Trú.is

Hvert fótmál lífsins

Verum vonglöð, góða fólk. Allt mun fara vel þó ýmislegt fjúki í ofviðri tímanna. Stefnum ótrauð að uppbyggingu lands og þjóðar. Treystum Drottni og gerum gott, þá munum við búa óhult í landinu.
Predikun

Biðjandi þjóð í vanda

Er það satt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs? Þetta fjórpróf endurspeglar vilja Guðs, sem er hið góða, fagra og fullkomna. Það er fögur þjónustuhugsjón sem liggur hér að baki. Og þetta er kristin trú í verki.
Predikun

Lykilorð pílagrímagöngunnar

Við erum alltaf að merkja okkur. Við merkjum okkur með bílum, fötum, húsum og ýmsu því sem getur sagt til um stöðu okkar og áhrif í samfélaginu. Og þetta er ósköp eðlilegt. Við viljum jú flest sýna að við séum eitthvað, að við skiptum máli...kannski að við séum ómissandi.
Predikun

Barn og steinn

Skírnarfontur úr steini er tákngripur, vísar út fyrir sig til annars og dýpri veruleika, minnir á steinþróna, sem Jesús var lagður í og líka að lífið spratt fram. Neskirkja fékk skírnarfont að gjöf og drengur gefenda var skírður. Margt er því til íhugunar.
Predikun

Þingvellir og þjóðarhagur

Jesús hryggist yfir því, að hvorki dómsorð né kærleiksboðskapur um fyrirgefandi líkn og elsku hrærðu verulega við kynslóð hans og fékk hana til að breyta um lífstakt og stefnu og taka þátt í lífsdansinum glaða og hjálpræðisáætlun Guðs, sem hann birti með spámannlegu valdi, táknum og undrum.
Predikun

Hugsjónir helgra manna

Hún er falleg og gefandi þessi bæn, sem eignuð er heilögum Frans frá Assisi. Bænin er lýsandi fyrir þá meinlætahugsun, sem setur sjálfa sig ekki á stall, heldur gefur sig alfarið Guði.
Predikun

Prédikun í Reykholtskirkju

„Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ Þetta skrifar fyrir þúsund árum einn hinna miklu frumvotta kristinnar trúar, höfundur Hebreabréfsins í Nýja testamentinu. Þessi játning er heilög sameign allra kristinna manna fyrr og síðar, jafn dýrmæt á björtum hátíðum sem á dimmum og erfiðum stundum.
Predikun

Heimsókn

Ein aðalfréttin á visir.is á föstudaginn var fjallaði um komu þekkts leikara hingað til Reykjavíkur. Mel Gibson hafði fengið sér kaffi, þrefaldan latte, meira að segja, á kaffihúsi hér í miðborginni og svo hafði líka sést til hans við Hallgrímskirkju.
Predikun

Vitjunartími

Myndlíkingin um leirkerasmiðin og leirkerið er talandi um stöðu okkar gagnvart Guði, að vera háð honum en vilja það ekki. Röklega endum við með því að segja að allir menn hafa sömu stöðu en í tilbeiðslu Jesú Krists opnast leið.
Predikun

Muðlingar eða vínber?

En ef til er hinsta réttlæti og fullkomið kerfi sem skilgreinir rétt og rangt; ef til er dómstóll sem dæmir alla og fer yfir allt líf okkar manna; ef til er sannleikur og ást í sinni skærustu mynd; ef til er miskunn og mildi í hæsta stigi; ef til er heilagur Guð ...
Predikun

„Ég vil lofsyngja Drottni“

Gleðilega hátíð, kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju 2007. „Ég vil lofsyngja Drottni“ (2.Mós.15.1) er yfirskrift hátíðarinnar. Það er tilvísan til lofsöngs Móse og Ísraelsmanna eftir hina undursamlegu björgun við Rauðahafið. Lofsöngur, feginsandvarp. Það er kirkjulistin. Hún er lofsöngur, feginsandvarp og þakkargjörð til skaparans, lausnarans, anda lífs og vonar.
Predikun

Jesús grætur

Já, hvar eru auðævin sem hjartað geymir gera okkur að lifandi manneskjum? Eftir þeim verðmætum kallar frelsarinn þegar hann horfir yfir andvaraleysið í Jerúsalem og þegar hann horfir til okkar í dag. Hann hrópar inn í aðstæður þar sem óréttlætið og spillingin ráða ríkjum. Opnið augun, þetta á ekki að vera svona!
Predikun