Trú.is

Enginn hroki er í elskunni

Spekingar og hyggindamenn eru líklega samnefnarar yfir okkur manneskjurnar þegar við teljum okkur vita allt, þegar við teljum okkur hafa rétt fyrir okkur, þegar við teljum okkur hafa höndlað sannleikann. Elskan og hrokinn fara nefnilega illa saman.
Predikun

Hafðu næga olíu á lampanum þínum

Vers vikunnar er úr öðru Korintubréfi og segir: „Því að öllum ber okkur að birtast fyrir dómstóli Krists“ (2Kor 5.10a) Enginn veit hvenær það verður og þess vegna er það svo mikilvægt fyrir hvern og einn að vera viðbúinn og hafa næga olíu á lampanum sínum.
Predikun

A man sent back from the future

The church year will begin again soon. The new year in the church calendar begins from the 2nd of December this time. So, the next Sunday will be the last Sunday of the church calendar 2018.
Predikun

Veröld sem var

Í bók sinni, Veröld sem var, segir rithöfundurinn Stefan Zweig frá því þegar hann varð vitni að því þar sem Karl síðasti keisari habsborgaraættarinnar settist upp í lest á leið sinni til Sviss.
Predikun

Dómsdagur sem hefur hátt

Yfirskriftina að þessari herferð hefði Lykla-Pétur hæglega getað notað á lýsingu sinni á Degi Drottins: „Höfum hátt.”
Predikun

Gleðisöngur á glerhafi

Engar sögur Eitt af því sem merk erlend fræðikona á sviði guðfræði og prédikunarfræða sagði við okkur á námskeiði hér í haust, var að við skyldum ekki segja sögur. En það er eitt af því sem margir prestar einmitt gera oft, að segja sögur úr eigin lífi eða annars staðar frá, sem þeim finnst geti varpað […]
Predikun

orð eða Orð

Sögur og ljóð geta nefnilega frelsað okkur frá því að þurfa að túlka allt bókstaflega. Sögur og ljóð hafa þann eiginleika að geta víkkað út hjartað okkar og opnað sálina, jafnvel upp á gátt.
Predikun

Óðurinn til hvíldarinnar

Gömul bréf eru auðlind, viðfangsefni sagnfræðinga sem fá með þeim dýrmæta innsýn í horfinn hugarheim. Ofgnótt dagsins skilur ekkert slíkt eftir. Það er helst að ómennskur hugbúnaður fari í gegnum þessi býsn sem frá okkur streyma í tölvuheimi til að kortleggja hvernig megi stjórna því hvað við kaupum, hvert við förum og hvað við kjósum.
Predikun

Aldrei aftur París

Við þurfum hugrekki til að ræða trú og sið, menningu og ómenningu opinskátt og í almannarými samfélagsins. Við þurfum að ræða málin í skólum, fjölmiðlum, samfélagsmiðlunum og í almenningnum. Við megum gjarnan vera eins og Jesús Kristur og horfa á alla með augum ástarinnar, með hlýju en fullkomnu raunsæi og einbeittri skynsemi.
Predikun

Að reiðast rétt

Við skulum með sama hætti ganga fram í bæn og góðu fordæmi fyrir bættum heimi. Við skulum leita réttlætis og verja samfélag okkar fyrir ódæðisfólki. Og munum það í þeirri sístæðu viðleitni okkar, að allar góðar dáðir hefjast á sama stað: Í hjarta hvers og eins okkar. Þar sem við þeytumst um í endaleysum tíma og rúms býr engu að síður í okkur það afl sem kærleikurinn er. Vel má vera að hann eigi sér enga hliðstæðu í öllum alheiminum.
Predikun

Að endurnýja traustið

Við horfum fram til þess tíma þegar „öll jörðin nýtur hvíldar og friðar, fagnaðaróp kveða við“ svo að enn sé vitnað í Jesaja (14.7). Sá tími er augljóslega ekki runninn upp. Hryðjuverkin í Beirút á fimmtudag og í París á föstudagskvöld eru hræðileg áminning um það. Við finnum til og neyðumst til að horfast í augu við hvað jarðneskur veruleiki, lífið okkar hér og nú, er viðkvæmt.
Predikun

Án kirkjunnar væri íslenskan glötuð

Eitt af því sem ógnar stöðu íslenskunnar í samtímanum er feimni við trúararf okkar í skólakerfinu og á ég þar ekki við trúboð, heldur uppfræðslu um kristindóm, kirkju og trúarlegt myndmál. Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi er nær ólæs á hinn biblíulega arf og skilur jafnvel ekki einfaldar trúarlegar vísanir í bókmenntum.
Predikun