Trú.is

Hirðar og vitringar

Sum okkar hlaupa með boðskapinn, jafnvel út um víða veröld og bera honum þannig vitni. Sum okkar fara hvergi en miðla honum með lífi sínu og trú.
Predikun

Baggalútur, barnið og þú

Það var prestur sem spurði börnin í barnastarfinu: „ Af hverju fæddist Jesúbarnið í fjárhúsi?“ Og barnið svaraði að bragði: „Af því að mamma hans var þar.“ Börnin eru lógísk í hugsun og svara rökrétt. Barnið fæddist þar sem mamma var stödd þegar stundin kom. Það er hárrétt. Flóknara er það ekki. En afhverju fæddist Jesús í fjárhúsinu í Betlehem?
Predikun

Lykill að hinu heilaga

Fæðingarfrásagan er eins og lykill, sem opnar skrána að heilögu rými, sem við þorum stundum að kíkja inn í á jólum. Við njótum jóla. En dýpst ristir í okkur þráin að fá að nálgast eitthvað stórkostlegt, upplifa undur lífsins - og það getum við nefnt hið heilaga.
Predikun

Fjárhirðar

Þarna voru þeir saman komnir fyrir 2000 árum, nokkrir fjárhirðar sem gættu um nóttina hjarðar sinnar úti í haga. Og allt í einu stóðu þeir frammi fyrir áskorun sem var engri lík: Áttu þeir að trúa því að engillinn væri alvöru engill og boðskapurinn alvöru boðskapur. Áttu þeir að trúa? Gátu þeir treyst?
Predikun
Predikun

Nótt og nýfætt barn

Þegar augu okkar hvíla á nýfæddu barni skynjum við best hversu óumræðilega mikils virði það er að vera elskuð. Og við skiljum betur en áður hvað Guð á við með elsku sinni til okkar og með sínum elskulega syni þarna í jötunni. Og hér er jata og hey til að minna okkur á. Og kerti í heyinu. Kerti til að minna á ljós heimsins, Jesús.
Predikun

Siguraflið

Hvers þörfnumst við? Jólaguðspjallið segir okkur þann heilaga sannleika að atvik og örlög lífs og heims eru orðin hluti ástarsögu, sögu kærleikans eilífa sem leitar skjóls í mannheimi. Guð er að leita þín. Hann hefur trú á manninum, þrátt fyrir allt, og hann vill að heimurinn haldi áfram að vera til. Hvers leitar hann hjá þér? Hann leitar trúar.
Predikun

Guð og tsunami

Ég var að skoða myndir, inn á vef BBC, af börnum sem komust af í flóðbylgjunni fyrir ári, tsunami eins og hún er kölluð. Þessi börn misstu foreldra sína eitt eð bæði, systkini sín og vini sína. Sum misstu beinlínis alla sem stóðu nálægt þeim. Öll misstu þau heimili sín, sum misstu alveg þorpið sitt. Og þau misstu bernsku sína.
Predikun

Það gerðist ekki í Betlehem

Hvers vegna löðumst við að þessari sögu? Er það vegna þess að hún hjálpar okkur til að hafa samúð með þeim sem lítils eru megnugir en verða að lúta tillitslausu valdi. Ung kona fær ekki að fæða frumburð sinn heima heldur er hrakin í ferðalög til að valdsmaður geti innheimt skattinn sinn svo enginn komist undan?
Predikun

Kom og sjá!

Kæri söfnuður. Það er kominn sá tími nætur þegar við göngum hægt um gáttir. Í kyrrðinni hugleiðum við undur jólanna. Í fæðingu frelsarans steig Guð sjálfur niður til jarðarinnar. Í kærleika. Af kærleika.
Predikun