Trú.is

Pálmi, Starri og mannlífið

Mörgum hættir til að gera Jesú Krist að framlengingu á eigin sjálfi og vilja skikka hann í embætti eigin sendiherra, túlka hann í samræmi við eigin gildi, hugsjónir og viðmið. Á föstunni er tími skoðunar sjálfsins. Pálmi og jafnvel starri eru ljómandi hvatar í sálarvinnu.
Predikun

Ástin sem lifir dauðann

Þrjóturinn, þjófurinn og morðinginn Tsotsi kynnist ástinni, ástin sem hlær framan í hann sem lítið barn, ástinni sem drekkur, gefur brjóst, baðar og nýtur alls þessa, eins og móðir og barn. Hann kynnist ást sem er varnarlaus og smá, en er þó öllu öðru yfirsterkari. Það er ástin, „ástin sem lifir dauðann,“ ástin sem kallar hann til mennsku ...
Predikun

Sóun

Okkur skortir ekkert, nema viljann til að gefa. Í því fólgin gagnrýni á algengt lífsviðhorf og gildismat, og sannarlega meginþátt menningar um þessar mundir. Skortur, vöntun, er viðtekið viðmið og útgangspunktur. Og við erum einlægt mötuð á því hve miklu sé áfátt og hvað okkur vantar.
Predikun

Krossfest tré og kraftur Guðs

Það er stundum langt á milli heilans og hjartans, milli allra upplýsinganna sem við innbyrðum með fréttum og fólki og þess að þessar upplýsingar snerti við okkur. Það er líka stundum langt á milli hjartans og handanna, jafnvel þegar málefni snertir okkur þá er auðvelt að snúa við því baki vegna þess að það sé ókleift verkefni sem fyrir höndum er.
Predikun

Eltingaleikur, peningar og hamingja

Í eltingaleik lífsins týnumst við ekki algerlega. Guð er í leiknum líka, leitar að okkur, kemur sjálfur, tekur okkur í fangið og blessar okkur. Bernskuleikurinn gengur upp í leik himinsins. Við finnum ekki Guð, heldur finnur Guð okkur.
Predikun

Guðleg sóun!

No-name face ársins í Ísrael er söguhetjan í guðspjalli pálmasunnudags. Hún kom með dýrustu snyrtivörur heimsins til að bera á Jesú. Í samanburði við hana má spyrja hvort við séum smæðarleg í lífsafstöðu okkar? Af hverju erum við svo naum í lífsgleði okkar? Er ekki einkenni lífsins ríkidæmi, gleði, fögnuður, ótrúlegir möguleikar, vonarefni og galopin framtíð? Er gleði þín lítil eða mikil? Prédikun pálmasunnudags 2005 fer hér á eftir.
Predikun

Hvar höfum við brugðist?

Á þessu pálmasunnudagskvöldi íhugum við frásögu Jóhannesar guðspjallamanns af því þegar Jesús kemur ásamt lærisveinum sínum til Betaníu sex dögum fyrir páska. Jesús vissi að endirinn var nærri og vildi hann í síðasta skipti njóta góðs kvöldverðar með vinum sínum, systkinunum Mörtu, Maríu og Lasarusi sem hann hafði áður vakið upp frá dauðum. Sem fyrr gekk Marta um beina undir borðhaldi en María hins vegar tók sig til þegar vel stóð á og smurði fætur Jesú með dýru smyrsli og þerraði fætur hans með hári sinu.
Predikun

Undarleg vika

Fyrir tveimur til þremur öldum ku sú stefna hafa fengið nokkurn hljómgrunn innan kristninnar að fjarlægja bæri krosstáknið úr kirkjum. Menn sögðu að þegar krossinn væri horfinn þá myndu kirkjurnar fyllast og menntamennirnir ganga á undan. Ýmsum þótti krossinn minna um of á dauðann allt eins og lífið, á ljótleikann allt eins og fegurðina, og því voru margir ekkert hrifnir að honum. Íslendingar eignuðust kirkjur mótaðar þessari stefnu, eins og margar aðrar þjóðir.
Predikun