Trú.is

Vantar Svejk í þig?

Við erum gjörn á að tala um lausnir. Kannski er lausnin að við þurfum á Svejk að halda í núverandi aðstæðum. Líkt og Svejk gerði þá er alltaf hægt að sjá húmorinn eða kímnina í hverjum þeim aðstæðum sem við finnum okkur í að vera. Leyfa ekki svartsýnis hjali stjórmmála, hagfræðinga viðskiptafræðinga draga úr okkur hverja tönn og kímina þar á eftir, þeir hafa ekki einusinni starfsleyfi til þess.
Predikun

Með Jesú upp til Jerúsalem

Samt skildu þau ekki til fulls hver hann var, ekki fyrr en eftir upprisuna. Það er einmitt það sem við höfum fram yfir þau, á þessum stað þar sem horft er fram til atburðanna í Jerúsalem. Við vitum að með þjáningum Jesú sem enduðu í krossfestingu hans var ekki öll sagan sögð.
Predikun

Guð hefur velþóknun á þér

En andi Guðs er ekki sýnilegur, þess vegna tökum við oft ekkert eftir honum þó hann sé að verki. Hann er eins og vindurinn, við sjáum hann ekki en við getum fundið áhrif hans eins og við sjáum vindinn sveigja trén.
Predikun

Tjáning án orða

Jesús Kristur beygir sig niður til mannsins til þess að ná sambandi við hann, til þess að eignast tengsl við hann, til þess að eignast traust hans og hjálpa honum að sjá að það sé hægt að treysta mannssyninum.
Predikun

Skírn Jesú

Það er því hjákátlegt að ímynda sér að maður verði nokkurn tíman nægjanlega góður, guðrækilegur eða kristinn til þess að vera reiðubúinn að þiggja skírn. Náð skírnarinnar er ekkert undir mér komin. Aðeins Guði.
Predikun

Aftur, já, en líka fram

Hvað viljum við með kirkjulífi okkar? Ætlum við að vera bara í hefðinni, gera það alltaf hefur verið gert eða ætlum við að breyta svo róttækt að það verði bara framtíð. Getur verið að núið verði aðeins gott sem flétta fortíðar og framtíðar?
Predikun

Með Kristi gegn ofbeldi

Í ritningartextum dagsins eigum við fund við hann, sem öðrum fremur varðaði veg lausnar undan ofbeldi – með því að ganga hann sjálfur. Jesaja-textinn lýsir einelti, illsku og ofbeldi, sem Jesús Kristur gekk í gegn um, okkar vegna. Ég bauð bak mitt þeim, sem börðu mig, og kinnar mínar þeim, sem reyttu mig.
Predikun

Andlit fátæktar er konuandlit

Það vill enginn þjást. Konurnar sem eru á flótta með börnin sín vegna stríðsátaka eða annarra hörmunga vilja eiga annað líf. Konurnar sem eru þrælar klámiðnaðarins, fastar í neti sem þær komast ekki út, stundum seldar mansali – þær dreymir um líf.
Predikun

Mannvirðingin

Guð er ætíð í morgunskímu hverrar gleðistundar í lífi mannsins, lyftir honum upp þegar á bjátar, heldur í hönd þeirra sem þjást, gengur á veginum með þeim sem eru uggandi um vegferð sína, hendur í hönd og horfir í augu þess sem er smáður, einmitt á þeirri stund sem hann er að bugast, svo að enginn brákaður reyr verði brotinn, enginn dapur kveikur slökktur, ekkert líf verði smánað algjörlega.
Predikun

Á veginum upp til Jerúsalem

Hefur þú mætt honum þannig? Hefurðu heyrt rödd hans er hann staðnæmist hjá þér? Það er sú spurning, sem mætir okkur í Guðs orði hér í dag. Hefur hann fengið að taka þátt í lífi þínu og umbreyta því, þér til blessunar og náunga þínum? Því hann kallar okkur öll að fylgja sér á veginum upp til Jerúsalem.
Predikun

Minnstu þess maður að mold ert þú

Fasta er ekki megrunarkúr, heldur trúarleg iðja sem, til að mynda, afhjúpar lesti okkar og ýmsa fjötra sem við burðumst með. Við blasir að við getum engan fjötur leyst sem við ekki sjáum og engan löst af sniðið sem við umgöngumst í afneitun.
Predikun

Skírn og vígsla Jesú, og þín

Vegferð Krists hún liggur líka hér um, og hvar sem þú ert. Þegar þú varst skírð, þá var hann þar líka hjá, merki krossins og birta himinsins og rödd Guðs sem sagði við þig:„Þú ert mitt elskað barn!“ Þar varstu vígð til þess hlutverks að fylgja honum, treysta, þjóna, hlýða, elska. Og hann vígði þig sér og gaf sér perluna dýru. Þetta er kristnin.
Predikun