Trú.is

Símon í sólinni

Látum guðspjall dagsins ennfremur kenna okkur kjarna kristindómsins og þann sannleika að við erum öll Guði háð í takmörkun okkar, því sá eða sú sem sér þann sannleika öðlast hæfni til að elska mikið.
Predikun

Drauma vitjað

Hvað er á bak við drauminn um ríkidæmi, “ógeðslega flotta íbúð,” kaup á fótboltaliði og vonina um að verða vel launaðir lögfræðingar? Draumar unga fólksins á fermingaraldri voru kortlagðir. Í ljós kom að þeir eru stórkostlegir lífsdraumar.
Predikun

Takk, Guð, fyrir að ég er ekki ...

Það er gömul saga og ný að við mennirnir eigum mjög auðvelt með að sjá veikleika annarra en líta framhjá okkar eigin. ,,Þið bendið á flísina í auga náungans en sjáið ekki bjálkan í eigin auga.” sagði Jesú. En af hverju gerist þetta? Hvernig stendur á því að við eigum svona auðvelt með að benda á galla náungans en lítum jafnframt framhjá okkar eigin syndum?
Predikun

Hroki og auðmýkt

Það er virðingin fyrir öðru fólki sem gerir gæfumuninn á milli hroka og auðmýktar. Hrokafullt fólk virðir aðra minna en sjálft sig á meðan auðmjúkar manneskjur virða bæði sjálfar sig og aðrar. “Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.”
Predikun

Hver er faríseinn?

Faríseinn er rödd sjálfsréttlætingar og samanburðar sem býr í okkur öllum. Umfram allt er hann sá hluti okkar sem afneitar eigin göllum og löstum eða réttlætir þá og afsakar þótt við dæmum aðra harðlega fyrir jafnvel minni sakir. Í sögu Jesú voru faríseinn og syndarinn í musterinu á sama tíma. Þeir eru nefnilega báðir hluti af okkur öllum.
Predikun

Sjálfhverf veröld

Mikið er það óþægilegt þegar manns eigin orð og athafnir hitta mann fyrir svo harkalega að undan verkjar. Það er ekki nóg að verða “marin-er aður” og síðan “grillaður” með eigin orðum og verkum heldur þarf maður sjálfur að kokgleypa það sem sagt var og gert og melta það eftir eigin getu og vilja.
Predikun

Dramb, réttlæting og auðmýkt

Við eigum að njóta erfiðis okkar, við erum það sem við gerum, höldum við. Að kaupa fagnaðarerindið ókeypis virðist okkur ekki álitlegur kostur. En það er sú staða sem Jesús kennir okkur að vera í með dæmisögunni um faríseann og tollheimtumanninn.
Predikun

Ábyrgð

Það fer ekki hjá því þegar gengið er hér um vellina, leitað Lögbergs eða bara rýnt í landslagið að ýmsar spurningar kunni að vakna um þá tíma þegar þjóð var að verða til á Þingvöllum. Hvernig var það til dæmis þegar lögsögumaðurinn sagði upp lögin? Þyrptist að fólkið allt sem sótti þingstaðinn heim, eins næri lögréttu og það mátti, og sat eða stóð í andakt á meðan? Hljóðnuðu samræður og hvíslingar?
Predikun

Manngildi og grænt guðspjall

Fólk, sem þú mætir, er guðlegar verur, sem tala til þín og biðla til hins guðlega í þér. Það er ekki spurt um stöðu þína, samfélagsskoðanir, afstöðu til velferðarmála og hvaða gildi þú verð í orði. Þegar þau, sem fara í pirrurnar á þér, mæta þér spyr Jesús um hvað þú sért. Prédikun í Neskirkju 7. ágúst 2005, 11. sunnudag eftir þrenningarhátíð, fer hér á eftir.
Predikun

Farísei og tollheimtumaður

Hingað á þennan helga stað, Þingvelli, koma þúsundir. Tölfræðin segir að þau séu líkast til 300 þúsund á þessu ári sem koma hér að kirkjunni, margir gægjast inn, margir setjast niður. Fáir dvelja lengur en nokkur andartök. Svo skrítið sem það kann nú að hljóma, þá er afar algengt, og reyndar miklu algengara en nokkuð annað, að megin spurning þeirra sem hingað koma sé ekki: Hvernig get ég tilbeðið Guð á þessum stað?
Predikun

Takk, Guð að ég er eins og ég er!

Kannski upplifum við okkur sett út fyrir af samfélaginu. Tilheyrum minnihlutahópi. Eða þá að við höfum gert eitthvað sem fólk dæmir okkur fyrir. Og það kemur fyrir okkur öll einhvern tíma að við gerum mistök. Eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir, eitthvað sem við sjáum eftir, gerumst sek um dómgreindarbrest, brjótum jafnvel harkalega gagnvart annarri manneskju. Stundum dæmir samviskan ein, stundum bæði samviska og samfélag. En Jesús bendir okkur á að ekkert er svart eða hvítt. Hlutirnir eru aldrei alveg eins og við höldum að þeir séu.
Predikun