Förin í eilífar tjaldbúðir (Journey to Eternal dwellings)
Í sögunni eru engar fyrirmyndir. Við höfum ríkann mann sem þjónaði mammón, óheiðarlegan ráðsmann og fólk sem var skuldugt upp fyrir haus. Hvað er Jesús að reyna að kenna með sögunni? Til að skilja söguna betur þurfum við að skoða hvað Jesús segir um fjársjóðinn okkar í fjallræðunni: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ Sjáið að hér gerir Jesús samanburð á veraldlegum auðæfum og þeim sem eru á himnum. Í dæmisögunni talar hann líka um að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.
English
In the story, there are no role models. We have a rich man who served mammon, a dishonest manager, and people who were heavily in debt. What is Jesus trying to teach with this story? To better understand the story, we need to look at what Jesus says about our treasure in the Sermon on the Mount: "Do not store up for yourselves treasures on earth, where moths and rust destroy, and where thieves break in and steal. But store up for yourselves treasures in heaven, where neither moth nor rust destroy, and where thieves do not break in and steal. For where your treasure is, there your heart will be also." You see that here Jesus compares worldly riches with those in heaven. In the parable, he also says that the children of this world are more shrewd in dealing with their own generation than the children of light.
Árni Þór Þórsson
25.8.2025
25.8.2025
Predikun
Vald vonarinnar
Við, sem nú lifum, eigum hlutdeild í þessu trausti sem veitir von. Við þiggjum það sem okkur hefur verið miðlað fyrir uppbyggjandi áhrifavald kristinnar kirkju, hér í Reykholti sem annars staðar, við þiggjum vonina og göngum inn í það líf sem við erum kölluð til: Að miðla von inn í vonleysið, vongleði inn í örvæntinguna, að auka og efla traustið til Guðs í okkar nærumhverfi, því við erum elskuð og dýrmæt Guðs börn, öll sem eitt.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
27.7.2025
27.7.2025
Predikun
Samfylgd á jörðu sem og á himni
Jesús býður okkur samfylgd í gegnum allt hið þekkta, þ.e. það sem mætir okkur hér á jörðinni, en einnig í gegnum allt hið óþekkta, þess sem er handan mannlegrar reynslu, reynslu sem bíður okkur hugsanlega síðar. Þangað liggur einnig leið Jesú og hann býður okkur að slást með í för. Og með Jesú í för, þá þurfum við ekki að óttast, ekki heldur hið óþekkta.
Þorvaldur Víðisson
29.5.2025
29.5.2025
Predikun
Vonarrík framtíð
Heimurinn birtir okkur stundum andhverfu þessa. Ófriður er tíður, atburðir verða sem vekja okkur ótta og jafnvel viðbjóð, þar sem mannleg illska virðist svo botnlaus, börn eru drepin og fólki vísvitandi stefnt í hættu á hungurmorði. Kannski er það þess vegna sem textar Biblíunnar miðla von.
Þorvaldur Víðisson
25.5.2025
25.5.2025
Predikun
Talnalásinn, 17 - 4 - 22
Það þýddi ekki að reyna neitt annað, ef ég vildi komast í gögnin, upplýsingarnar, bækurnar og þekkinguna, þá var það þessi talnaruna, sem þurfti til að skápurinn opnaðist.
Þorvaldur Víðisson
11.5.2025
11.5.2025
Predikun
Tímamót
Slíkt gæti þá verið tímanna tákn þar sem auðmenn hafa sest á valdastól þjóða og almenningur sýnir, að því nýjar kannanir benda til, æ minni áhuga á málaflokkum á borð við vistvernd. Það endurspeglar hversu hverfult almenningsálitið er og einhvers staðar stendur að fólk verðskuldi það yfirvald sem það velur sér.
Skúli Sigurður Ólafsson
10.5.2025
10.5.2025
Predikun
Pirraðir verkamenn
Svo er það þriðji flokkurinn sem kann að vera áhugaverðastur – afsakið kaldhæðnina. En það eru þau sem á enskunni eru sögð vera actively disengaged, virkt áhugalaus gætum við kallað þau. Þetta eru 15% vinnuaflsins. Þessum þriðja flokki lýsa þau með því að hann leysi ekki vandamál, heldur búi þau til á vinnustaðnum. Það geri þau til dæmis með sífelldum aðfinnslum, neikvæðu umtali og reyni jafnvel að skaða reksturinn og starfsemina. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa til þess að á 100 manna vinnustað falla 15 manns í þann flokk.
Skúli Sigurður Ólafsson
15.2.2025
15.2.2025
Predikun
Augljós
Já, gluggar eru merkileg fyrirbæri. Þeir marka eins konar skil á milli innanrýmisins og umhverfisins. Og þeir eru fyrir augum okkar öllum stundum. Hversu margar vökustundir sólarhringsins mænum við jú á „skjáinn“. Rannsóknir sýna að þessi þunna, gagnsæja filma hefur mikil áhrif á það hvernig við komum fram hvert við annað, í umferðinni, í samskiptum á netinu. Það er eins og glugginn skapi fjarlægð, geri samskiptin ópersónulegri og eykur líkurnar á að við sýnum framkomu sem við myndum annars ekki bjóða fólki upp á, augliti til auglitis.
Skúli Sigurður Ólafsson
8.12.2024
8.12.2024
Predikun
Hundrað dagar
Eitt hundrað dagar. Hundrað dagar af hlátri og gráti, lasleika og lækningu, fæðingum og dauða, dansi, söng og hljóðum stundum, dálitlum skammti af nöldri og óþolinmæði en vonandi meira af umhyggju og uppbyggjandi samtölum og tengslum. Og alls konar næringu fyrir sál og líkama.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
22.9.2024
22.9.2024
Predikun
Þegar hauströkkrið hellist yfir
"Hafið þið einhverntímann velt því fyrir ykkur hvernig þið eruð á svipin þegar þið eruð að skoða eitthvað í símanum ykkar eða dagblaðinu? Flest erum við sennilega frekar ómeðvituð um svipbrigði okkar á þeirri stundu – enda er einbeiting okkar þá á öðru. Það hefur hins vegar verið rannsakað að svipbrigði okkar geta haft mikil áhrif á okkar innri líðan. Ef við ákveðum að vera glaðleg á svipinn og lyftum munnvikjunum örlítið upp, í stað þess að leyfa þeim að síga niður, þá plötum við heilann víst og hann heldur að við séum glöð og í góðu skapi. Og um leið og við lyftum munnvikjunum örlítið erum við einnig að miðla gleðinni, ljósinu og voninni og þannig erum við líka betur í stakk búin til að mæta því óvænta af öryggi."
Jónína Ólafsdóttir
29.9.2024
29.9.2024
Predikun
Af hverju trúir þú á Guð?
Fólk spyr oft: „Af hverju trúir þú á Guð? Af hverju trúir þú á Jesú? Svo þurfum við að réttlæta trú okkar. Ég hef fengið þessar spurningar oft og mörgum sinnum, bæði þegar ég var í guðfræði og eftir að ég vígðist til prests hér í Vík. Ég trúi vegna þess að ég er fullviss um að eitthvað stórkostlegt hafi átt sér stað fyrir um 2000 árum síðan. Ég trúi að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. Án upprisunnar værum við ekki hér saman komin. Án hennar væri engin kirkja og engin trú.
Árni Þór Þórsson
1.4.2024
1.4.2024
Predikun
Úlfur, úlfur
Í nýútgefnu lagi, er sungið og rappað um djöfulinn sem vill bita af höfundum. Hann verður táknmynd fyrir það sem nagar okkur að innan og gefur engin grið. Dimmur veturinn hefur leikið sálina grátt og manneskjan sér ekki til sólar. Þetta ástand orða listamennirnir á þennan hátt. Ég hefði getað sparað mér áhyggjurnar af því að kölski væri horfinn út af kortinu. En merkilegt nokk þá gegnir hann sama hlutverki í þessu fallega lagi og í orðum Hólabiskups á 17. öld og vitanlega einnig í textum Biblíunnar: Hann verður táknmynd fyrir það sem sligar okkur, röddin innra með okkur sem dregur úr okkur máttinn, sér hættur við hvert fótmál – já hrópar í sífellu: „úlfur, úlfur!“
Skúli Sigurður Ólafsson
18.2.2024
18.2.2024
Predikun
Færslur samtals: 55