Trú.is

Myrkrið

«Á dimmri nóttu bárust boð um bjartan, nýjan dag». Segir í jólasálmi sr. Hjálmars Jónssonar. Þau orð minn á þann atburð sem öllu er stærri. Að inn í myrkur haturs og vansældar sendi Guð son sinn til að fæðast sem ungabarn undir skini stjörnu í Betlehem. Þá skein ljós yfir myrkrið skærast og það heldur áfram að lýsa í atburðum jólanna. Það ljós er kærleikurinn til allra manna. Líf Jesú, orð hans og athafnir birta ljós sem er ekki af þessum heimi. Það ljós hefur mörgum reynst vel í baráttunni við myrkrið og óreiðuna sem víða sækir að.
Predikun

Verið glöð

Orð postulans: „Verið glöð!“ fá aðra merkingu. Hvatning hans snýr að því að gleðin sé afleiðing þess að eiga sér tilgangsríkt líf, inntak og merkingu sem gefur dögunum aukið gildi og á nóttinni fær sálin frið og hvíld. Það er nefnilega fegurð í trúnni. Hún ávarpar okkur, hvert og eitt sem einstakar sálir, ómetanleg verðmæti sem höfum gildi þrátt fyrir veikleika okkar og vankanta.
Predikun

Sól eg sá

Allt þetta myndmál, um sólina, morgunstjörnuna og ljósið, talar til okkar hér norður á Íslandi á þessum árstíma. Í dag eru jú vetrarsólhvörf og dagsbirtan ósköp lítil. Einmitt þá er svo stórkostlegt að sækja sér styrk í birtu trúarinnar, og sjá fyrir sér hvernig Guð vill koma eins og skínandi sól til okkar í Jesú Kristi.
Predikun

Sendiboðar

Líkt og Jóhannes skírari var sendur af Guði til að bera vitni og gera götuna greiðfæra fyrir konung konunganna þá er kirkjan send út til að bera vitni um fagnaðarerindið í orði og verki. Og við skulum aldrei gleyma því að við erum Krists börn. Hann er ætíð nálægur okkur í anda sínum og veitir okkur styrk til góðra verka í þágu hins góða, fagra og fullkomna.
Predikun

Jóhannes og sólin

Já, þeir spurðu hann: „Hver ertu?“ Spurning sem þessi er kannske hversdagsleg en hún getur líka verið nærgöngul og afhjúpandi.
Predikun

Gleði aðventunnar

Aðventa er ekki bara bið eftir einhverju heldur líka ákvörðun um að láta gott af sér leiða. Ég er ekki viss um að merking orðsins verði skýrð mikið betur en gert er í sögu Gunnars Gunnarssonar.
Predikun

Guð sem býr til jólin mín

En eitt er nauðsynlegt, sagði Meistarinn forðum við Maríu sem sat við fætur hans og drakk í sig friðinn, ástúðina og gleðina sem streymdi frá birtingu Guðs á jörðu á meðan Marta var að hamast við að útbúa steikina og sósuna og búðinginn og möndlugrautinn.
Predikun

Þakklæti

Svo leið helgin og mánudagur og þriðjudagur. Það var svo ekki fyrr en um miðjan miðvikudag að læknirinn hringir í hann og tilkynnir honum að hann sé að svara meðferðinni vel. Gildin hafi ekki aðeins staðið í stað eða lækkað lítillega heldur séu þau nú hreinlega komin niður í NÚLL!
Predikun

Gefum Guði rými í dag

Dagurinn í dag er merkilegur dagur það eru Vetrarsólstöður í dag. Þar sem dagurinn hvorki styttist né lengist, hann stendur í stað. Sem er líkt ástand og þegar alkóhólistinn og meðvirkillinn eru á botninum, þegar alkinn hættir að drekka eða þegar aðstandandinn tekur ákvörðun um að viðurkenna vanmátt sinn.
Predikun

„Hann á að vaxa en ég að minnka“

Boðskapur Krists minnir okkur á þau sem standa höllum fæti. Að þau sem hafa það betra gefi af sínu til þeirra er minna hafa. Sá boðskapur verður áberandi í verkum á aðventunni, þeim tíma kirkjuársins er við undirbúum okkur fyrir fæðingarhátíð frelsarans.
Predikun

Hverju viljum við breyta

Síðasta mánuðinn eða svo hafa dunið á samfélagi okkar auglýsingar frá hinum og þessum fyrirtækjum eða aðilum um ýmislegt tengt jólunum. Þær renna þó óneitanlega nokkuð saman. Þetta eru auglýsingar eins og; ,,Komdu þér í ekta jólaskap með okkur" ,,Renndu við og gerðu frábær kaup í sannkallaðri jólastemningu"
Predikun

Um hið heilaga og Þorlák Þórhallsson

Við finnum að Guð getur mótað okkur og haft áhrif á okkur í gegnum áþreifanlega hluti. Hið heilaga mætir okkur í öðru fólki, í byggingum, í myndlist og tónlist. Allt sem lyftir andanum kennir okkur um hið heilaga og gerir okkur að þátttakendum í því.
Predikun