Trú.is

Förin í eilífar tjaldbúðir (Journey to Eternal dwellings)

Í sögunni eru engar fyrirmyndir. Við höfum ríkann mann sem þjónaði mammón, óheiðarlegan ráðsmann og fólk sem var skuldugt upp fyrir haus. Hvað er Jesús að reyna að kenna með sögunni? Til að skilja söguna betur þurfum við að skoða hvað Jesús segir um fjársjóðinn okkar í fjallræðunni: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ Sjáið að hér gerir Jesús samanburð á veraldlegum auðæfum og þeim sem eru á himnum. Í dæmisögunni talar hann líka um að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins. English In the story, there are no role models. We have a rich man who served mammon, a dishonest manager, and people who were heavily in debt. What is Jesus trying to teach with this story? To better understand the story, we need to look at what Jesus says about our treasure in the Sermon on the Mount: "Do not store up for yourselves treasures on earth, where moths and rust destroy, and where thieves break in and steal. But store up for yourselves treasures in heaven, where neither moth nor rust destroy, and where thieves do not break in and steal. For where your treasure is, there your heart will be also." You see that here Jesus compares worldly riches with those in heaven. In the parable, he also says that the children of this world are more shrewd in dealing with their own generation than the children of light.
Predikun

Mannauður

Ráðsmaðurinn ráðasnjalli eða óheiðarlegi, eftir því hvernig við metum hann, fann leið út úr sínum vanda. Hann var vissulega að huga að eigin hagsmunum en hann tók engu að síður stjórnina í þeim ógöngum sem hann hafði ratað í. Í stað þess að fórna höndum í ráðaleysi, játa uppgjöf, vera fórnarlamb aðstæðna og auðvitað sjálfs sín, umbreytti hann vandamálinu og skapaði aðstæður sem bæði nýttust honum og öðrum. Tilgangurinn var jú að móta ný samskipti, skapa sér vinsældir og jafnvel traust. Þau samskipti hvíldu ekki á lóðréttum tengslum lánadrottins og skuldara, heldur láréttu samtali jafningja sem áttu sameiginlega hagsmuni.
Pistill

Þið fáið þetta bara í hnakkann, strákar

Það er einmitt það sem Jesús segir hér við viðmælendur sína og lærisveina, með orðum gamla þjálfara míns: „Þið fáið það bara í hnakkann, strákar, ef þið eruð dómhörð í annarra garð.“
Predikun

Samfylgd á jörðu sem og á himni

Jesús býður okkur samfylgd í gegnum allt hið þekkta, þ.e. það sem mætir okkur hér á jörðinni, en einnig í gegnum allt hið óþekkta, þess sem er handan mannlegrar reynslu, reynslu sem bíður okkur hugsanlega síðar. Þangað liggur einnig leið Jesú og hann býður okkur að slást með í för. Og með Jesú í för, þá þurfum við ekki að óttast, ekki heldur hið óþekkta.
Predikun

Hundrað dagar

Eitt hundrað dagar. Hundrað dagar af hlátri og gráti, lasleika og lækningu, fæðingum og dauða, dansi, söng og hljóðum stundum, dálitlum skammti af nöldri og óþolinmæði en vonandi meira af umhyggju og uppbyggjandi samtölum og tengslum. Og alls konar næringu fyrir sál og líkama.
Predikun

Er hin kristna fyrirgefning óraunhæf í mannlegu samfélagi?

Hin kristna fyrirgefning virðist því koma á undan því skrefi að misgjörðarmennirnir taki ábyrgð á gjörðum sínum. Þ.e. Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim, þótt þeir viti ekki hvað þeir hafi gert rangt. Skömmin þarf vitanlega að búa á réttum stað og ljóst hver er gerandinn og hver er þolandinn.
Predikun

Með áhyggjur í sófanum

Ástæða þess að ég rifja þetta upp eru tíðindi af okkur sem erum alin upp í sófum víðsvegar í hinum þróuðu ríkjum. Fregnir herma að hugur okkar nái ekki alveg utan um þau lífsgæði að njóta öryggis og velsældar. Það eru jú engin dæmi um slíkt í samanlagðri sögu þessarar lífveru sem við erum. Kóngarnir sem við stundum nefnum í ritningarlestrum hér í kirkjunni, Davíð, Salómon og Ágústus svo einhverjir séu nefndir, nutu vissulega forréttinda miðað við alla hina sem þurftu að strita myrkranna á milli fyrir fábrotnustu lífsgæðum. En, maður minn, flest okkar lifum í vellystingum jafnvel samanborið við þá.
Predikun

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun

Jaðarstund

Er það ekki eðli góðrar listar að snúa sjónarhorninu að áhorfandanum sjálfum? Þetta hugleiddi ég á safninu í Ósló og þessar hugsanir mæta okkur í óði Huldu til nýliðinnar jaðarstundar. Að endingu réttir listamaðurinn fram spegil sem sýnir áhorfandann sjálfan og þá veröld sem hann er hluti af.
Predikun

Þurfum við Íslendingar frelsara?

Við veltum fyrir okkur hér ýmsu því sem einkennir íslenska þjóð og spyrjum: Þurfum við á frelsara að halda?
Predikun

Fórnir og hreinsunaraðferðir

Hér er eitthvað ófullkomið rétt eins og líkamarnir sem Arnar hefur fest upp á veggi safnaðarheimilisins. Og um leið er það vitundin um að allar manneskjur eru breyskar – ekki fullkomnar eins og steinstyttur sem ekki breytast - nema þegar hamrarnir mölva þær – heldur síbreytilegar. Já, fegurðin býr í hinu ófullkomna – það getur breyst til batnaðar, tekið stakkaskiptum, endurheimt það sem var brotið og bjagað.
Predikun

Fíkjutréð

Blóm fíkjutrésins eru falin inn í ávexti fíkjutrésins, vissu þið þetta?
Predikun