Trú.is

Næring og náttúra

Þessi tvö dæmi geta verið framlag trúarsamfélaga, sagði Halldór Þorgeirsson, að efla andlega næringu andspænis neysluhyggju og að efla vitund um einingu. Og í þriðja lagi, að efla vonina. Við erum stödd á rófinu milli vonar og ótta. Trúin þarf að vera uppspretta vonar, raunhæfrar vonar. Vonin má ekki vera tálsýn eða óskhyggja heldur trúverðug bjartsýni - að horfast í augu við vandann en líka átta sig á lausnunum.
Predikun

Gefur grið ei nein

Sú afstaða sem Fjallaskáldið eignar þorranum er kannske þegar betur er að gáð, aðeins útlegging á því ískalda og miskunnarlausa hugarfari sem mennirnir geta borið hver til annars. Boðskapurinn minnir á þá hugmynd sem þá hafði nýverið rutt sér til rúms að veröldin sé guðlaus og miskunnarlaus – hinir hæfustu lifi af.
Predikun

Umburðarlyndi eða píslarvætti

Trú er veruleiki sem er hvarvetna í kringum okkur. Trú er mörgum jafn mikilvæg og fæða er okkur til að lifa. Því þarf að fræða um trú í skólum. Láta þar allt njóta sannmælis og fræða um þær skoðanir sem finnast í samfélögum heimsins. Boð og bönn færa okkur iðulega inn á hættulegar brautir. Þá er stutt í nasisma, fasisma eða alræði kommúnisma. Þá fara einhverjir að skilgreina góða trú og vonda trú, góða list og vonda, réttar skoðanir og rangar skoðanir o.s.fr.v. Stutt er þá oft í ofsóknirnar og píslarvættið þegar fólk sem ekki vill beygja sig fyrir ranglæti og kúgun missir líf sitt.
Predikun