Trú.is

Enginn hroki er í elskunni

Spekingar og hyggindamenn eru líklega samnefnarar yfir okkur manneskjurnar þegar við teljum okkur vita allt, þegar við teljum okkur hafa rétt fyrir okkur, þegar við teljum okkur hafa höndlað sannleikann. Elskan og hrokinn fara nefnilega illa saman.
Predikun

Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau

Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Predikun

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun

Samtal við illvirkja

Mitt í öllu því líkamlega, siðferðilega, pólitíska og tilvistarlega hruni sem krossfestingin lýsir – segir Lúkas sögu af tveimur illvirkjum. Já, hann færir út sjónarsviðið og Jesús er ekki einn þolandi þessarar grimmilegu refsingar. Af öllum þeim samskiptum sem hann hafði átt við fólk – áttu þessi eftir að verða hans síðustu, samtal við illvirkja.
Predikun

Davíð og Golíat

Mildi í samskiptum okkar hvert við annað. Mildi, þegar við lítum til náungans, metum, dæmum, hugsum og orðum. Mildin sprettur til dæmis fram þar sem við leggjum okkur fram um að setja okkur í annarra spor.
Predikun

Ekki vera Golíat

Sú kirkja sem átti eftir að kenna sig við nafn Jesú átti síðar eftir að öðlast yfirburðarstöðu í heiminum og hefur hana í einhverjum skilningi ennþá. Nýlenduveldin skreyttu sig með krossi Krists þegar þau lögðu að velli heilu þjóðirnar. Á tímum kalda stríðsins var kristin trú eitt af einkennum vesturlandanna andstætt kommúnismanum sem boðaði trúleysi. Og þegar múrar hrundu þá þótti mörgum ljóst að yfirburðir hins fyrrnefnda hefðu þar komið í ljós. Hún hefur löngum verið eins og tröll á velli og hefur undirstrikað það með glæsibyggingum og flóku kerfi embætta.
Predikun

Fórnir og hreinsunaraðferðir

Hér er eitthvað ófullkomið rétt eins og líkamarnir sem Arnar hefur fest upp á veggi safnaðarheimilisins. Og um leið er það vitundin um að allar manneskjur eru breyskar – ekki fullkomnar eins og steinstyttur sem ekki breytast - nema þegar hamrarnir mölva þær – heldur síbreytilegar. Já, fegurðin býr í hinu ófullkomna – það getur breyst til batnaðar, tekið stakkaskiptum, endurheimt það sem var brotið og bjagað.
Predikun

Hvað ætlast Guð til af þér?

Gera rétt, ástunda kærleika og framganga í lítillæti.
Predikun

"Kristin gildi"?

Þess vegna er líka nauðsynlegt að allar kirkjudeildir sem byggja trú sína og boðun á skynsamlegum og hófsömum ritningarskilningi – og það á við um flestallar mótmælendakirkjur í Norður-Evrópu – láti nú í sér heyra og mótmæli harðlega þeirri aðför gegn mannréttindum sem nú á sér stað í Bandaríkjunum undir yfirskini „kristinna gilda“, sem eru þó í raun aðeins gildi lítils hluta bandarísks samfélags, gildi sem byggja á þröngri bókstafstúlkun Biblíunnar en hafa fyrst og fremst þann tilgang að þröngva siðferðisviðmiðum viðkomandi þjóðfélagshóps upp á samfélagið allt með tilheyrandi kúgun og ofbeldi eins og einkennir allt alræði, ekki síst það sem skilgreina má sem guðræði. Og það sama má segja um skammarlegan stuðning patríarkans í Moskvu við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, sem er að hans viti sönnum kristindómi til varnar, að það er nauðsynlegt að aðrar kirkjudeildir haldi áfram á lofti gagnrýni á stefnu hans og þjónkun við stríðsherrann í Kreml.
Predikun

Hundrað milljón helvíti.

Prestar kirkjunnar hafa ekkert vald yfir því hvað tekur við að þessu lífi loknu – en ef við ætlum að vera trú okkar köllun og okkar boðskap sem þjónar kristinnar kirkju þá megum við og eigum við að bregðast við þegar valdhafar í íslensku samfélagi dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar. Ef það kallar á sterk orð til að vekja fólk til umhugsunar – þá er það gott og blessað.
Pistill

Hvernig gat þetta gerst árið 2022

Það tekur bara andartak að hleypa af fyrsta skotinu og hefja átök. En það tekur langan tíma að koma á friði sem byggir á réttlæti og græða sárin sem af átökum hljótast. Þess vegna kalla þessar aðstæður á þrautsegju, ekki bara þeirra, heldur líka okkar í umhyggju og stuðningi. Og alveg sérstaklega skulum við muna að syngja hósanna áfram og sleppa krossfestingum.
Predikun

Trítlandi tár

Að hætti postulans Jóhannesar í pistli dagsins þá tók Tómas vitnisburð lærisveinanna gildan um að Jesú væri upprisinn en vitnisburður Guðs í Jesú Kristi reyndist honum meiri sem leyfði honum að kanna sáramerki sín.
Predikun