"Kristin gildi"?
Þess vegna er líka nauðsynlegt að allar kirkjudeildir sem byggja trú sína og boðun á skynsamlegum og hófsömum ritningarskilningi – og það á við um flestallar mótmælendakirkjur í Norður-Evrópu – láti nú í sér heyra og mótmæli harðlega þeirri aðför gegn mannréttindum sem nú á sér stað í Bandaríkjunum undir yfirskini „kristinna gilda“, sem eru þó í raun aðeins gildi lítils hluta bandarísks samfélags, gildi sem byggja á þröngri bókstafstúlkun Biblíunnar en hafa fyrst og fremst þann tilgang að þröngva siðferðisviðmiðum viðkomandi þjóðfélagshóps upp á samfélagið allt með tilheyrandi kúgun og ofbeldi eins og einkennir allt alræði, ekki síst það sem skilgreina má sem guðræði. Og það sama má segja um skammarlegan stuðning patríarkans í Moskvu við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, sem er að hans viti sönnum kristindómi til varnar, að það er nauðsynlegt að aðrar kirkjudeildir haldi áfram á lofti gagnrýni á stefnu hans og þjónkun við stríðsherrann í Kreml.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
3.7.2022
3.7.2022
Predikun
Hundrað milljón helvíti.
Prestar kirkjunnar hafa ekkert vald yfir því hvað tekur við að þessu lífi loknu – en ef við ætlum að vera trú okkar köllun og okkar boðskap sem þjónar kristinnar kirkju þá megum við og eigum við að bregðast við þegar valdhafar í íslensku samfélagi dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar. Ef það kallar á sterk orð til að vekja fólk til umhugsunar – þá er það gott og blessað.
Sindri Geir Óskarsson
25.5.2022
25.5.2022
Pistill
Hvernig gat þetta gerst árið 2022
Það tekur bara andartak að hleypa af fyrsta skotinu og hefja átök. En það tekur langan tíma að koma á friði sem byggir á réttlæti og græða sárin sem af átökum hljótast. Þess vegna kalla þessar aðstæður á þrautsegju, ekki bara þeirra, heldur líka okkar í umhyggju og stuðningi. Og alveg sérstaklega skulum við muna að syngja hósanna áfram og sleppa krossfestingum.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
29.4.2022
29.4.2022
Predikun
Trítlandi tár
Að hætti postulans Jóhannesar í pistli dagsins þá tók Tómas vitnisburð lærisveinanna gildan um að Jesú væri upprisinn en vitnisburður Guðs í Jesú Kristi reyndist honum meiri sem leyfði honum að kanna sáramerki sín.
Sighvatur Karlsson
24.4.2022
24.4.2022
Predikun
Hvað var fullkomnað?
Í því ljósi virðast orðin „Það er fullkomnað“ enn fjarstæðukenndari. Hvað er fullkomið við þessa atburðarrás – er hún ekki einmitt lýsandi dæmi um brotinn heim, brotin samfélög og brotnar sálir?
Skúli Sigurður Ólafsson
16.4.2022
16.4.2022
Predikun
Hold og blóð
Hér er sagt frá fólki af holdi og blóði og sálarlíf þess er margslungið rétt eins og á við um okkur sjálf. Hluti okkar leitast við að byggja upp og svo er það annað sem rífur niður.
Skúli Sigurður Ólafsson
14.3.2022
14.3.2022
Predikun
Friðarórar í föllnum heimi
"sagan hefur einnig sýnt að til þess að ná markmiðum, sem virðast óyfirstíganleg, þá getur verið gagnlegt að setja sér jafnvel enn stærri markmið – eins mótsagnakennt og það hljómar – sem lýsa líkt og vonarstjarna á himni sem nærir von og trú mannsins á, að hið ómögulega sé mögulegt. Þannig fylgja draumórar Johns Lennon fullkomlega fyrirmynd spámannlegra draumsýna Gamla testamentisins sem sáu fyrir sér heim þar sem ríkti fullkominn friður – ekki aðeins manna í millum heldur einnig allra dýra sköpunarinnar"
Jón Ásgeir Sigurvinsson
6.3.2022
6.3.2022
Predikun
Að dæma til lífs
Dæmum okkur Guðs dómi sem er réttlátur dómur, dómur velvildar og kærleika. Okkur mistekst iðulega að velja veg lífsins en einnig þau mistök rúmar Guð í umhyggju sinni. Því gerum við okkar besta, einn dag í einu, eitt andartak í einu, að sýna samúð og umhyggju, eins og verðandi móðir ófæddu barni sínu sem hún gerir allt til að vernda og efla til lífs.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
27.6.2021
27.6.2021
Predikun
Að loka augunum - eða ljúka upp hjartanu?
Ódæðið í Ameríku vekur okkur til umhugsunar um hugarfar og afstöðu okkar eigin þjóðar og okkar sjálfra. Við viljum trúa því að við séum fordómalaust fólk sem mætum hverri manneskju eins og hún er, óháð því sem ef til vill gerir hana ólíka okkur sjálfum. En því miður hefur ýmislegt komið á daginn undanfarnar vikur sem ekki ber þjóðfélagi okkar fagurt vitni.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
14.6.2020
14.6.2020
Predikun
Vald í varnarleysi
Í dag verðum við vitni að því hvernig vald mannanna leiðir af sér klofning, ofbeldi og dauða. Í dag sjáum við hvernig vald Jesú færir lækningu, endurreisn, frelsi og líf. Í dag skynjum við valdið í valdaleysinu, heilindin sem felast í því að vera brotin og berskjölduð, styrk Guðs sem tæmir sjálfan sig krafti til að fylla okkur kærleika.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
19.4.2019
19.4.2019
Predikun
Færslur samtals: 10