Trú.is

Öllu er afmörkuð stund

Lykilorðin hér eru orðin: Guðs gjöf. Að skilningi hins spaka konungs ættu allir að hafa sömu möguleika til að njóta þeirra gjafa sem sköpun Guðs býður þeim að nýta sér en á sama tíma gagnrýnir hann þá hugmynd að maðurinn geti keypt sér hamingju með auðæfum sínum og hefur þá í huga sín eigin orð, sem hann vitnar til í undanfarandi kafla, þar sem hann lýsir því hvernig hann sjálfur byggði upp veldi sitt í Jerúsalem og varð mikill og meiri en allir sem á undan höfðu farið. Hann gleðst yfir því um tíma en sú gleði verður skammvinn og hann finnur enga raunverulega hamingju.
Predikun

Að vera öðrum til gæfu

Hugsa sér þennan tón, um hin mannlegu samskipti, í riti sem er um 2700 ára gamalt. Huga að hinum fátæku, huga að þeim sem eru útlendir í þínu landi. Tryggja að enginn svelti, tryggja að grunnþarfir allra séu tryggðar.
Predikun

Erfðasynd mannlegs samfélags

Höfundar Jobsbókar velkjast ekki í vafa um að ólán fólks hefur ekkert með guðlega refsingu að gera og samfélagið, sem ól af sér Gamla testamentið og nútímafólk myndi að flestu leyti álíta forneskjulegt, velktist ekki í vafa um að samfélaginu í heild og einstaklingunum, sem mynda það bæri að tryggja lífsviðurværi öryrkja, sem í Gamla testamentinu nefnast „ekkjur, munaðarleysingjar og fátæklingar“.
Predikun

"Við yfirgáfum okkar eigið og fylgdum þér"

Pólitísk orðræða og prédikun kirkjunnar hafa það kannski sameiginlegt að hvort tveggja byggist á hugsjónum eða því sem á erlendum málum er kallað ídeal, einhvers konar hugmynd um hið besta mögulega ástand á hverju sviði, og marga hefur dreymt um að koma á fót fyrirmyndarsamfélagi í hugmyndasögu mannsins. En sá sem prédikar og sá sem gefur kosningaloforðin kemst fljótt að því að hægara er um að tala en í að komast. Prédikarinn missir sig gjarnan í að verða siðapostuli og kosningaloforðin ganga, þegar öllu er á botninn hvolft, yfirleitt um að kynda undir æstum dansi lýðsins í kringum gullkálfinn.
Predikun

Prestastefna 2021 sett

Í dag er presta- og djáknastefnan sett með óvenjulegum hætti en ekki nýstárlegum því við erum orðin vön því að funda í gegnum fjarfundabúnað.
Pistill

Samráðsleysi, aftur í boði stjórnenda kirkjuþings

Væri ekki best að byrja á því að ræða saman, forseti kirkjuþings og biskup, auka samráð og skoða málin á upplýstan máta, áður en meingölluð skipuritsdrög eru tekin til umfjöllunar og afgreiðslu á kirkjuþingi?
Pistill

Skýrar og skýrar

Í þessum heimi eigum við í höggi við erfiða og grimma sjúkdóma. En Guð er miskunnsamur; sá Guð sem í Jesú Kristi gekk sjálfur inn í þjáningarnar okkar.
Predikun

Sigrún og skip hennar Skaftfellingur

Svo sem vel hefur komið fram á heimasíðu Þjóðkirkjunnar stendur nú yfir sýning á völdum verkum Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu í Seltjarnarkirkju í tilefni af aldarafmæli hennar 19. ágúst sl.
Pistill

Regnboginn rúmar allt

Guð er ekki siðvenjur eða sagnfræði. Guð er ekki hörmungarhyggja eða hinseginfóbía. Guð er andi, Guð er gleði, Guð er líf. Á einhvern leyndardómsfullan og undursamlegan hátt sameinar Guð hvort tveggja, ljósið og myrkið, hörmungarnar og gleðina og gefur okkur regnbogann sem tákn um það, lífsins vatn og lífsins ljós, hvort tveggja hluti af heild, allt hluti af þeirri heild sem lífið er.
Predikun

Traustsins verð

Okkar köllun er að vera trúföst, heiðarleg og gera okkar besta hvar svo sem við erum stödd í lífinu. Í því felst líka að vera réttlát og réttsýn, í stóru sem smáu; að safna ekki eignum á kostnað þjáningar annarra, heldur leyfa kærleika Guðs að vera í fyrsta sæti og móta allt líf okkar.
Predikun

Þrælgott

Barnaþrælkun er svo enn einn þátturinn – en samkvæmt áreiðanlegum heimildum er mikið af sætindum í verslunum okkar sannkallað þrælgott. Það er framleitt af börnum sem þurfa að búa við ömurleg kjör.
Predikun

Konur og peningar

Í ljósi stöðu kvenna í þeim heimi sem lýst er í Nýja testamenntinu má hiklaust segja að það merkilegasta við texta dagsins er í raun að konurnar skuli nefndar.
Predikun