Trú.is

Þingvellir, vatn og Jesús

Hvað tengir saman, Þingvelli, Auði djúpúðgu, Íslendinga framtíðar og Jórdan? Skírn Jesú! Allt vatn er blessað, í lækjum, sjó, kaleikum og fontum. Jesús var skírður - ekki aðeins til að gefa mönnum líf heldur allri veröld, vatninu líka. Kristnum mönnum ber að stunda vatnsvernd.
Predikun

Skírn - hver er okkar lífssýn?

Úti var svarta myrkur og þétt þokan lá yfir haffletinum. Skipstjórinn sigldi stóru herskipi sínu varlega og tók engar áhættur. Hann mændi út yfir stafnið og útí myrkrið til að koma auga á hugsanlegar hættur. Hjarta hans tók kipp þegar hann sá glitta í ljóstýru beint framundan. Þetta leit út fyrir að vera stórt skip sem stefndi beint á herskipið.
Predikun

Jesús er fyrirmynd

Það má hafa í huga nútímastefnu í fyrirtækjarekstri, breiða stjórnun, dreift vald, hefjum okkur ekki yfir aðra, allir þurfa að fá að njóta sín, það finnst Kristi, hver manneskja á að fá að njóta lífs í fullri gnægð og þess vegna gaf Kristur sig alveg sérstaklega að þeim sem minna máttu sín í samfélögunum.
Predikun

Hvað segir ferðasaga þín?

Segðu mér ferðasögu þína og þá kemur í ljós hver þú ert. Guð segir þér ferðasögu sína til að þú vitir hver Guð er. Fastan er hentugur íhugunartími. Varpaðu lífssögu þinni upp á skjá hugans og berðu svo söguna þína fram fyrir hinn mikla ferðafrömuð og fararstjóra.
Predikun

Stefna og straumar

Hallgrímur Pétursson fylgir í Passíusálmunum Jesú Kristi á þjáningarvegi hans og útmálar sáluhjálplegt gildi kærleiksfórnar hans, sem úthellir lífi sínu til að losa um alla syndar- og dauðans fjötra. Sálmarnir eru sístæður vegna þess hve umfjöllunarefni þeirra eru gerð góð skil með trúarlegu innsæi og andagift.
Predikun

Á morgun er í dag

Á morgun er í dag. Augnablik þessarar stundar er á morgun. Ég hef tekið ákvörðun um fyrir mína hönd að svo skuli vera framvegis. Framtíðin er núna á þessu augnabliki. Ég lifi ekki fyrir þessa stund heldur á morgun. Augnablikið og þau hughrif sem það færir með sér er ekki til vegna þess að ég er komin fram úr sjálfum mér frá og með þessari stundu. Ekki endilega um einn dag heldur hef ég gefið mér sjálfsvald til þess að vera komin viku eða mánuðum fram úr sjálfum mér eftir því sem mér hentar.
Predikun