Trú.is

Að mæta hinu ókomna

Upphafsreitur nýs árs er tilefni til að mæta hinu ókomna. Og leiðum við mörg hugann að börnunum. Í gamla daga þegar skopteiknarinn Sigmúnd skreytti forsíðu Moggans þá dró hann upp mynd af smábarni með borða um axlirnar þar sem á stóð hið nýja ártal. Við hlið þess var öldungur með hið liðna.
Predikun

Prédikun nýjársdag 2024

Jesús Kristur. Með þér viljum við byrja þetta nýja ár og taka á móti því sem það færir okkur af gleði og af sorgum.
Predikun

Að vera öðrum blessun

Sá ættbálkur fékk það hlutverk að vera öðrum blessun. Vera öðrum, þ.e.a.s. þeim sem fyrir utan ættbálkinn stóðu, til gæfu. Þetta var gríðarlega róttæk hugmynd, svo róttæk að hún breytti heiminum.
Predikun

Að læra af sögunni

Inn í þær aðstæður talaði Hitler sem á okkar tímum hefur tekið við af djöflinum sjálfum í orðræðu um illsku og fjandskap. Hann gat hrifið fólk með áróðri sínum.
Predikun

Nýr dagur er runninn upp með nýju ártali.

Nýtt ár færir ný tækifæri og oft á tíðum tilefni til að breyta því sem við getum breytt og viljum breyta. Nú svari hver fyrir sig þeirri spurningu hvort tilefni sé til breytinga.
Predikun

Nýárspredikun í Dómkirkjunni

Nýja árið, árið 2022 heilsar okkur á áttunda degi jóla. Birtan frá ljósi jólanna lýsir enn og daginn er tekið að lengja þar sem vetrarsólhvörf urðu fyrir um 10 dögum þegar sólin var lægst á lofti á norðurhveli jarðar og dagurinn stystur.
Predikun

Blessun skalt þú vera

Leggjum inn í nýjan áratug með sama hugarfari og við þiggjum nýtt augnablik, nýtt andartak, í trausti til Guðs sem lítur til okkar eins og móðir sem leggur barn sitt að brjósti til að næra það og veita öryggi.
Predikun

Tímabil

Nýtt tímabil er hafið. Þau eru svo sem í sífellu að lifna og deyja, þessi skeið sem ævi okkar samanstendur af. Tíminn er ólíkindatól og til að geta skilið hann og staðsett okkur í þeim mikla flaumi, skiptum tímanum upp í bil.
Predikun

Enn á ný höfum við litið nýtt ártal.

Enn á ný höfum við litið nýtt ártal. Víða um land var kveikt á blysum í fjallshlíðum eða öðrum áberandi stöðum með ártalinu 2018 sem breyttist svo í 2019 þegar klukkan sló 12 á miðnætti í gærkveldi. Á mörgum stöðum hringja líka kirkjuklukkurnar á mærum tveggja ára og minna á að árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.
Predikun

Samtakamáttur er lykilorð í umhverfis- og jafnréttismálum

Ég og fleiri konur innan kirkjunnar getum vitnað um kynbundið ofbeldi sem við höfum ekki þorað að orða fyrr en nú þegar við vitum að margar konur hafa sömu sögu að segja. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann á hvaða sviði sem er. Loftslagsbreytingarnar eru staðreynd. Kynbundið ofbeldi er staðreynd.”
Predikun

Friður til þúfu eða þurftar

Jóh. 14.27 Náð sé með yður og friður frá Guði, föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Á alþjóðavettvangi er þess að vænta að ársins 2017 verði minnst sem óróaárs eða jafnvel óttaárs. Að vísu er það ekkert nýtt að heimsbyggðinni stafi ógn, til að mynda af samtökum sem nota trúarbrögð sem skálkaskjól fyrir ofbeldisverk, eða þá af […]
Predikun

Fern kærleikstengsl

Enn eitt árið er að kveðja, fyrir okkur sem eldri erum, eitt af mörgum í langri keðju ára sem horfin eru á braut þó að þau hafi vissulega skilið eftir sig minningar og ýmis varanleg áhrif í lífi okkar og samfélagi. Við mennirnir virðumst hafa vissa þörf fyrir að afmarka tímann, gera okkur dagamun á tímamótum þar sem við kveðjum hið liðna og horfum fram til nýs tíma.
Predikun