Trú.is

Gras og brauð

Við þurfum von og þolgæði og kærleika OG brauð.Við þurfum að opna hjörtu okkar og nestisbox til þess að hinum takmörkuðu auðlindum fjárins sé skipt milli hinna þurfandi.Til þess að við getum miðlað trú, von og kærleik.
Predikun

Þegar leikskólakennararnir neituðu sér um kaffið

Umhyggjan og forsjá Guðs, sem Ísraelsþjóðin upplifir í þrengingum sínum, kallast á við sjálfbærnishugsun dagsins í dag. Hver og einn fékk að safna sér því magni af mat sem hann þurfti. Brauðið sem Guð gefur til matar er í samræmi við þarfir hvers og eins og sérhver safnaði því sem hann þurfti til matar.
Predikun

Lýsi og brauð

„En nú þurfum við að standa saman og treysta á Guð og hvert annað. En tökum eftir því að lýsingin úr 2. Mósebók í allsleysinu er um leið lýsing á hinu fullkomna samfélagi þar sem allir fá nóg, enginn of mikið og enginn of lítið. Postulinn tekur í sama streng er hann segir í pistli dagsins . . . “
Predikun

Höfum hugfast að kirkjan okkar er þjóðkirkja en ekki ríkiskirkja

Kristið fólk verður ávallt að halda vöku sinni. Við verðum að taka til varnar þegar þess er þörf. Vera óþreytandi í því að leiðrétta rangfærslur. Leiðbeina og upplýsa með kærleika, umburðarlyndi og vináttu. Í þessu er hlutverk leikmanna við hlið prestanna mikilvægt.
Predikun

Heiminum til lífs

Efni þessa dags er kærleikssamfélagið. Samfélagið við Guð og samfélag okkar innbyrðis, mannfólksins. Við eigum val, eins og ég hóf máls á. Við veljum svo margt. Við veljum afstöðu til annarra – við veljum það sjálf hvern hug við berum til annars fólks.
Predikun

Þetta er líkami minn

Þegar þú þiggur þá gjöf Krists að meðtaka líkama hans, þegar hann verður hluti af þér í holdi og þú hluti af honum. Þá mildar hann tímann, hann mildar óttann og gefur þér von.
Predikun

Hugarafl og lögmál rausnarinnar

Nei, 2+2 eru ekki nauðsynlega 4. Enn dýpra í veruleikann heldur en lögmál stærðfræðinnar er grópað lögmál rausnarinnar.
Predikun

Hvar eru leiðtogarnir?

Hvar eru leiðtogarnir, kæru vinir, nú þegar við þurfum mest á þeim að halda? Eru þeir nær en okkur grunar?
Predikun

Hvað varð um körfurnar með brauðmolunum sem gengu af?

Hingað til Íslands hafa borist molar af brauðinu sem safnað var saman í körfurnar forðum eftir brauðundirið í eyðimörkinni. Fagnaðarerindið barst hingað til Íslands líklega með fyrstu mönnunum sem hér stigu á land, og þessum brauðmolum hefur verið dreift í formi boðunar, bænahalds og með því að hafa um hönd heilagt sakramenti.
Predikun

Líkaminn er stórkostlegur

Þetta er ástæðan fyrir því að rekstur nektardanstaða og vændishúsa er í eðli sínu lygi og ofbeldi. Það er ekki hægt að kaupa líkami. Mannslíkaminn verður ekki verðmetinn, það er ekki hægt að hrifsa hann til sín heldur er einungis mögulegt að þiggja hann að gjöf.
Predikun

Segðu satt

Jæja, ef það sem þú vildir segja mér er ekki satt, ekki gott og ekki heldur gagnlegt af hverju ættir þú þá að segja mér þessa sögu? Lygi eða sannleikur í 8. boðorðinu.
Predikun

Mun trúin á Krist frelsa okkur frá efnishyggjunni?

Fáránlegar birtingarmyndir græðgi og efnishyggju, að eiga ekki tíkall í stöðumæli fyrir Bentleyinn og svindla sér inn á fótboltaleiki. Trúin á upprisinn Frelsara sem leiðir okkur út úr þrælahúsi efnishyggjunnar. Trúin sem ætti að laða fram dyggðir og kærleika í anda Jesú Krists. Skyldi þjóðin læra nokkuð?
Predikun