Trú.is

Hörmungar í sandinum

Hvert mannsbarn ætti að þekkja sönginn sem ómar í sunnudagskólanum um þann hyggna sem byggði hús á bjargi og þann heimska sem reisti sitt á sandi: „Og húsið á sandinum það féll!“ Í meðförum barnanna verður sagan kómísk og er undirstrikuð með kraftmiklu klappi þegar allt hrynur.
Predikun

Varaðu þig á lyginni

Varist falsspámenn segir Jesús. Í samtíima hans var til fólk sem bar að varast að dómi hans, fólk sem bar ekki sannleikanum vitni, fólk sem bar ekki hag annarra fyrir brjósti, var siðblint og sagði ekki satt og rétt frá ef slík háttsemi kom því vel í það og það skiptið. Þegar að Boris Johnson forsætisráðherra Breta hafði sagt af sér í sumar þá hlustaði ég á þátt um hann í útvarpinu. Þar kom m.a. fram sú skoðun að Boris hefði ekki borið sannleikanum vitni á framabraut sinni í breskum stjórnmálum, einnig eftir að hann varð forsætisráðherra. Hann var tilbúin til að hnika sannleikanum til ef það hentaði honum, ef það kæmi honum vel.
Predikun

Elska, öryggi og gæfa, athvarf

Eitt er að umbera, annað að umvefja. Það er hlutverk okkar að umvefja hvert annað. Þegar samfélagið sýnir slíka eiginlega verða ávextir andans raunverulegir.
Predikun

Spámönnum mótmælt

Já, það er vandi að spá, sérstaklega um framtíðina. Og eitt rigningarsumar fyrir þrjátíuogþremur árum fengu Reykvíkingar útrás fyrir regnvota og veðurbarða frústrasjón sína á tröppum veðurstofu Íslands!
Predikun

Boris Johnson, fólin og við hin

Lygin er alls staðar, eitthvað hálf, læðist í skugganum. Boris Johnson er vændur um lygi, báðir forsetaframbjóðendurnir í Banaríkjunum. Gosi leitar inn í okkur og vill stjórna. Er það til góðs og vænlegt?
Predikun

Yfir í Fjörðum

Við finnum það kannski með áþreifanlegri hætti þegar við erum stödd á svona stað eins og hér í Þorgeirsfirði hvað það er margt sem hefur breyst í okkar högum sem hefur þannig breytt okkur sem manneskjum og samfélagi, siðum okkar og venjum, viðhorfum til lífsins, við höfum jafnvel minni þröskuld gagnvart mótbárum og ábyrgð, spyrjum meira um réttindi en skyldur, höfum úr svo mörgu að velja er gerir okkur allt að því ringluð, erum meiri neytendur en forfeður og formæður í Fjörðum og gerum í því samhengi öllu miklu meiri kröfur til margvíslegra hluta.
Predikun

Iðar alheimurinn af lífi?

Kristin trú og kennsla Jesú krefur okkur um að líta á heildarmyndina um stöðu mannkyns og boðar að þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við á sama báti. Geimferðaráætlanir hafa kennt okkur mikið um alheiminn en mikilvægast er það tækifæri til að horfast í augu við heildarmyndina og þann vanda sem blasir við okkar.
Predikun

Grundvöllurinn skiptir máli

Í Guðspjalli dagsins erum við vöruð við því að reisa hús okkar á sandi, það er heimska segir Jesús því hús reist á sandi stendur ekki lengi – það mun falla! Jesús hvetur okkur til þess að vanda okkur og grundvalla líf okkar á því sem mölur og ryð geta ekki eytt. Jesús hvetur okkur til þess að grundvalla líf okkar á orði sínu, það kallar okkur til þess að elska, Guð og náungann.
Predikun

Kross, hamar og sigð

Marxismi og kristin trú eiga það sameiginlegt að byrja hugsun sína hjá þeim sem er lægst settur í samfélaginu og boða bæði róttæka samfélagssýn þar sem valdakerfinu er snúið á haus. Líkt og Lucho hélt á lofti boðar kirkjan byltingu, ekki í blóði, heldur með bæn, boðun og skapandi leiðum til að reynast hvert öðru hendur Guðs í þessum heimi.
Predikun

Guð gefur ráð með tíma

Það hefur skýrast komið í ljós á tímum þegar syrt hefur að og ytri sjónir virtust ekki eygja neina útkomuleið. Þá sáu menn með augum trúarinnar að „Guð gefur ráð með tíma.“ Á tímum velgengni og farsældar er freistingin sú að gleyma hinum innri sjónum trúarinnar og þar með þakklætinu. Í staðinn kemur hrokinn og yfirlætið og virðingarleysið nær yfirtökunum í samskiptum fólks. Á góðæristímum er ekki síður þörf fyrir að beina augum trúarinnar að aðstæðum og biðja Guð að gefa anda auðmýktar, þolgæðis og þakklætis en eyða verkum hroka og yfirlætis.
Predikun

Menn lyginnar

Falsspámenn eru menn lyginnar. Orðið var hjá Guði, en lygin var ekki hjá Guði.
Predikun

Abba

Við hugsum til fólksins í hinni stríðshrjáðu Gazaborg, til ófriðarbálsins í Ísrael og Palestínu, til þeirra sem búa við borgarastyrjöld í Sýrlandi, til þeirra sem búa í austurhluta Úkraínu, til trúsystkina okkar og jazída sem ofsótt eru í Írak um þessar mundir. Á hinsegin dögum hugsum við til þeirra sem búa við ofsóknir vegna kynhneigðar og kynverundar.
Predikun