Trú.is

Lífið frá öðru sjónarhorni

Þetta er mikil áskorun en jafnframt mikil traustsyfirlýsing sem sýnir hve mikilvæg kristin kirkja er í þessu þjóðfélagi og sá kristni arfur sem íslenskt samfélag og menning byggja á. Hún ber þá ábyrgð að varðveita og rækta heilbrigt gildismat þjóðarinnar.
Predikun

Eyðimerkurganga

Eyðimerkurganga, Gestemane, fasta. Hvar erum við stödd í dag? Hvernig getum við lært af þessum myndum heilagrar ritningar og vitnisburði þeirra sem hafa gengið veginn á undan okkur. Jú, við getum vissulega lært margt og mikið, við megum trúa því og treysta að hann sem er Brauð lífsins býður okkur hönd sína, býður okkur að fylgja sér.
Predikun

Sjálfsmynd og réttlæti?

Við heyrum líka aðra setningu, sem gengur eins og lasergeisli gegn um þjóðlífið, heilbrigðis- og menntakerfi og er til umfjöllunar linnulaust og ósjaldan á forsíðum bóka og blaða. Það er hin lævíslega spurning: “Hver er sjálfsmynd þín? Er hún góð? Eða er hún kannski heldur léleg?”
Predikun

Brauð af ýmsum sortum og gerðum

,,Gef oss í dag vort daglegt brauð” segir í bæninni fallegu sem Jesús kenndi okkur. Brauð er oft notað sem samheiti fyrir mat eða fæðu. Vissulega þurfum við brauð í þeim skilningi orðsins til þess að lifa, án næringar verðum við máttfarin og slöpp og deyjum að lokum.
Predikun

Brauð, björg og biblíumaraþon

Það voru magnaðar umræður, sem komu í kjölfar leiks, sem farið var í í tímanum, leikur sem hjálparstarf kirkjunnar útbjó og fékk unga fólkið til þess að skynja og átta sig betur á misskiptingu gæða þessa heims. Það er í raun mikil misskipting. Af hverju skiptir Guð ekki þessum gæðum jafnt og málið er dautt?
Predikun

Brauð

Brauð er yfirskrift textanna sem hér voru lesnir. Brauð er næring og allir þurfa á næringu að halda. Hér er bæði talað um brauð sem líkamlega næringu en einnig andlega. Um þetta biðjum við í Faðir vorinu þegar við biðjum Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Predikun

Hveitikornið og brauð lífsins

Að vera eins og illa gerður hlutur er í málvenjunni ekki fyrst og fremst ástand eða ásigkomulag heldur tilfinning þess sem er hvorki á réttum stað né á réttri stundu. Þetta er óþægileg tilfinning. Vísast má reikna með því að enginn sækist eftir henni. Viðbragðið er þetta: að láta fara lítið fyrir sér og reyna að láta sig hverfa sem fyrst.
Predikun

Brauðbónus 5 + 2 = 12+

Það er hægt að horfa en sjá þó ekki. Það er hægt að lifa en þó aðeins skrimta. Það er hægt að eiga en hafa litla eða enga gleði af. Það er hægt að hafa aðgang að lífsins mestu gæðum en meta þó lítils.
Predikun

Einstefnugata númer 56

Vissir þú til að gera kraftaverk þarf maður ekki vera sterkur. Í æsku hélt ég að maður þyrfti að vera rosalega sterkur. Þetta kom upp í hugan þegar ég rýndi í orðið – krafta-verk- það verður að segjast að orðið sem slíkt löðrar af krafti og styrk – einhverju sem alls ekki öllum er gefið að hafa þ.e.a.s. krafta. Sumum er það meðfætt að vera líkamlega sterkir og öðrum ekki. Það er eitt að vera likamlega sterk/ur og hitt að vera sterk/ur á andlega sviðinu.
Predikun

Kraftaverkin og boðun fagnaðarerindisins

Kraftaverk fylgja ætíð boðun fagnaðarerindisins, þetta á sérstaklega við um boðun Jesú. Hann prédikar komu guðsríkisins í orði og verki og menn læknast bæði á sál og líkama. Lækningin er einmitt tákn um fyrirgefningu Guðs. En fjöldinn misskilur þetta tákn og tengir það ekki við boðun Jesú. Því fólkið er sólgið í tákn. Krafa þess er skýr. Það vill sjá undur og stórmerki, eða eins og það er kallað nú á dögum, það vill láta skemmta sér.
Predikun
Predikun