Förin í eilífar tjaldbúðir (Journey to Eternal dwellings)
Í sögunni eru engar fyrirmyndir. Við höfum ríkann mann sem þjónaði mammón, óheiðarlegan ráðsmann og fólk sem var skuldugt upp fyrir haus. Hvað er Jesús að reyna að kenna með sögunni? Til að skilja söguna betur þurfum við að skoða hvað Jesús segir um fjársjóðinn okkar í fjallræðunni: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ Sjáið að hér gerir Jesús samanburð á veraldlegum auðæfum og þeim sem eru á himnum. Í dæmisögunni talar hann líka um að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.
English
In the story, there are no role models. We have a rich man who served mammon, a dishonest manager, and people who were heavily in debt. What is Jesus trying to teach with this story? To better understand the story, we need to look at what Jesus says about our treasure in the Sermon on the Mount: "Do not store up for yourselves treasures on earth, where moths and rust destroy, and where thieves break in and steal. But store up for yourselves treasures in heaven, where neither moth nor rust destroy, and where thieves do not break in and steal. For where your treasure is, there your heart will be also." You see that here Jesus compares worldly riches with those in heaven. In the parable, he also says that the children of this world are more shrewd in dealing with their own generation than the children of light.
Árni Þór Þórsson
25.8.2025
25.8.2025
Predikun
Ráðsmaður og þjónn
Það er sjálfsagt út frá þessum grunni sem Jesús notar orðið „ráðsmaður“ og ,,þjónn“ um þann sem getur haft örlög fólks í hendi sér. Orðið kallar fram mynd í huga mínum af þekktri persónu af hvíta tjaldinu sem sjálfur Anthony Hopkins lék af stakri snilld hér forðum í Dreggjum dagsins. Aðalsmerki ráðsmanns er ekki fyrirgangur og duttlungar, heldur þvert á móti ábyrgðin sem hann gegnir og henni fylgir sannarlega ríkuleg auðmýkt gagnvart því verkefni sem honum er falið að sinna.
Skúli Sigurður Ólafsson
6.8.2023
6.8.2023
Predikun
Traustsins verð
Okkar köllun er að vera trúföst, heiðarleg og gera okkar besta hvar svo sem við erum stödd í lífinu. Í því felst líka að vera réttlát og réttsýn, í stóru sem smáu; að safna ekki eignum á kostnað þjáningar annarra, heldur leyfa kærleika Guðs að vera í fyrsta sæti og móta allt líf okkar.

Þorgeir Arason
1.8.2021
1.8.2021
Predikun
Predikun á Reykholtshátíð, 9. sd. e. Trin 2018
“Gjörið yður vini með mammón ranglætisins, til þess að þeir, þegar allt um þrýtur, taki við yður í hinar eilífu tjaldbúðir”, segir Jesús í texta dagsins. Mammón vísar til fjegirndar og fánýtis og er hjer að auki auðkenndur með sjerstakri tilvísun til ranglætis. Hinar eilífu tjaldbúðir standa fyrir Guðsríkið, ríki himnanna; hugsjónina um endurleyst mannlíf rjettlætis og kærleika.
Geir G Waage
29.7.2018
29.7.2018
Predikun
Lof heimskunnar - Ræða sem ég þorði ekki að flytja um hættulega bók
Eftir lestur á bók Erasmusar Lof heimskunnar skrifaði ég þessa ræðu án þess að hika, smálagfæringar eftir á, en hún passaði ekki sem hugvekja í Taizé messu. Eða þorði ég ekki að flytja hana, þess vegna birti ég hana hér, til að ögra mér og þeim sem leggur í það að lesa ræðuna.
Guðmundur Guðmundsson
28.8.2017
28.8.2017
Predikun
Siðbót í samtíð
Nú þurfum við siðbót í samtíð. Við verðum að geta sagt að þjóðfélagið okkar byggi enn á kristnum kærleiksboðskap. Ef við getum sagt það, þá hefur orðið siðbót í samtíð. Minnum hvert annað á gullnu regluna um að sýna öðrum það sem við viljum að okkur sé sýnt. Berum virðingu fyrir mannslífi stóru sem smáu og stöndum saman um að efla kirkjuna í heimabyggð okkar.
Solveig Lára Guðmundsdóttir
13.8.2017
13.8.2017
Predikun
Eilífðarlindin undir ásnum
Í gegnum hjarta hennar nær hann sömuleiðis til fólksins í heimabæ hennar, við þessa tengslamyndun verður til hjálpræði, svona skal kirkjan virka í gegnum tengsl, án fordóma, full af viðurkenningu. Í persónulegri nálgun, samtali, þjónustu, þá lærum við að þekkja sögu hver annars og sýnum þannig hvert öðru frekari skilning.
Bolli Pétur Bollason
5.8.2015
5.8.2015
Predikun
Guð samkvæmt endurskoðuðu útgáfunni af Biblíunni
Skopteiknarinn Halldór Baldursson hitti naglann á höfuðið í vikunni þegar hann teiknaði mynd af Guði sem félagsráðgjafa með bros á vör sem bíður fram aðstoð sína. Eins og góðum skopteikningum sæmir er teikningin margræð og er líklega ætlað að vera skot á frjálslynda presta sem nútímavæða guðsmynd kristindómsins.
Sigurvin Lárus Jónsson
2.8.2015
2.8.2015
Predikun
Prédikun í Austurdal
Jafnvel þó að gamla sóknarkirkjan standi ein eftir, og sóknin eydd, þá vitnar hún samt um þann Guð sem kallar okkur til fylgdar við sig og er okkur ávallt og alls staðar nálægur. - Ávallt með í för.
Gísli Gunnarsson
2.8.2015
2.8.2015
Predikun
Forstjórar og framkvæmdastjórar athugi
Fylgist vel með hinum undirförlu. Verið það sem þau eru ekki, gerið ekki það sem þau gera! Örsagan er svo tvíræð að fólk vissi ekki hvort það eigi að hlægja eða ekki.
Sigurður Árni Þórðarson
19.8.2014
19.8.2014
Predikun
Gangur og gróandi mannlífsins
Og þá því fremur þegar það fréttist að Ríkisútvarpið, þjóðarmiðillinn, brjóstvörn menningar og gróandi mannlífs í landinu, ætli að hressa upp á dagskrá sína með því að leggja niður fáein bænarorð kvölds og morgna. Skýringar útvarpsmanna á því hvernig útvarpið muni batna við brottfall bænalesturs skil ég ekki.
Hjálmar Jónsson
17.8.2014
17.8.2014
Predikun
Framtakssemi frændanna
Það er von, að nöfn þeirra frænda Guðbrands og Hallgríms séu í heiðri höfð. Báðir áttu sér bjargfastan trúargrundvöll og einskæra löngun til þess að miðla honum, öðrum til blessunar. Hvorugir létu undan ytra áreiti. Báðir skynjuðu þau miklu verðmæti, sem kristindómurinn geymir og þörfina á, að halda boðuninni til haga. Stuðla þannig að heill fólks, við oft erfiðar og hörmulegar aðstæður og fleyta því yfir boða og brimskafla lífsins.
Davíð Baldursson
17.8.2014
17.8.2014
Predikun
Færslur samtals: 34