Ekki Drottna heldur vera fyrirmynd: Hirðar að fornu og nýju
[Á] sama tíma og pistillinn talar sérstaklega til þeirra sem í stafni standa höfða orð hans til okkar allra, sama hvaða störfum við gegnum. Því að allar manneskjur eru einhvern tíma í einhverju samhengi í valdastöðu gagnvart öðrum og þá hlýtur sama reglan að gilda, að maður skuli forðast að „drottna“, þ.e.a.s. gera sig sekan um e-s konar valdníðslu, en leitast frekar við að vera sjálfur eða sjálf góð fyrirmynd í framgöngu sinni.Þegar öllu er til skila haldið snúast því þær spurningar um hirðishlutverkið, sem textar dagsins velta upp, um það hvort maður sé þess trausts verður sem fylgir „hirðishlutverki“ manns hverju sinni, sama í hverju það felst, og um það á hvaða forsendum maður rækir það hlutverk.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
23.4.2023
23.4.2023
Predikun
Spurt í þrígang
Kristur felur Símoni Pétri að leiða hjörð sína og þar spyr hann lykilspurningarinnar – á hverju hann byggir forystu sína. Svo þýðingarmikil er spurningin að hann endurtekur hana í þrígang. Og svo sígild er spurningin að hún opinberar okkur eðli þeirra þeirrar forystu sem er við lýði á hverjum tíma. Hvar slær hjarta leiðtogans? Enn spyrjum við okkur þeirrar spurningar. Setur hann sjálfan sig í öndvegi, er það hégóminn sem ræður, valdafíknin, bónusarnir? Illa fer fyrir því samfélagi sem á sér slíkan hirði.
Skúli Sigurður Ólafsson
24.4.2023
24.4.2023
Predikun
Góði hirðirinn
Jesús er með öllum orðum sínum, til lærisveinanna og mannfjöldans og til okkar, að reyna að hafa áhrif ‒til góðs. Og um leið að vara við áhrifum hins illa. Því að það skiptir vitanlega máli hverju er miðlað – það er jú grundvallaratriði alls uppeldis því það lærir barnið sem fyrir því er haft. En fullorðið fólk lærir líka það sem fyrir því er haft, verður fyrir áhrifum af því og tileinkar sér það.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
1.5.2022
1.5.2022
Predikun
Er nóg til af skóflum?
Jesús var góður verkalýðsforingi. Réttlæti var ofarlega í huga hans. Hann beitti sér gegn mansali síns tíma. Kvenmannskaup var ekki til í orðaforða hans. Hann var jafnréttis sinni. Allir skyldu fá sömu laun, jafnvel þótt vinnutíminn væri misjafn. Hann hefði ugglaust lagt áherslu á fækkun vinnustunda í viku hverri og fagnað því að hvíldartími yrði festur í reglugerð. Hann hefði einnig fagnað öllum tæknframförunum sem hafa gert líf verkafólks léttari.
Sighvatur Karlsson
1.5.2022
1.5.2022
Predikun
Hinn eini sanni hirðir
allir fá sömu umhyggju frá hinum eina sanna hirði… þá mun ekki skipta máli… hvaðan við komum, við hvaða aðstæður við ólumst upp, við hvað við unnum, eða hvað við afrekuðum á þessari jörð… Maðurinn er vanur að meta allt eftir auganu… en í fyrri samúelsbók… segir Drottinn við Samúel: „ Guð lítur ekki á það sem maðurinn lítur á… Maðurinn sér hið ytra en Drottinn horfir á hjartað.
Bryndís Svavarsdóttir
18.4.2021
18.4.2021
Predikun
Guð annast um þig
Guð fylgist með þér, lítur eftir þér, líka á hinum dimma og drungalega degi þegar þér finnst þú vera heillum horfin. Guð heldur þér til haga, Guð sér þér fyrir hvíldarstað, þú sem ert hrakin og veikburða. Og Guð gætir líka þín sem er kröftug og sjálfri þér nóg.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
26.4.2020
26.4.2020
Predikun
Siggi var úti
,,Ég er góði hirðirinn” segir Kristur og setur sig þar í spor þessarar undirokuðu starfsstéttar sem mátti þola hættur, kulda og einangrun í verkefnum sínum.
Skúli Sigurður Ólafsson
15.4.2018
15.4.2018
Predikun
Í nýjum garði
Upprisan bendir í átt að nýjum garði þar sem við berum öll ábyrgð á hvort öðru, umhverfinu okkar og sköpuninni allri.
Okkur er boðið nýtt upphaf, tækifæri til að gera hlutina betur en þeir hafa verið gerðir og til að koma aðeins betur fram við hvort annað og jörðina okkar, garðinn okkar.
Sunna Dóra Möller
15.4.2018
15.4.2018
Predikun
Hvað gerum við?
Fólkið á Austurvelli sem lemur í skaftpotta og sendir stjórnvöldum tóninn kann að nefna ýmsar ástæður fyrir reiði sinni. Mögulega má flétta öll þau svör saman svo að þau leiði til þessarar spurningar.
Skúli Sigurður Ólafsson
12.4.2016
12.4.2016
Predikun
Guð blessi Ísland
Boðskapur og fyrir rappið á Austurvelli.
Sigurður Árni Þórðarson
11.4.2016
11.4.2016
Predikun
Hrein samviska
Kirkja Krists hlýtur á sinn hátt að fagna og taka undir allar kröfur sem lúta að heiðarleika, virðingu og auðmýkt.

Þorgeir Arason
10.4.2016
10.4.2016
Predikun
Ég á mér hirði hér á jörð
Studdur af góðri fjölskyldu og eiginkonu var yndislegt að fá að starfa sem prestur í fjörutíu ár, á meðal margra góðra vina, ævivina, sannkallaðra „Kristsvina.“ Vina sem höfðu fundið og komust að því að „góði hirðirinn“ leiðir okkur að „lindum lífsins“ sem eru svo dýrmætar og mikilvægar í lifuðu lífi.
Vigfús Þór Árnason
10.4.2016
10.4.2016
Predikun
Færslur samtals: 42