Trú.is

Bernskuhamingja er drýgsta veganestið til lífsgæfu

Framtíð Íslands og heimsins alls, veltur á því hvernig að við sinnum börnum okkar og kirkjan gegnir þar mikilvægu hlutverki í samstarfi við uppalendur, uppeldisstofnanir og frístundavettvang.
Predikun

Vegvísar til framtíðar

Börn eru ekki há í loftinu þegar þau þurfa að læra umgengnisreglur og muninn á réttu og röngu. Og þó börn læri ekki boðorðin 10 fyrr en þau eru komin til vits og ára þá er löngu áður farið að kenna þeim það sem er gott og hollt fyrir þau og samfélagið sem þau búa í.
Predikun

Brauðið

Um kvöldið, þegar allir eru komnir heim eru flestir orðnir þreyttir. Kvöldmatur er snæddur, fréttir sjónvarpsins renna framhjá á skjánum. Síðan tekur fjarstýringin við, Kastljós, gamanþáttur tekur við. Þá sportið og síðan sakamálamynd með tilheyrandi ofbeldi. Steinar fyrir brauð.
Predikun

Fuglinn á landið

Fuglinn á landið. Tófan og músin, lyngið og kjarrið, mosinn og smágerð flóran sem fagnað hefur vori í þúsundir ára á þetta land á undan okkur. Við höfum verið hér í rétt rúm þúsund ár ásamt hundi, ketti og búsmala. Gestir í fögru landi.
Predikun

Bannorð og boðorð

Þú skalt ekki hafa aðra Guði, þú skalt ekki leggja nafn Guðs við hégóma, þú skalt ekki myrða, stela, drýja hór, þú skalt ekki ljúga, ekki girnast. Setningarnar sem byrja á orðunum, „Þú skalt ekki“ hljóma eins og svipuhögg þegar þær eru lesnar hver af annarri.
Predikun

Loksins?

"Mikli Guð hefur þú loksins sent okkur Messías?" Lítið barn fæddist í garði dauðans. Þremur dögum síðar hafði það ekki fengið neina mjólk úr móðurbrjóstum. Vonir öldungsins kulnuðu enn einu sinni. Líf þitt – líf allra - endar ekki með ódýrum hætti.
Predikun

Satan

Það afl er til sem óskar öllu dauða. Svo undarlegt er þetta afl, svo óvænt og einhvern veginn út úr kú að því verður jafn vel best lýst með því að segja sögu af höggormi sem kemur og byrjar að spjalla.
Predikun

Eva og sannleikurinn

Ég held að þessi kona sé jafn frjáls og hægt er að vera sem manneskja, hún hefur stöðu og völd og notar hvoru tveggja í þjónustu við samfélagi. Hún hefur tekið þá afstöðu að tjá sig og spyrja spurninga án þess að óttast um stöðu sína, já og jafnvel líf sitt.
Predikun

Orðið og eftirfylgdin

Þegar yfirvöldin, hver sem þau eru, fjarlægjast það samfélag fólks sem þau eru sett til að starfa fyrir og starfa með og þjóna, hugsa fyrst um sig, bregðast þau því umboði sem felst í ábyrgðinni frammi fyrir Guði.
Predikun

Ferns konar merking Biblíunnar

Varðandi hinn siðferðislega boðskap gætum við bent á fyrirmynd Jesú, að hann leitar ekki síns eigin heiðurs: hann upphefur ekki sjálfan sig, heldur Föðurinn sem sendi hann með sannleikann inn í heim sem er fullur af rangfærslum og undanskotum, heim sem er uppfullur af sjálfum sér og eigin upphafningu.
Predikun

Sigurvegarinn Jesús

Jesús er sigurvegarinn. Leyfum Jesú að vera okkar, leyfum sigri hans að móta líf okkar. Hann kallar okkur til sín. Hann er aðeins í einnar bænar fjarlægð. Leitum til hans. Leyfum orði hans að tala til okkar. Þegar við tökum við brauðinu og víninu hér á eftir skulum við í hjarta okkar taka við honum og öllu sem hann hefur að gefa.
Predikun

Þegar Jesús verður reiður

Í guðspjallinu í dag er Jesús reiður - það er ekki oft sem við sjáum hann reiðan á síðum guðspjallanna - en í dag er hann sárreiður og hann notar sterk orð í glímu sinni við andstæðinga sannleikans, andstæðinga Guðs og ráðsályktunar Guðs.
Predikun