Trú.is

Ég ætla að kaupa þessi augu!

Við ættum kannski að staldra við og íhuga skyldur okkar. Ef við kaupum ný rúmföt, nýjan bíl, ný húsgögn getur verið að við tökum þátt í að spilla lífsgæðum og heilsu fólks hinum megin á hettinum. Viljum við það? Nei, þess vegna ættum við að spyrja. Við viljum ekki rífa augun úr börnum?
Predikun

Græðgi

Segja má, að íslenskt samfélag sé markað græðginni á margan hátt og við séum fórnarlömb mammonsdýrkunar. Við erum svo miklir neytendur. Það er þessi ofboðslega neysla á öllum sviðum.
Predikun

Auðæfi sem ekki aðrir ná af manni

Og það er ólíkt með þessum auðæfum og venjulegum krónum og aurum, eða eigum við að segja milljörðum, því enginn virðist vera maður með mönnum nema hann hugsi í milljöðrum – að því meira sem þú eyðir af kærleika, því meiri verður innistæðan.
Predikun

Þjóð og kirkja

Hversvegna fjölgar þeim sem gliðna frá kirkjunni innan frá? Af því að kæruleysið og afskiptaleysið gagnvart kristnum sannindum og nálægð Jesú Krists sjálfs vex meðal þeirra. Og afhverju er það ? Það er ekki síst vegna þess að við sem berum ábyrgð í kirkjunni, stöndum okkur ekki.
Predikun

Eftirsóknarvert jafnvægi

Við vegum og metum lífið, leggjum gleði og hamingjustundir á aðra vogaskálina, þrautir og sorgir á hina. Stundum vegur hamingjan þyngra en sorgir, þegar svo í annan tíma hún má sín lítils fyrir þunga sorgarinnar eða rauna lífsins.
Predikun

Ertu aurasál?

Jesús sá fjárplógana á færi. Hann talaði oft um aurasálir og lýsti þeim, atferli þeirra og innræti, í sögum sínum og ræðum, oftar en hann talaði um himnaríki! Af hverju? Vegna þess að röng notkun fjár skaddar líf. Prédikunin í Neskirkju 29. maí 2005 fjallar um að það að eiga, vera og trúa.
Predikun

Hvísl Guðs

Olíugreifi bauð kunningja sínum heim til sín. Fyrst af öllu fóru þeir upp í háan útsýnisturrn til að geta skoðað umhverfið. Heimamaðurinn benti í allar áttir. “Þetta land þarna í austri á ég. Þú sérð hæðirnar. Akrarnir þarna suður frá eru á mínu landi. Ég keypti líka hvern skika alla leið upp í fjöllinn sem þú sérð í vestri. Reyndar á ég allt landið til norðurs líka, allt að borgarmörkum, sem við reyndar sjáum ekki.” Þetta var óneitanlega áhrifarík ræða og landeigandinn var rogginn.
Predikun

Brúarsmíði og almannagjár

Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus.
Predikun

Á helgum Hólastað

Í dag er hátíð á helgum Hólastað. Enn einu sinni kalla klukkur staðarins leika sem lærða til samfundar við hirði sinn. Með bjölluhljómnum berst ómur af liðinni sögu. Í sérhverju slagi er minning fólgin.
Predikun

Drottins nægð og náð

“Að vera ríkur í Guði,” er yfirskrift þessa Drottinsdags. Textar hans vara við því að reiða sig á veraldarauð. “Varist alla ágirnd!” segir Kristur í guðspjalli dagsins, dæmisögunni um ríka bóndann (Lúk. 12. 13-21). Það er þörf áminning á öllum tímum tímum og alls staðar, í kirkju sem utan. Þetta er lífsviskan, staðfest í reynslu kynslóðanna. Þar kemur að við hvert og eitt stöndum frammi fyrir því að ekkert af þessu sem við reiddum okkur á í ytra tilliti stoðar. Aðeins eitt. Drottins nægð og náð.
Predikun