Trú.is

Kornfórnin og kærleikurinn

Þarna má hins vegar merkja ákveðna þróun mannkyns, kannski þroska mannsins í samskiptum sínum við hina huldu krafta tilverunnar, í samskiptum sínum við Guð.
Predikun

Trítlandi tár

Að hætti postulans Jóhannesar í pistli dagsins þá tók Tómas vitnisburð lærisveinanna gildan um að Jesú væri upprisinn en vitnisburður Guðs í Jesú Kristi reyndist honum meiri sem leyfði honum að kanna sáramerki sín.
Predikun

Beinin í dalnum

Að tæma sig á þennan hátt er ekki vegferðin að einhverju öðru marki, heldur markið sjálft. Þar opinberast kærleikurinn að fullu.
Predikun

Dýrð Guðs í upphæðum er einnig á jörðu.

Ef frumtexti guðspjallsins er brotinn til mergjar og við hættum að líta á englakórinn sem klappstýrur Guðs en rifjum upp, að hlutverk englanna er að bera okkur skilaboð frá Drottni; þá kemur aðeins annar vinkill á boðskap þeirra: sem er: Dýrð Guðs í upphæðum er einnig á jörðu.
Predikun

Með heimsendi á heilanum

Heimsendir þarf þó ekki endilega að merkja það að veröldin sem slík líði öll undir lok. Hann getur verið endir á einu skeiði, heimsmynd, jafnvel hugmyndaheimi þar sem ákveðnir þættir voru teknir gildir og forsendur sem áður höfðu legið til grundavallar þekkingu og afstöðu, viku fyrir öðrum forsendum.
Predikun

Dauðasvefninn

Í einni frægustu ræðu bókmenntanna spyr danski prinsinn Hamlet sig að slíku: „Því hvaða draumar dauðasvefnsins vitja þá holdins fjötrafargi er af oss létt?“
Predikun

Að kveðja hefur sinn tíma

Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að kveðja hefur sinn tíma, að kveðja söfnuðinn hefur sinn tíma. Að heilsa öðrum söfnuði hefur líka sinn tíma en nú þjóna ég tímabundið í Hafnarfjarðarkirkju í hálfu starfi.
Predikun

Regnboginn rúmar allt

Guð er ekki siðvenjur eða sagnfræði. Guð er ekki hörmungarhyggja eða hinseginfóbía. Guð er andi, Guð er gleði, Guð er líf. Á einhvern leyndardómsfullan og undursamlegan hátt sameinar Guð hvort tveggja, ljósið og myrkið, hörmungarnar og gleðina og gefur okkur regnbogann sem tákn um það, lífsins vatn og lífsins ljós, hvort tveggja hluti af heild, allt hluti af þeirri heild sem lífið er.
Predikun

Í baráttunni

„Ég held að ég tali fyrir munn flestra, að í daglegu lífi hugsum við lítið um óvininn, Satan, og setjum hann ekki í samband við daglegt líf okkar…. Í guðspjalli dagsins segir frá viðbrögðum lærisveinanna. Svo koma þeir blaðskellandi og í skýjunum yfir því sem þeir fengu að upplifa…. Kristin trú gerir ráð fyrir því að Guð sé skapari alls. Þess vegna gerir trúin ekki ráð fyrir, að hið illa hafi jafnt vald og Guð. Illskan er hluti af hinni föllnu veröld og Guð hefur sett illskunni mörk. Þegar Jesús segist hafa séð Satan hrapa af himni sem eldingu, er hann að vísa til þeirra hugmynda, að vald Satans sé ekki meira en eins af föllnu englunum…. Hreykjum okkur ekki upp og treystum ekki eigin kröftum í baráttunni við lesti og hugarangur. Verum frekar auðmjúk og játum þörf okkar. Við vitum að þrátt fyrir ófullkomleika eru í okkur öll þau góðu gildi og dyggðir, sem við eigum að byggja á, þroska og æfa. Gerum það með hjálp Heilags anda í bæn og af auðmýkt. En umfram allt gerum við það með Jesú okkur við hönd.“
Predikun

Hvað verður um mig?

Mörg erum við svo lánsöm að eiga vini eða fjölskyldu að leita til. Fagfólk á sviði virkrar hlustunar, svo sem sálfræðingar og prestar, geta líka ljáð eyra þegar á reynir. Trúað fólk á sér þar að auki ómetanlega hjálp í traustinu til Guðs, að Guð muni endurnýja lífið.
Predikun

Kyrrðarstund á kyndilmessu

Hvar erum við stödd einmitt núna, á kyndilmessu 2021? Hvernig er vetrarforðinn okkar? Höfum við gengið á birgðirnar innra með okkur?
Pistill

Hafðu næga olíu á lampanum þínum

Vers vikunnar er úr öðru Korintubréfi og segir: „Því að öllum ber okkur að birtast fyrir dómstóli Krists“ (2Kor 5.10a) Enginn veit hvenær það verður og þess vegna er það svo mikilvægt fyrir hvern og einn að vera viðbúinn og hafa næga olíu á lampanum sínum.
Predikun