Trú.is

Vald vonarinnar

Við, sem nú lifum, eigum hlutdeild í þessu trausti sem veitir von. Við þiggjum það sem okkur hefur verið miðlað fyrir uppbyggjandi áhrifavald kristinnar kirkju, hér í Reykholti sem annars staðar, við þiggjum vonina og göngum inn í það líf sem við erum kölluð til: Að miðla von inn í vonleysið, vongleði inn í örvæntinguna, að auka og efla traustið til Guðs í okkar nærumhverfi, því við erum elskuð og dýrmæt Guðs börn, öll sem eitt.
Predikun

Alla daga

Trúin segir: Þú mátt þora að lifa því þú ert ekki ein(n). Þú mátt þora að finna til því tilfinningar þínar eru ekki óvinir þínir, heldur hluti af því að vera heilbrigð manneskja!
Predikun

Í alltof síðum kjól

Þetta hafði ég ætlað að segja við skírnina en litli fjörkálfurinn hljóp um allt í síða kjólnum sínum. Eins og við bendum fermingarbörnum á, er slíkur fatnaður óvenjulegur einkum fyrir þá sök hversu síður hann er. Skýringin liggur í því að með þessu erum við að undirstrika að einstaklingurinn á eftir að vaxa í það hlutverk sem skírninni fylgir. Þótt ungabarnið viti fátt og kunni lítið, erum við með þessu að minna okkur á að eftir því sem hann þroskast að visku og náð hefur hann meira frelsi, meiri ábyrgð og þar með er mikilvægara að miðla honum af boðskap Jesú Krists um kærleika, fyrirgefningu og umburðarlyndi.
Predikun

Það liggur í augum uppi

Já, fjórði júlí var runninn upp og ég fór að rifja upp mannkynssöguna úr menntaskóla. Það var einmitt lóðið, 1776 undirrituðu þessir frumkvöðlar lýðræðis, sjálfstæðisyfirlýsingu nýfrjálsrar þjóðar.
Predikun

Undir lögmáli náðar

Það má segja að fjallræðan hafi verið stefnuræða þ.e.a.s. boð um breytingar. Stutta útskýringin fyrir komu Jesú.. er, að hann hafi komið og endurnýjað stjórnarskrá himnaríkis.. en það krefst lengri útskýringar að segja.. af hverju hann þurfti að uppfylla lögmálið.. Við verðum að hafa það hugfast að lögmálið var í fullu gildi á meðan Jesús lifði.. Hann fæddist gyðingur og til þess að uppfylla það.. varð hann að fara í einu og öllu eftir því.. Hvert smáatriði skyldi virt.
Predikun

Kvika

Við erum mótuð af þeim boðskap sem hér hefur verið ræddur. Þarna varð til sú ólgandi kvika sem átti eftir að brjótast upp á yfirborðið þegar undirokaðir hópar leituðu réttlætis. Þá sóttu þeir í þessa texta og gátu jafnvel með friðsamlegum hætti, samspili réttlætis, miskunnsemi og heiðarleikann opnað augu samfélagsins fyrir því sem aflaga fór.
Predikun

Þrælgott

Barnaþrælkun er svo enn einn þátturinn – en samkvæmt áreiðanlegum heimildum er mikið af sætindum í verslunum okkar sannkallað þrælgott. Það er framleitt af börnum sem þurfa að búa við ömurleg kjör.
Predikun

Hvað skiptir máli?

Þó við teljum okkur ekki lifa eftir uppskrift, þá er raunin sú að við lifum í ákveðnu munstri... gerum það sem okkur er tamt... það sem við erum alin upp við.
Predikun

Framtíðin í núinu

Guð kallar fólk úr framtíð. Þorum við eða viljum við bara bakka? Hver var afstaða Jesú Krists?
Predikun

Almannagæði

Það er alveg ljóst af vitnisburði Biblíunnar í heild og m.a. af ritningartextum dagsins í dag að það er Guðs vilji að allt fólk hafi aðgang að almannagæðum.
Predikun

Heillandi heimur Biblíunnar

Sannfæring þeirra sem stofnuðu Hið íslenska Biblíufélag var sú að útgáfa, útbreiðsla og notkun Biblíunnar væri þjóðinni til heilla og þeirri sannfæringu deilir kirkjan. Ekkert rit á brýnna erindi til þjóðarinnar, í trúarlegu, menningarlegu og samfélagslegu tilliti en Biblían og ekkert markmið er göfugra en að greiða veg hennar á Íslandi.
Predikun

Í tilefni af 200 ára afmælis Biblíufélagsins

Í ræðunni var minnst 200 ára afmælis Biblíufélagsins, sunnudaginn eftir afmælið 10. júlí 2015. Rakin nokkur sögubrot að norðan og um víða veröld um biblíuhreyfinguna fyrir 200 árum og þýðingu hennar fyrir kirkju og samfélag. Textinn sem fluttur var fyrir prédikun var samtal Jesú og samversku konunnar í Jóh. 4. Guð gefi að Biblíufélagið hér á landi og annars staðar megi starfa að því um ókomin ár (að útbreiða orðið) og vil ég nota tækifærið og hvetja allt kristið fólk að gerast meðlimir í því og styðja það í sínu stóra verkefni að allar þjóðir fái Guðs orð á eigin tungumáli.
Predikun