Trú.is

Guð elskar þig eins og þú ert

Mín elskaða, Ég mun ekki áfellast þig vegna synda þinna; Ég fyrirgef þér núna; Ég mun ekki loka dyrunum á þig; sannarlega segi Ég þér að Ég get fyrirgefið milljón sinnum og stend fyrir framan þig með opinn faðminn og býð þér að koma til Mín og finna ástina sem Ég á til handa þér, leyfðu mér að vekja hjarta þitt; komdu og kynnstu Mér; komið, öll þið sem forðist Mig og óttist Mig; öll þið sem þekkið mig ekki; komið nær Mér og þið munið skilja að Ég er Guð Kærleikans, fullur af umhyggju og miskunn.
Predikun

Gleðilega afmælishátíð!

Kirkjan er Guðs verk, ekki manna. Það er alveg sama hvað við setum upp fína og vandaða dagskrá í tali og tónum í fínu og vönduðu kirkjunum okkar. Ef Guð gefur ekki kraftinn er allt það allt til einskis.
Predikun

Eins og hinir

Það er óhætt að segja að Jesús hafi alls ekki verið „eins og hinir“ á sínum tíma. Jesús var algjörlega óhræddur við að ögra því sem var viðurkennt í samfélaginu, ef hann taldi það nauðsynlegt.
Predikun

“Nú dregur arnsúg ofar tindum”

Einn samstarfshópurinn á þinginu orðaði þetta svo: <em>“Hvert og eitt okkar kom hingað til þingsins með eigin forsendur, eigin menningararfleifð og trúarhefð, en vegna verkunar Andans Heilaga, hefur okkur gefist betur en áður að heyra það sem aðrir hafa til málanna að leggja.” </em>
Predikun

Jesús er ekki eins og Snapchat

Syngjum af gleði því í dag er gleðidagur. Söngur er oft tákn um gleði og í gærkvöldi mátti sjá mikla gleði í sjónvarpinu þegar hver söngvari á fætur öðrum kom fram á sviðinu í Svíþjóð og söng fyrir þjóð sína í Eurovision. Við Íslendingar áttum okkar keppanda í ár eins og undanfarin ár...
Predikun

Veisla í farangrinum

Ef við köstum frá okkur innihaldi hátíða og trúargilda, er það samsvarandi því að láta frá sér landið, sem umlukið hefur þjóðina og fóðrað frá upphafi, eða leggja af íslensku, sem er tjáningarmáttur hugsunarinnar hjá fámennri þjóð, frelsistákn og drifkraftur sjáflstæðis, styrkur hennar og lífsvon, allt í senn.
Predikun

Flýtum okkur hægt - Fermingarræða

Það er víkingaeðli í okkur íslendingum. Við höfum til þessa ekki viljað fara að lögum og reglum sem skyldi. Hvað kennum við sem eldri erum ungu kynslóðinni? Fermingarbörnunum okkar? Höfum við verið til fyrirmyndar gagnvart þeim til orðs og æðis? Það lærir barnið sem fyrir því er haft.
Predikun

Siðrof í samfélagi

Hver er ég? Hvernig er komið fyrir mér? Er ég fátæk? Hver getur sagt mér að ég sé fátæk? Sést það á börnunum mínum? Hvernig datt þessari konu í hug að færa okkur mat?
Predikun

Hvað getur heilagur andi gert í lífi mínu?

Ef þú gerir það að vana þínum að opna þig daglega í bæn til Guðs. Ef þú lest í orði hans reglulega og biður um hjálp hans til að skilja það þá mun trúarblómið spretta í brjósti þínu og verk heilags anda fer að hafa áhrif á líf þitt. Áhrif til góðs og blessunar.
Predikun

Kraftaverk hvítasunnunnar

Þetta lærum við að fyrirgefning syndanna er kraftaverk, verk heilags anda Guðs, æðri mannlegum mætti. En einmitt fyrir anda Guðs getum einnig við lifað í fyrirgefandi hugarfari...
Predikun

Englar í mannsmynd

Kærleikur Guðs í okkar garð hlýtur að vekja okkur til ábyrgðarkenndar gagnvart sköpuninni, umhverfinu og lífríki jarðar. Kærleikur Guðs í okkar garð knýr okkur jafnframt til að auðsýna öðru fólki kærleika.
Predikun

Tungutak trúarinnar

Annars vegar felur hvítasunnudagurinn í sér opinberunarstef. Guð mætir manneskjunni í heilögum anda með því að blása þrótti og lífsanda í hjörtu þeirra sem trúa. Hins vegar felur gjöf heilags anda í sér trúarreynslu sem mótar alla þá sem fyrir henni verða.
Predikun