Áhyggjur og streita geta valdið
okkur kvíða. Við finnum leiðir til að róa taugar okkar, til að líða eins og við
séum örugg. Í víðfræga laginu „Piano Man“ syngur Billy Joel: “Because he knows
it is me, they been coming to see, to forget about life for a while.” Við getum
öll tengt við fólkið sem hann syngur um en það err í raun að taka sér hlé frá
lífinu. Á einhverjum tímapunkti í lífi okkar þurfum við að slake á án allra
áhyggja.
Dóttir mín er fjögurra ára og
smekkur hennar á kvikmyndum hefur sem betur fer þróast frá rusli eins og
Cocomelon eða Baby Shark yfir í alvöru kvikmyndir. Ég er búin að horfa á Frozen
og Frozen 2 um 500 sinnum núna, en hver er að telja? Stundum tekst mér
að smeygja inn öðrum myndum til tilbreytingar, eins og Super Mario Brothers,
Toy Story eða Tangled. Einmitt núna er uppáhaldsmyndin hennar Kpop:
Demon Hunters. Hún er um þrjár söngkonur sem sigra djöfla með tónlistinni
sinni. Ég verð að viðurkenna að ég var efins um gæði myndarinnar og óttaðist að
hún væri bara eitt ruslið í viðbót. Mér til mikillar undrunar var hún mjög
vönduð og lögin nógu grípandi til að festast í huga manns.
Ég er ekki að segja ykkur þetta
til að auglýsa myndina eða vegna þess að ég er svo mikill aðdáandi, heldur
vegna þess að í henni er lag sem þjónar tilgangi þessarar ræðu. Djöflarnir
stofnuðu sína eigin drengjasveit til að stela sálum fólksins og þeir fluttu lag
sem heitir Your Idol. Mig langar að lesa fyrir ykkur hluta af textanum á
ensku:
I’ll be your idol. Keeping you in
check, keeping you obsessed. Play me on repeat in your head. Anytime it hurts,
play another verse. I can be your sanctuary. Know I’m the only one right now. I
will love you more when it all burns down. More than power, more than gold.
Yeah, you gave me your heart, now I’m here for your soul. I’m the only one
who’ll love your sins.
Kvíði er raunveruleg ógn við
geðheilsu okkar. Þegar hann vex og tekur of mikið pláss í huga okkar og hjörtum
getum við ekki fundið frið innra með okkur. Án friðar getum við ekki hvílst og
upplifum svefnlausar nætur. Svefnleysi setur allt annað í lífi okkar í hættu
þar sem við erum ólíklegri til að hugsa um okkur sjálf. Við erum líklegri til
að sækjast í auðveldar lausnir sem endast ekki.
Þið hafið kannski séð á
samfélagsmiðlum „Gulur september“. Þetta er viðburður sem spannar frá 10.
september (Alþjóðlegi forvarnardagur sjálfsvíga) til 10. október (Alþjóðlegi
geðheilbrigðisdagurinn) og tilgangur hans er að vekja athygli á geðheilsu og forvörnum
gegn sjálfsvígum. Gulur september hefur staðið fyrir mörgum viðburðum tengdum
geðheilsu allan mánuðinn og þið getið heimsótt heimasíðu þeirra,
www.gulurseptember.is, til að fá frekari upplýsingar. Þau voru meira að segja
með gula guðsþjónustu síðasta sunnudag í Guðríðarkirkju, auk gulrar samverustundar
í Grindavíkurkirkju.
Geðheilbrigðismál eru tabú í
mörgum menningum um allan heim og oft misskilin. Þetta leiðir til þess að fólk verður
þunglynt og einangrar sig. Jafnvel þeir sem leita sér hjálpar mæta stundum skilningsleysi
og skorti á umhyggju. Ég las grein um daginn um ungan mann sem glímdi við ADHD,
ásamt öðru, sem gerði það að verkum að hann var alltaf kvíðinn. Hann átti í
erfiðleikum í skóla og í félagslífinu. Kerfið brást honum, bæði skóla- og
heilbrigðiskerfið. Hann fann engin huggun þar, svo hann fann hana annars staðar
í formi vímuefnaneyslu. Hann byrjaði að nota vímuefni 12 ára gamall. Að lokum
fyrirfór hann sér, 20 ára að aldri.
Fólk er hrætt við að verða hafnað
eða er hafnað og velur þess vegna frekar að bera þessa þungu byrði eitt. Þetta
leiðir oft til sjálfs skaðandi hegðunar eða eitthvað verra. Fólk er á sínum
veikasta punkti í þessu ástandi einangrunar og þunglyndis. Það missir trúna og
telur sig ekki eiga skilið kærleika og umhyggju. Það er hér sem öskrandi
ljónið, sem Pétur postuli varar okkur við, kemur og hrópar stöðugt: „Þú hefur
rétt fyrir þér, þú ert einskis virði, en ég mun elska þig þegar allt brennur
til kaldra kola. Ég verð athvarf þitt því ég er sá eini sem elskar syndir
þínar.“ (eins og í laginu Your Idol)
Ég mun ekki standa hér og segja
að ég hafi lausnina við kvíða og þunglyndi, vegna þess að ég hef hana ekki.
Áhyggjur og kvíði munu alltaf vera hluti af lífi okkar. Þess vegna verðum við
að vekja athygli á geðheilbrigðismálum svo að við séum betur undirbúin þegar
við eða ástvinir okkar þjást af kvíða eða þunglyndi. Boðskapur þessara þriggja ritningartexta
í dag er að Guð sér um okkur. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af mat, drykk,
fötum eða neinu. Það virðist sem Jesús sé að segja: „Ekki hafa áhyggjur, vertu
glaður. Guð mun sjá fyrir þér.“ Í fyrstu virðast þetta ekki vera bestu skilaboðin
til einhvers sem upplifir geðheilbrigðisvanda.
En Jesús segir líka: „En leitið
fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið
því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur.
Hverjum degi nægir sín þjáning.“ Jesús veit að lífið er ekki auðvelt, svo það
er skynsamlegt að taka einn dag í einu. Við eigum að leita ríkis hans og
réttlætis. Hvernig gerum við það? Með því að elska Guð og náungann okkar eins
og okkur sjálf. Við verðum að elska okkur sjálf, því ef við getum það ekki,
hvernig getur einhver annar elskað okkur? Pétur postuli gefur okkur góð ráð
þegar hann segir: „Varpið allri áhyggju ykkar á hann, því hann ber umhyggju
fyrir ykkur.“ Guð elskar okkur af öllu sínu hjarta, allri sinni sálu og öllum
sínum huga. Öskrandi ljónið reynir að fela þessa staðreynd. Það nærist á
lyginni sem það segir okkur stöðugt, að við séum einskis virði. En það er lygi,
því ekkert getur staðið í vegi fyrir eilífum kærleika Guðs til okkar. Munið það
þegar við upplifum kvíða í okkur sjálfum eða hjá þeim sem eru í kringum okkur.
Við erum gölluð og langt frá því að vera fullkomin, en við erum ekki einskis
virði. Við erum elskuð.
Dýrð sé Guði, föður og syni og
heilögum anda. Amen.
ENGLISH
Worries and stress can cause
us anxiety. We find ways to soothe our anxiety, to feel safe and sound. In the
famous song Piano Man, Billy Joel sings: “Because he knows it is me,
they been coming to see, to forget about life for a while.” We can all resonate
with those people who are in a sense taking a break from life. Sometimes all we
need is a little break.
My daughter is four years old
and her taste in movies has thankfully evolved from brain rot like Cocomelon or
Baby Shark to actual films. I’ve watched Frozen and Frozen 2 about 500 times by
now but who is keeping count? At times I manage to slip in other movies like
Super Mario Brothers, Toy Story or Tangled for variety. At this moment in time
her favourite movie is Kpop: Demon Hunters. It is about three women singers who
defeat demons with their music. I must admit that I was sceptical about the
quality of this film and feared that it was just another brain rot. To my
surprise it was high quality and the songs were catchy enough to get stuck in
your brain.
I am not telling you this to
advertise the movie or because I am such a fan but because there was song that
fits the purpose of this sermon. The demons formed their own boy band to steal
the souls of the people, and they performed a song called Your Idol. I
want to read for you some of the lyrics:
I’ll be
your idol. Keeping you in check, keeping you obsessed. Play me on repeat in
your head. Anytime it hurts, play another verse. I can be your sanctuary. Know
I’m the only one right now. I will love you more when it all burns down. More
than power, more than gold. Yeah, you gave me your heart, now I’m here for your
soul. I’m the only one who’ll love your sins.
Anxiety is a real threat to
our mental health. When it grows and takes too much room in our minds and
hearts, we cannot find peace within ourselves. Without that peace, we cannot
rest and experience sleepless nights. Lack of sleep puts everything else in our
lives at risk as we are less likely to take care of ourselves. We are more
likely to succumb to quick and easy solutions that do not last.
You might have seen on social
media "Gulur september” or yellow September. It is an event spanning from
September 10th (World suicide prevention day) to October 10th, (World
mental health day) and its purpose is to raise awareness for mental health and
suicide prevention. Yellow September has had many events connected to mental
health throughout the month and you can visit their website www.gulurseptember.is for more
information. They even had a yellow worship service last Sunday at
Guðríðarkirkja church as well as yellow community gathering at Grindavík
church.
Mental health issues are taboo
subjects in many cultures around the world and often misunderstood. This leads
people to depression and isolation. Even those who do seek help are sometimes met
with a lack of understanding and care. I read an article the other day about a
young man who was struggling with ADHD, among other things, which caused him to
be anxious all the time. He struggled in school and in social life. The system
failed him, both school and healthcare. He did not find any comfort there, so
he found it elsewhere in the form of drug abuse. He began using drugs at 12
years old. He eventually lost his life by his own hand at the age of 20.
People are afraid of being
rejected or are rejected and choose therefore instead to bear this heavy burden
on their own. This often results in destructive behaviour or something worse.
People are at their weakest point in this state of isolation and depression.
They lose faith and deem themselves unworthy of love and care. It is here that
the roaring lion, that saint Peter warns us about, comes and shouts repeatedly:
“You are right, you are worthless, but I will love you when it all burns
down. I’ll be your sanctuary as I am the only one who loves your sins.”
I will not stand here and say
that I have the solution to anxiety and depression because I don’t. Worries and
anxiety will always remain a part of our lives. That is why we must raise
awareness for mental health issues so that we are more prepared when we or our
loved ones suffers from anxiety or depression. The message of the three
readings today is that God takes care of us. We do not have to worry about
food, drink, clothes or anything. It seems like Jesus is saying: “Don’t
worry, be happy. God will provide.”
At first this does not look like the greatest message to someone who is experiencing mental health issues. But Jesus also says: “But seek first his kingdom and his righteousness, and all these things will be given to you as well. Therefore, do not worry about tomorrow, for tomorrow will worry about itself. Each day has enough trouble of its own.” Jesus knows that life is not easy, so it is wise to take one day at a time. We are to seek his kingdom and his righteousness. How do we do that? By loving God and our neighbor as ourselves. We must love ourselves because if we can’t, how can anyone love us? Saint Peter gives us good advice as he says: “Cast all your anxiety on him because he cares for you.” God loves us with all his heart, all his soul and all his mind. The roaring lion does not want us to know that. It feeds of the lie it constantly tells us that we are worthless. But it is a lie for nothing can stand in the way of God’s eternal love and grace for us. Let us remember that when we experience anxiety in ourselves or in those around us. We are flawed and far from perfect, but we are not worthless. We are loved. Glory to the Father, the Son, and the Holy Spirit. Amen.
15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð
Lexía 1.Móse 15. 1-6
Pistill: 1Pét 5.5-11
Guðspjall: Matt 6.24-34
First reading: Genesis 15. 1-6
Second Reading: 1Peter 5: 5-11
Gospel: Matthew 6: 24-34