Trú.is

Andi samúðar og tilbeiðslu

Guðs andi er andi líknar, samúðar, miskunnar, óverðskuldaður velvilji í okkar garð. Til að við séum á réttum stað, andlega talað, til að taka á móti þeim velvilja gefur Guð okkur anda tilbeiðslu, bænaranda. Andi Guðs virkar inn í okkar anda, gerir okkur móttækileg fyrir ást sinni og umhyggju sem aftur hvetur okkur til að sýna öðrum slíkt hið sama. Versið sem hér um ræðir lýsir því andlegri endurlausn sem öllum stendur til boða
Predikun

Illar andar sögunnar

Við lifum á víðsjárverðum tímum og eina leiðin áfram er að horfast í augu við söguna. Siðbreytingarhreyfingin hafði slík áhrif á samfélag okkar að henni ber að fagna og hana ber að gagnrýna. 500 ára afmæli siðbreytingarinnar er kjörið tækifæri til þess.
Predikun

Af illu augu

Okkur er gefið ungum að hugsa um orsök og afleiðingar gjörða okkar. Í djúpvitund mannsins býr vitneskjan um illskuna. Tungumálið tjáir það sem hjartað veit. En með því er aðeins hálf sagan sögð. Flest lesum við um og heyrum vonandi aðeins um líkamsmeiðingar og „tilefnislaust ofbeldi“ eins og það er orðað.
Predikun

Hlustum og bjóðum samfylgd!

Alveg eins og Jesús mætti fólki með samfylgd og samlíðan, þannig skulum við hlusta eftir því sem aðrir hafa að segja okkur og við skulum taka eftir samferðafólki okkar. Þannig vinnum við á móti skeytingarleysinu sem vill stundum ná yfirhöndinni í samfélaginu.
Predikun

Ég er Guð

Karl sagði við konu sína: “Mikið væri gaman að fara til Sínaí og hrópa boðorðin af fjallstindinum.” Konan horfði íbyggin á hann og svaraði: „Ég held að það sé nú betra að vera heima og halda boðorðin!” Og hvað merkja þessi boðorð?
Predikun

Orð

Orðin eru allt um kring. Þau gleðja og særa, upplýsa og blekkja, orðin sýkna og dæma, skýra og flækja.
Predikun

Langlífi

Þessir dagar eru til heiðurs formæðrum okkar og forfeðrum, konum og körlum sem gengu og ganga fram fyrir skjöldu fyrr og síðar til að stuðla að aukningu grunngæða fyrir sem flesta, óháð kyni og öðru því sem kann að aðskilja. Þeir eru mikilvægir því hérna megin himinsins má ávallt gera betur.
Predikun

Skrímslið undir rúminu

Skrímslið undir rúminu er raunverulegt á meðan það rænir okkur svefni og þá er ekki mikilvægast að skilja hvernig það komst þangað, heldur að öðlast verkfæri til að horfast í augu við skrímslið.
Predikun

Að fylla góðmennsku á mal sinn

Þegar ég byrjaði hugleiða texta guðspjalls þessa þriðja sunnudags í föstu þá vissi ég hreint ekki hvað ég ætti við hann að gera. Þessi orðræða sem dregur fram efaraddir þeirra sem upplifa eitthvað gott, sem glíma við að skilja og túlka framandi veruleika máttarverks.
Predikun

Verum varkár

Að fenginni reynslu þá höfum við fengið fólk inn í líf okkar sem hefur dvalið hjá okkur um stund og skilið eftir fótspor í hjörtum okkar, okkur til gagns og gæfu.
Predikun

Ljóssins megin

Þú getur ekki rofið vítahring ofbeldis með ofbeldi. Allt virðist það virka sem spírall niður á við. Það dregur úr lífsánægjunni. Í rauninni er samtími okkar töluvert upptekinn af neikvæðni. Stundum finnst mér líka tilfinnanlegur ruglingur með hugtök. Niðurrifsstarfsemi og illkvittni er stundum sögð vera gagnrýni, jafnvel heilbrigð gagnrýni.
Predikun

Vargatal

Boðorðin tíu eru sannarlega skarpur spegill á manninn. Þau minna okkur á þá staðreynd, að það að vera manneskja er flókin jafnvægislist. Bilið er stutt á milli góðs og ills. Skammt er á milli vina og varga.
Predikun