Ekki vera Golíat
Sú kirkja sem átti eftir að kenna sig við nafn Jesú átti síðar eftir að öðlast yfirburðarstöðu í heiminum og hefur hana í einhverjum skilningi ennþá. Nýlenduveldin skreyttu sig með krossi Krists þegar þau lögðu að velli heilu þjóðirnar. Á tímum kalda stríðsins var kristin trú eitt af einkennum vesturlandanna andstætt kommúnismanum sem boðaði trúleysi. Og þegar múrar hrundu þá þótti mörgum ljóst að yfirburðir hins fyrrnefnda hefðu þar komið í ljós. Hún hefur löngum verið eins og tröll á velli og hefur undirstrikað það með glæsibyggingum og flóku kerfi embætta.
Skúli Sigurður Ólafsson
12.3.2023
12.3.2023
Predikun
Bartímeus, Melkísedek og fermingarbörnin
Biblían er í mínum huga eins og gimsteinn. Boðskapurinn er ómetanlegur og dýrmætur.
Kærleikurinn laðar jafnframt fram aðra mikilvæga eiginleika, eins og mildi í garð annarra. Við þurfum að rækta með okkur meiri mildi í samfélaginu, bæði í eigin garð og annarra, að mínu mati.
Þorvaldur Víðisson
5.3.2023
5.3.2023
Predikun
Fórnir og hreinsunaraðferðir
Hér er eitthvað ófullkomið rétt eins og líkamarnir sem Arnar hefur fest upp á veggi safnaðarheimilisins. Og um leið er það vitundin um að allar manneskjur eru breyskar – ekki fullkomnar eins og steinstyttur sem ekki breytast - nema þegar hamrarnir mölva þær – heldur síbreytilegar. Já, fegurðin býr í hinu ófullkomna – það getur breyst til batnaðar, tekið stakkaskiptum, endurheimt það sem var brotið og bjagað.
Skúli Sigurður Ólafsson
26.2.2023
26.2.2023
Predikun
Listin að fara sér hægar
Það eru einmitt þessi öfugsnúnu skilaboð sem ekki bara fastan færir okkur heldur kristindómurinn sem slíkur. Hún er öfugsnúin í merkingu hins veraldlega þar sem allt gengur út á hraða og yfirburði – en heilbrigðari og nátengdari mennskunni heldur en asinn og hávaðinn.
Skúli Sigurður Ólafsson
19.2.2023
19.2.2023
Predikun
Öllum jurtum meira?
Hvað er svona merkilegt við mustarðskorn? Er Guð kannski stöðugt að koma okkur á óvart?
Þorgeir Arason
12.2.2023
12.2.2023
Predikun
Öreigar og tjaldbúðargestir
Nú er tekist á um rétt Eflingarfólksins til að krefjast kjarabóta. Þar er þungur róður og stormur í fang. Þó hindra nú ekki eldgos, pestir eða óáran þau er «útgerðir» eiga í að fylla þar skip og hirslur allar af fé. Ferðamenn streyma til okkar fallega lands til að njóta hér einstakrar náttúru og gestrisni. Það eru fjármunir í fegurðinni! Það vita líka hinir erlendu sjóðir sem nú sækjast eftir að kaupa hér upp flest hótel og ferðaþjónustusvæði. Það vilja margir kaupa fjöllin og dalina til að selja öðrum þá guðsopinberun sem felst í að standa á tindi tilverunnar einhvers staðar úti í auðninni. Þannig á að gera út á fjöllinn líkt og fiskinn. Að þar verði allt eign fárra. Einhverskonar lokuð tjaldbúð sem aðeins fáir megi koma til, þessi fáu sem eiga næga peninga. Aðgengi að fjöllum má ekki selja eða takmarka.
Arnaldur Arnold Bárðarson
29.1.2023
29.1.2023
Predikun
Minningarkirkjan
Og Minningarkirkjan hefur eins og vegghleðslur Áslaugar, tvíbenta merkingu. Boðskapurinn hennar vísar ekki aðeins til vonsku heimsins. Rústirnar fela líka í sér von um að þrátt fyrir eyðingu og eld þá taki við tímar endurreisnar. Klukkurnar í kirkjuturninum þykja þær hljómfegurstu í borginni. Á þeirri stærstu er áletrun úr spádómsriti Jesaja: „Borgirnar yðar eru brenndar (Jes. 1.7). En hjálpræði mitt er ævarandi og réttlæti mitt líður ekki undir lok“ (Jes. 51.6).
Skúli Sigurður Ólafsson
5.2.2023
5.2.2023
Predikun
Málhalti leiðtoginn
Boðorðin eru yfirlýsing um siðferði, grunngildi sem ekki má stíga út fyrir. Í því umhverfi birtist leiðtoginn okkur hvað skýrast. Boðskapurinn sem við tökum með okkur er á þá leið að mannkostir, líkamsburðir, mælska og gáfur hafa lítið að segja ef markmiðið er ekki annað en að auka vægi leiðtogans sjálfs. Hinn málhalti stendur slíkum einstaklingum langtum framar ef orð hans og erindi eru grundvölluð á æðri gildum.
Skúli Sigurður Ólafsson
29.1.2023
29.1.2023
Predikun
Lítil eins og sinnepsfræ
Á þeim krossgötum talar Biblían til okkar. Hún miðlar okkur þeirri hugsun að trúin er í lykilhlutverki til að leiðbeina okkur eftir þeirri braut. Og gengur enn lengra. Hún greinir á milli þeirrar trúar sem er eigingjörn og skeytingarlaus um hag náungans og svo hinnar sem ber ríkulegan ávöxt í þjónustu okkar og köllun. Þótt sú síðarnefnda kunni að vera lítil eins og sinnepsfræ – þá er hún lifandi og þar skilur á milli.
Skúli Sigurður Ólafsson
23.1.2023
23.1.2023
Predikun
Trúin og mustarðskornið
Trúin er svolítið eins og ferðalag. Hún er eins og lítið frækorn, sem við berum í hjarta okkar í gegnum lífið. Og á leið okkar gegnum lífið þá tökumst við á við ýmsar trúarlegar spurningar. Hvað er mér ætlað í þessu lífi? Get ég treyst því að Guð sé til?
Magnús Erlingsson
22.1.2023
22.1.2023
Predikun
Alþjóðleg bænavika
Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu.
Agnes M. Sigurðardóttir
18.1.2023
18.1.2023
Predikun
Niður úr trénu
Hvað er kristin trú og til hvers leiðir hún? Trúin vekur með okkur vonir og hún styrkir siðferði okkar og eykur kærleika okkar til systra okkar og bræða, til samferðafólksins. Eitt megineinkenni kristinnar trúar er að hún sameinar fólk. Sá eða sú, sem frelsast og tekur kristna trú, hverfur ekki inn í sjálfa sig heldur frelsast á vit annarra. Kristin trú er samfélag, hún er samfélag okkar við Guð og við hvert annað.
Magnús Erlingsson
15.1.2023
15.1.2023
Predikun
Færslur samtals: 5900