Trú.is

Vertu nú hér minn kæri

„Vertu nú hér minn kæri“ kvað skáldið. Ég nefndi þessa konu hér í upphafi, henni fannst fokið í flest skjól í lífi sínu og hjartað hennar, þessi kjarni sálarinnar, svo tætt og kámugt. Hún hugleiddi þessa frásögn og hugur hennar nam staðar við stallinn lága, jötuna. Já, þarna lá Jesúbarnið og kallaði á hlýju okkar og umhyggju. Henni varð ljóst að jatan var í eins og hjartað, úfið og óhreint, en þar hafði frelsarinn tekið sér bólfestu. Hann gerði ekki kröfur um fullkomnun. Nei, hann tók sér stöðu með þeim sjálf höfðu verið utangarðs og útilokuð.
Predikun

Stjarna og englar

Jólin fjalla meðal annars um stjörnu og englaher. Þar tala þau inn í hjarta okkar, þótt við sjálf höfum ef til vill aðrar hugmyndir um himintunglin og himneska sendiboða. Þau höfða til sömu þátta sálarinnar og listin gerir enda hafa allar greinar hennar gert þeim rækileg skil. Þau miðla til okkar sannleika sem stendur algjörlega fyrir sínu þótt hann sé ekki af sama toga og upptalningar á staðreyndum. Þau minna okkur á gildi þess að hafa leiðarljós í lífinu og að miðla áfram af því góða sem við eigum í hjartanu og trúum á.
Predikun

Prédikun nýjársdag 2024

Jesús Kristur. Með þér viljum við byrja þetta nýja ár og taka á móti því sem það færir okkur af gleði og af sorgum.
Predikun

Hinir djúpu og himnesku glitþræðir

Glitþræðirnir ljóma þegar kærleikurinn er ræktaður og tengslin sem gera lífið fagurt, þegar við hlúum hvert að öðru, gefum öðrum gaum, gefum af okkur, ekki bara eitthvað sem rúmast í kassa, heldur einnig það sem ekki er hægt að pakka inn.
Predikun

Orð og gerðir

Guð skapar með Orði sínu; með því að tala. Er þá nokkuð svo fráleitt að segja, að Guð yrki heiminn? Heimurinn sé hans ljóð?
Predikun

Kveðjur

Svona geta kveðjurnar sagt mikið um þau sem þær flytja. Og „gleðileg jól“ hvað merkir það? Þessi kveðja heyrist víða þessa dagana. Tímabundið tekur hún yfir þessar hefðbundnu sem við segjum oftar en ekki í hugsunarleysi vanans: „Hvernig hefurðu það?“; „er ekki allt gott?“ og svo auðvitað þessi: „Er ekki alltaf nóg að gera?“
Predikun

Guð, sem ert ljós í myrkri. Þetta er dagurinn sem þú hefur gjört.

Guð, sem ert ljós í myrkri. Þetta er dagurinn sem þú hefur gjört. Dagur hinnar miklu gleði. Þú kemur á móti okkur þegar við þreifum okkur áfram í myrkrinu og leiðir okkur til Jesú Krists sem er fagnaðarboði þessa heims og ljós huggunarinnar fyrir augum okkar að eilífu. Amen.
Predikun

Gleðilega jólahátíð kæru landsmenn.

Í desember var marga daga og víða um land sem himininn væri skreyttur í anda jólanna. Sólin sem var lágt á lofti sýndi litbrigði himinsins í vetrarstillunni þegar rökkva tók eða birta tók af degi.
Predikun

Að vera öðrum blessun

Sá ættbálkur fékk það hlutverk að vera öðrum blessun. Vera öðrum, þ.e.a.s. þeim sem fyrir utan ættbálkinn stóðu, til gæfu. Þetta var gríðarlega róttæk hugmynd, svo róttæk að hún breytti heiminum.
Predikun

Fagnaðarerindið opinberast í lífi okkar hér og nú

Hvatning Markúsar er að við meðtökum fagnaðarerindið inn í líf okkar hér og nú, og lifum okkar lífi á þann máta að það sé vitnisburður um kærleika Guðs til mannanna.
Predikun

Friðarkonungurinn

Í 2022 ár hefur fæðingarfrásagan um Jesú verið rifjuð upp. Atburðurinn markaði slík spor í Vestrænu samfélagi og víðar, að frá fæðingu Jesú teljum við árin. Það eru s.s. 2022 ár frá fæðingu hans. En hvernig var það fyrir fæðingu Jesú? Þekkir þú það?
Predikun

Viðmiðið stóra

Við lifum á þessum árum eftir Krist. Nær öll saga mannkyns er auðvitað fyrir Krist – það er þetta merkilega niðurtal sem lifendur á hverjum þeim tíma voru auðvitað grunlausir um að ætti sér stað. Stórmenni og heimssögulegir viðburðir eiga sinn stað á skeiði sem metið er áður en atburðirnir gerðust sem við lesum um hér.
Predikun