Trú.is

Það er engu að safna

Maður þekkir mann, nema hann sé kona eða útlendingur.
Predikun

Hendur kærleikans

Ég gekk út í sólina sem Barn Guðs og ég þurfti ekki að vera fullkomin. Þá skildi ég og fann að Guð hafði verndað mig og stundum haldið á mér í gegnum allt mitt líf. Ég gat fyrirgefið og ég skildi. Ég varð að vera í tengslum við tilfinningar mínar, losna við ljótleikann og finna kærleikann til að trúa því að ég ætti skilið nálægð Guðs.
Predikun

Einelta og Kristselta

Græni kallinn hjálpar eða reynir að hjálpa eftir bestu getu. Græna kellingin tekur eftir þeim sem er skilinn útundan og hefur hann með. Græni kallinn kann að uppörva aðra. Græna kellingin finnur eitthvað jákvætt í okkar fari þegar okkur finnst við alveg glötuð.
Predikun

Góðir dagar bíða

Þann dag sem þú hættir að safna mannlegri visku, afli og auði handa sjálfum þér en megnar þess í stað að þiggja það allt að gjöf, þann dag er seinni hálfleikur hafinn í lífsbaráttu þinni og þú ert genginn á vit hinnar sönnu þekkingar.
Predikun

Allt sem er til í ísskápnum

Þetta eru sjálfsagt afar mannlegar og skiljanlegar kröfur: Sjáðu hvað ég er dugleg – hvað fæ ég í staðinn? En orð Jesú um hin fyrstu og síðustu og dæmisagan um verkamennina sem fá laun fyrir það eitt að þiggja vinnuna, ekki samkvæmt vinnuframlagi, benda á allt annað viðmið.
Predikun

Stýrivextir í hámarki

Samfélög sem byggð eru upp með það að markmiði að efla og bæta þá sem þau skipa hafa ómetanlegu hlutverki að gegna og ekkert getur komið í staðinn fyrir þau. Í kirkjunni koma saman frjálsir einstaklingar sem hafa greiðan aðgang að Guði sínum í gegnum lestur ritningarinnar og bæna. En þar sem slíkt fólk kemur saman er von á miklu meiri árangri. Þá deilir það reynslu sinni hvert með öðru, það sameinast í tilbeiðslu sinni og það styður hvert annað í blíðu og stríðu.
Predikun

Til hvers er að lifa?

“Til hvers er að lifa? var spurt. Lifðu til þess að deyja! Svarar Kristur Jesús. Deyðu sjálfum þér en lifðu náunga þínum, þá lifir þú mér… Leiðin út úr vonleysinu, liggur út til annara manna og á þeirri vegferð finnur maðurinn Guð.”
Predikun

Gjafir Guðs - ábyrgð manns

Ábyrgð – hæfileikar. Þetta eru gildishlaðin orð sem tjá mikilvægan veruleika í lífi okkar og tilveru allri. Fullyrða má að því fylgi mikil ábyrgð að búa yfir miklum hæfileikum, miðla af mannkostum sínum. Ábyrgð og hæfileikar. Það er mikilvægt að við gefum þessu hvortveggja gaum.
Predikun

Lati þjónninn og hið nýja Ísland

Þannig varar Páll okkur við að setja allt okkar traust á veraldlegar eignir, sem svo auðveldlega geta brunnið upp. Grundvöllur hins nýja Íslands þarf að vera sá sami og þjónað hefur þjóð okkar í þúsund ár. Betri grunn er ekki hægt að byggja á en trúnni á Jesú Krist. Kærleiksboðorð hans, um að elska Guð af öllu hjarta, allri sálu og öllum huga og að elska náungan eins og sjálfan sig, mun aldrei falla úr gildi.
Predikun

Guð er bonus

Það er ekki bónus lífsins að hækka launin. Góð laun eru ekki bónus heldur réttlætismál. Bónus lífsins verður ekki keyptur í neinni búð. Kristinn maður veit að bónusinn er Guð – góður Guð.
Predikun

Íþróttir og launabarátta!

Nú varð allt vitlaust, trúnaðarmaður starfsfólksins kom og kvartaði, - glætan að þetta standist, þú gjörir þá, þessa sem varla eru búnir að lifta litla fingri jafna okkur, sem erum búnir að þræla allan daginn.
Predikun