Trú.is

Litróf sáttarinnar

Ég er svo heppinn að eiga bandarískan vin, sem er spastískur og algjörlega hreyfihamlaður og getur það eitt að reka út úr sér tunguna, sem af hans munni þýðir já. Nei, segir hann með því að gera það ekki. Með þessum hætti hefur honum auðnast að menntast vel, eiga samskipti við aðra, eignast vini, njóta viðburða íþrótta, tónlistar og annarrar menningar, jafnvel ferðast.
Predikun

Guðrækni og þjóðrækni

En trúaruppeldi kemur ekki af sjálfu sér. Hefðir eru að breytast. Ég hef áhyggjur af því að of fáir foreldrar koma með börnin sín í sunnudagaskóla. Það þarf að sækjast eftir sambandi við kirkjuna til að fá trúarlegt efni. Tímarnir hafa breyst. Það er mikil samkeppni um tíma barnanna og okkar.
Predikun

Guð sér þig

Hvaða Guðsmynd boðar kirkjan okkar? Guð sendi anda sinn hinn fyrsta hvítasunnudag til þess að geta verið með okkur alltaf, allsstaðar. Allt líf okkar mótast af því hverlags sýn við höfum, hvernig við sjáum. Hvernig við sjáum okkur sjálf ekki síst.
Predikun

Undir áhrifum

Heilagur andi getur birst okkur í kyrrð, þegar hugur og hjarta hvílast í hinum helga og háleita. Heilagur andi birtist líka á gleði fólks, barnslegri gleði og einlægri hamingju yfir lífinu. Fylgjendur Jesú voru yfirmáta glaðir á hvítasunnudag.
Predikun

Andinn og trúin

Gleðilega hátíðina þegar gróandinn er allt um kring. Þegar svo auðvelt er að taka dæmi af umhverfinu og segja: Trúarlífið þitt á að vera svona. Safnaðarlífið á að vera gróskumikið vegna þess að heilagur andi starfar í kirkjunni og laðar fram trúarþelið, já trúarhitann.
Predikun

Dagurinn eftir afmælið

„Dagar koma. Þeir koma einn af öðrum í langri röð og mynda vikur og ár og heila ævi. Í grunninn eru þeir allir eins. Þeir rísa og hníga. Það varð morgunn og það varð kvöld ...“ segir Kristján Valur Ingólfsson í prédikun á hvítasunnudegi.
Predikun

- Já -

Nú er dagurinn loksins runnin upp, fermingardagurinn ykkar. Til hamingju með það kæru fermingarbörn. Og ég óska fjölskyldum ykkar til hamingju með stundina, foreldrum og systkinum, öfum og ömmum, vinum ykkar og vandamönnum sem hér eru samankomnir.
Predikun

Streym þú líknarlind

„Hvítasunnan er afmælishátíð kirkju Krists á þessari jörð, við fögnum yfir því að kirkjan hefur haldið velli gegnum allar aldir, við gleðjumst yfir því á hvítasunnu, að kirkjan er sannarlega fjöldahreyfing, sem hefur bætt heiminn, hefur orðið til þess að margir hafa tekið til hendinni í nafni kærleikans, að margir hafa séð ástæðu til þess jafnvel að fórna sér fyrir kærleikann, fyrir réttlætið, fyrir sannleikann.“ sagði Jón Dalbú í messu í Hallgrímskirkju á hvítasunnudegi.
Predikun

,,Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn ...”

Þjónusta við Þingvallakirkju hefur mikla sérstöðu. Helgistaðir eru yfirleitt fyrst og fremst helgistaðir í trúarlegu samhengi, eins og t.d. Hólar og Skálholt. Þingvellir eru helgistaður allrar þjóðarinnar, óháð trúarskoðunum og þó á sama tíma í huga kristinna manna, einstakur helgistaður kristninnar.
Predikun

Hátíð heilags anda

Gleðilega hátíð heilags anda, fæðingarhátíð kristinnar kirkju. Ég vil í upphafi máls míns þakka þeim sem staðið hafa að Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju, og hafa búið okkur veislu listar söngs og sjóna, óðs og orðs. Hver stórviðburðurinn hefur rekið annan, sem hefur snortið og hrifið og glatt.
Predikun

Andans kraftur og hin hulda persóna

Prestur nokkur var að reyna að útskýra heilagan anda. Honum datt fátt í hug, en í prédikunarstólnum duttu blöðin sem hann hafði skrifað ræðuna á niður í stólinn. Þá datt honum það snjallræði í hug, að um leið og hann beygði sig niður eftir blöðunum, sagði hann: „Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar.“ Og svo beygði hann sig niður og sótti blöðin. Áður en hann reisti sig upp sagði hann: „Og innan skamms mun heimurinn sjá mig aftur.“
Predikun