Trú.is

Mitt á milli uppstigningardags og hvítasunnu

Þessir dagar mitt á milli, eru þetta árið líka dagar ótta og angistar vegna óróleika úr iðrum þeirrar jarðar sem við erum vön að geta treyst sem grundvelli að standa á og vegna óheiðarleika og ágirndar einstaklinga sem áður voru grundvallandi aðilar í grósku og velmegun samtímans.
Predikun

Heilags Patreks dýrðardagur

Vel fer á því að fjalla um heilagan Patrek í Hallgrímskirkju á dánar -og dýrðardegi hans 17. mars. Með vitnisburði sínum og fórnfúsa lífi lofaði hann Guð í Jesú nafni og hafði sem boðberi kristinnar trúar gjörtæk áhrif á trúarlíf og þjóðmenningu Íra líkt og sr. Hallgrímur hér á landi.
Predikun

Kyndilmessa

Við tendrum ljós á kyndilmessu. Ljós fyrir Maríu Guðsmóður, ljós fyrir móður okkar kirkjuna, ljós fyrir Guðs son, sem er ljós heimsins, ljós fyrir þau sem enn hafa ekki fundið ljósið, og ljós fyrir það ljós sem okkur sjálfum er gefið, að það lýsi öllum í húsinu en kafni ekki undir mælikerinu.
Predikun

Von í kreppu

Í kreppu hugarfars og brotins trausts kemur í ljós hvað kirkjan er. Hvernig bregst hún við tilfinningum og þörfum samfélagsins?
Predikun

Að elska mikið í heimi þar sem karlar hata konur

Grunnhugmynd sögunnar um karla sem hata konur, er að samfélagið okkar skapi skilyrði fyrir, og næri við brjóst sér, jarðveg og andrúmsloft fyrir misnotkun og misbeitingu valds gagnvart þeim sem er veikari, hvort sem er í persónulegum samböndum eða samskiptum almennt.
Predikun

Við erum kölluð

Við erum öll kölluð. Annars værum við ekki hér. Köllun okkar er heilög köllun, köllun til himinsins og á að birtast í lífi okkar öllu. Hún er grunntónn lífs okkar, fremri allri köllun til starfa, sem þó er raunveruleg og mikilvæg.
Predikun

Þegar heimurinn hrynur

Mannssonurinn kemur. Mannssonurinn kemur. Það er eftirvænting í þessum orðum, von hins góða, gleðileg sýn til framtíðar. Hann kemur – með mætti og mikilli dýrð.
Predikun

Yfirfullir fataskápar

Orðin Þú skalt ekki taka fatnað ekkju að veði má auðveldlega skoða í ljósi þess að flest eigum við yfirfulla fataskápa heima og margt er þar sem sjaldan eða aldrei er notað. Það er okkar siðferðilega skylda að halda ekki fyrir okkur því sem við getum miðlað öðrum. Hugsaðu um fallegu og heilu fötin þín sem gætu orðið mörgum til gleði og hlýju. Hættu svo að hugsa og farðu að framkvæma!
Predikun

Kristið siðgæði

Köllun okkar er köllun til kærleika. Hún er ekki köllun til kristilegrar arfleifðar, þó allt gott megi um hana segja. Hún er köllun til lifandi kærleika hvern dag, að við séum samkvæm okkur sjálfum ...
Predikun

Hver er móðir mín?

Og þar eigum við ekki aðeins fjársjóð lífsins í Kristi, böðuð elsku Guðs, heldur líka fjársjóðinn hvert í öðru. Það er heillandi að vita að þó tengslanet okkar líffræðilegu fjölskyldu bresti fyrir einhverjar sakir þá erum við hluti af svo margfalt stærri og öflugri fjölskyldueiningu, sem er kirkja Krists um víða veröld.
Predikun

Elskan og bænin

Verum gætin og algáð til bæna. Þetta er áskorun Péturs postula til okkar. Gætin og algáð til bæna. En umfram allt segir hann okkur að hafa brennandi kærleika hvert til annars. Og svo lýsir hann kærleikanum nánar; hann felst m.a. í gestrisni, þjónustu og góðri ráðsmennsku náðargjafanna.
Predikun

Hvað hrópa steinar?

Þetta er söngurinn okkar. Fáa söngva syngjum við oftar en þennan. Hann er nánast eins og tákn um söng kirkjunnar á öllum tímum og um tíma og eilífð. Hann er sannleikurinn. Og ef lærisveinarnir þegja, munu steinarnir hrópa. Hvað þýðir það?
Predikun