Trú.is

Ein hjörð og alls konar manneskjur

Hún er lifandi og flestum auðskilin líkingin sem við finnum svo víða í Biblíunni um samband Guðs og manneskjunnar. Hirðirinn sem gætir hjarðar sinnar. Manneskjan, hjörðin, svo ótrúlega fjölbreytileg. Barátta, óstöðugleiki. Guð verður smár í þeirri veröld. Veröld neyslu, hraða og óstöðugleika. Þar getur orðið erfitt að koma augum á Guð og fingraför hans.
Predikun

Franskar konur og fjölskyldan til borðs

Innan fjölskyldunnar höfum við stórkostlegt tækifæri til þess að þekkja hvert annað og rækta hlý og góð tengsl. Því miður nýtum við ekki alltaf þetta tækifæri sem skyldi. Við getum búið undir sama þaki án þess að þekkjast að ráði. Alþekkt er að foreldrar vilji ekki kannast við ákveðna þætti í fari barna sinna og reyni að sníða þau alfarið eftir sínu höfði.
Predikun

Júdasarguðspjall

En hvaða rit er eiginlega þetta Júdasarguðspjall og af hverju er verið að fjalla svona mikið um það núna? Saga þess er reyndar með ævintýralegum blæ. Texti Júdasarguðspjalls er talinn hafa fundist í fornu papyrushandriti í Egypsku eyðimörkinni kringum árið 1970. Handritið sjálft er líklegast frá árinu 300 eftir Krist og er skrifað á koptísku sem er fornt mál Egypta.
Predikun

Guð og lögreglan

Og nú bæti ég við einni líkingu í tilefni dagsins: Guð er lögregla. En um leið og ég sleppi orðinu vakna með mér efasemdaraddir því oftast eru tvær hliðar á sama máli. Er hann eins og lögreglan í Katmandú eða lögreglan á Íslandi?
Predikun

Góði hirðirinn og fermingarbarnið

Fermingarbörn eru eins og blómknúppar að byrja að springa út. Og hvað verður svo? Höfum við gefið börnum okkar það veganesti sem þeim reynist best fyrir lífið framundan? Það er með þá spurningu í huga sem við göngum í annað sinn fram fyrir Guð með þessa dýrmætu gjöf sem hann hefur lagt okkur í fang, til þess að hann sem áður helgaði þau í skírninni megi að þeirra eigin vilja, vera sá sem leiðir og leiðbeinir, vakir og verndar.
Predikun

Elska og aggiornamento

Kirkjur eru mikilvægar, en koma ekki stað trúarinnar. Páfi er mikilvægur, en getur aðeins svarað fyrir sjálfan sig þegar Jesús spyr um elskuna. Leiðtogar kirkjunnar ruglast illilega ef þeir bara gæta þess að sauðirnir hugsi enga nýja hugsun, fari aldrei í nýja haga og andleg engi! Í prédikun í Neskirkju 10. apríl 2005 var rætt um elsku, kirkjustefnu og uppfærslur.
Predikun

Góði hirðirinn

Ég vildi að væri rolla. Þá gæti ég bara bitið gras og þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta sagði kunningi minn, eitt sinn fyrir langa löngu þegar honum fannst lífið alltof erfitt og flókið.
Predikun