Trú.is

Talnalásinn, 17 - 4 - 22

Það þýddi ekki að reyna neitt annað, ef ég vildi komast í gögnin, upplýsingarnar, bækurnar og þekkinguna, þá var það þessi talnaruna, sem þurfti til að skápurinn opnaðist.
Predikun

Sólin er ekki til sýnis

Þótt þessi glóandi stjarna geri jarðlífið mögulegt, þola viðkvæm augu okkar ekki að líta hana. Við þurfum að láta okkur nægja óbeina birtuna, hvort heldur er í upplýstri náttúru, á ljósmynd nú eða í gegnum einhvers konar fílter. Sólin er ekki til sýnis, getum við sagt.
Predikun

Að seinka umbuninni

Í upphafi föstutímans horfum við til páska, en um leið, horfum við inná við. Leitumst við að dýpka okkar andlega innri mann, leyfum Jesú og upprisunni að taka sér bólfestu í lífi okkar. Getur verið að það sé einhver leyndardómur fólginn í föstunni? Önnur leið til að nálgast föstuna er að líta svo á að við séum að "seinka umbuninni". Við seinkum umbuninni þar til við höfum lagt eitthvað ákveðið að mörkum. Með biðinni veitist okkur eitthvað dýpra, meira, eitthvað sem við myndum annars ekki öðlast.
Predikun

Ljósastika Krists og ábyrgðin sem henni fylgir

Við getum ekki falið okkur eða gjörðir okkar því að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er ekkert sem verður eigi opinberað af ljósinu sem er Jesús Kristur. Jesús sér okkur, þekkir okkur og hvað er í hjartanu okkar. En valið er í okkar höndum.
Predikun

Af hverju trúir þú á Guð?

Fólk spyr oft: „Af hverju trúir þú á Guð? Af hverju trúir þú á Jesú? Svo þurfum við að réttlæta trú okkar. Ég hef fengið þessar spurningar oft og mörgum sinnum, bæði þegar ég var í guðfræði og eftir að ég vígðist til prests hér í Vík. Ég trúi vegna þess að ég er fullviss um að eitthvað stórkostlegt hafi átt sér stað fyrir um 2000 árum síðan. Ég trúi að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. Án upprisunnar værum við ekki hér saman komin. Án hennar væri engin kirkja og engin trú.
Predikun

Hið blíða varir lengi

,,Það bága varir oft stutta stund en hið blíða lengi."
Predikun

Kvikusvæði kristninnar

Það hefur nefnilega sýnt sig hversu vandasamt það er að byggja upp valdakerfi á grundvelli þess boðskapar sem Jesús flutti. Þar má taka kunnuglega líkingu af því þegar byggð er reist á flekamótum jarðskorpunnar – sprungusvæði. Jú, hrammur valdsins er samur við sig og sú hugsun hefur meðal annars mengað einstaka rit í Biblíunni. En undir yfirborðinu leynist sú kvika sem getur svo stigið upp með miklum látum og breytt gangi sögunnar.
Predikun

Listaverkið

Viðbrögð Jesú við hneykslunarorðum nærstaddra getum við með sama hætti tekið lengra og spurt: Hvers virði er samfélag sem gaukar ölmusu að fátækum en tekur ekki á grunnatriðum í skiptingu auðs og verðmæta? Er hún ekki ein birtingarmynd þess böls sem hvílir á heiminum? Það er sístætt verkefni okkar að vinna gegn henni. Í þeim efnum þarf líka að spyrja stórra spurninga, ögra ríkjandi gildum, setja fram staðhæfingar sem framkalla hneykslunarsvip á fólki.
Predikun

Trítlandi tár

Að hætti postulans Jóhannesar í pistli dagsins þá tók Tómas vitnisburð lærisveinanna gildan um að Jesú væri upprisinn en vitnisburður Guðs í Jesú Kristi reyndist honum meiri sem leyfði honum að kanna sáramerki sín.
Predikun

Gagnrýnin hugsun í fyrirrúmi hjá lærisveininum Tómasi

Gagnrýnin hugsun er hluti af trúarlífinu, það vissi Tómas lærisveinn. Stundum er það svo að við þurfum að fá að reyna hlutina á okkar eigin skinni. Stundum er ekki nóg að læra af reynslu annarra. Stundum þurfum við að eiga reynsluna sjálf, til þess að einhver lærdómur eða viska sitji eftir hjá okkur og hafi áhrif á líf okkar.
Predikun

Beinin í dalnum

Að tæma sig á þennan hátt er ekki vegferðin að einhverju öðru marki, heldur markið sjálft. Þar opinberast kærleikurinn að fullu.
Predikun

Að gera allt vitlaust

Og upprisuhátíð kristinna manna átti sannarlega eftir að gera allt vitlaust. Krossinn er ekki hinn algeri ósigur. Dauðinn er ekki lengur inn endanlegi dómur. Dauðinn dó en lífið lifði. Kristur eru upprisinn.
Predikun