega þeirri aðför gegn mannréttindum sem nú á sér stað í Bandaríkjunum undir yfirskini „kristinna gilda“, sem eru þó í raun aðeins gildi lítils hluta bandarísks samfélags, gildi sem byggja á þröngri bókstafstúlkun Biblíunnar en hafa fyrst og fremst þann tilgang að þröngva siðferðisviðmiðum viðkomandi þjóðfélagshóps upp á samfélagið allt með tilheyrandi kúgun og ofbeldi eins og einkennir allt alræði, ekki síst það sem skilgreina má sem guðræði. Og það sama má segja um skammarlegan stuðning patríarkans í Moskvu við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, sem er að hans viti sönnum kristindómi til varnar, að það er nauðsynlegt að aðrar kirkjudeildir haldi áfram á lofti gagnrýni á stefnu hans og þjónkun við stríðsherrann í Kreml.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
3.7.2022
3.7.2022
Predikun
Satt og rétt
Okkur finnst þetta vera hryllilegt stríð og við hugsum ekki hlýlega til rússneskra stjórnvalda um þessar mundir sem bera ábyrgð á andláti saklausra barna og kvenna í Úkraínu. Við hugsum þeim þegjandi þörfina. Ég var að hugsa um það um daginn hvort ég ætti að ryðjast fram á ritvöllinn og hvetja bændur um allt land til að streyma til höfuðborgarinnar með mykjudreifarana sína og sprauta mykjunni á veggi sendiráðs Rússa í Reykjavík en svo mundi ég eftir því að sendiráðið er við hliðina á Landakots spítala þannig að ég hætti við. Lyktin myndi líka gera út af við nágrannanna. Til eru andar sem tala máli lyginnar. Það þarf að kveða þá niður. Það er gert með máli sannleikans. Mér finnst rússneska rétttrúnaðarkirkjan vera höll undir anda lyginnar um þessar mundir. En biskup þeirrar kirkjudeildar hefur lofað rússnesk stjórnvöld fyrir að hafa ráðist inn í Úkraínu og eyðilagt um eitt hundrað kirkjur. Hann hefur lofað rússnesk stjórnvöld fyrir að hafa myrt saklaus börn, konur og gamalt fólk. Þessi biskup á skilið að vera á einhverjum slæmum stað eins og ráðamenn í Rússlandi um þessar mundir. Já, helvíti, ég segi það bara fullum fetum og stend við það. En hvar er helvíti og hvað er sannleikur í þessum víðsjárverða heimi. Ég leysi ekki þá gátu í dag.
Sighvatur Karlsson
29.5.2022
29.5.2022
Predikun
Hundrað milljón helvíti.
Prestar kirkjunnar hafa ekkert vald yfir því hvað tekur við að þessu lífi loknu – en ef við ætlum að vera trú okkar köllun og okkar boðskap sem þjónar kristinnar kirkju þá megum við og eigum við að bregðast við þegar valdhafar í íslensku samfélagi dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar. Ef það kallar á sterk orð til að vekja fólk til umhugsunar – þá er það gott og blessað.
Sindri Geir Óskarsson
25.5.2022
25.5.2022
Pistill
Færslur samtals: 19