Trú.is

Í baráttunni

„Ég held að ég tali fyrir munn flestra, að í daglegu lífi hugsum við lítið um óvininn, Satan, og setjum hann ekki í samband við daglegt líf okkar…. Í guðspjalli dagsins segir frá viðbrögðum lærisveinanna. Svo koma þeir blaðskellandi og í skýjunum yfir því sem þeir fengu að upplifa…. Kristin trú gerir ráð fyrir því að Guð sé skapari alls. Þess vegna gerir trúin ekki ráð fyrir, að hið illa hafi jafnt vald og Guð. Illskan er hluti af hinni föllnu veröld og Guð hefur sett illskunni mörk. Þegar Jesús segist hafa séð Satan hrapa af himni sem eldingu, er hann að vísa til þeirra hugmynda, að vald Satans sé ekki meira en eins af föllnu englunum…. Hreykjum okkur ekki upp og treystum ekki eigin kröftum í baráttunni við lesti og hugarangur. Verum frekar auðmjúk og játum þörf okkar. Við vitum að þrátt fyrir ófullkomleika eru í okkur öll þau góðu gildi og dyggðir, sem við eigum að byggja á, þroska og æfa. Gerum það með hjálp Heilags anda í bæn og af auðmýkt. En umfram allt gerum við það með Jesú okkur við hönd.“
Predikun

Kyrrðarstund á kyndilmessu

Hvar erum við stödd einmitt núna, á kyndilmessu 2021? Hvernig er vetrarforðinn okkar? Höfum við gengið á birgðirnar innra með okkur?
Pistill

Smitandi

Það er nefnilega þannig að hvar sem við erum og hvert sem við förum erum við smitandi. Við smitum út frá okkur því sem innra býr, til góðs og ills.
Pistill

Ljómi dýrðar Guðs

Kannski getum við lært af vitringunum að fyllast gleði yfir nærveru Guðs, yfir ljóma dýrðar Guðs og ímynd veru Guðs í barninu sem fæddist í Betlehem.
Predikun

Blessun skalt þú vera

Leggjum inn í nýjan áratug með sama hugarfari og við þiggjum nýtt augnablik, nýtt andartak, í trausti til Guðs sem lítur til okkar eins og móðir sem leggur barn sitt að brjósti til að næra það og veita öryggi.
Predikun

Verum árvökul

Ef til vill finnum við tilfinningar sem hafa tekið sér bústað í hálsinum, brjóstinu, maganum. Það kann að vera kvíði, sorg eða eftirvænting. Við bara finnum þær og leyfum þeim að vera. Við það að sýna tilfinningum okkar athygli og leyfa því að vera sem er dregur oft úr spennunni innra með okkur.
Pistill

Finnum gleðina flæða

Og svo tökum við á móti þessu augnabliki núna, þessum andardrætti sem er lífið sjálf og finnum gleðina flæða fram því við erum hér með Guði og hvert öðru, alls ekkert týnd heldur hólpin í trausti til elsku Guðs sem vakir yfir okkur og verndar.
Predikun

Biblíuleg íhugun með bæn Jaebesar

Nú biðjum við bæn Jaebesar lið fyrir lið, fyrst fyrir okkur sjálfum, þá fyrir þeim sem eru okkur kær eða þarfnast fyrirbænar og loks fyrir öllum heiminum. Við tví- eða þrítökum hvern bænarlið og gefum okkur tóm til þagnar á milli bæna.
Pistill

Núvitundaríhugun, áttundi hluti: Byrjum á byrjuninni

Hvert andartak er ný byrjun, hvert augnablik nýtt upphaf, allt er í sífellu nýtt, ekkert sem er núna hefur verið áður. Andartakið er í senn hverfult og eilíft, hverfur skjótt en á sér uppsprettu í eilífð Guðs sem lífsandann gefur.
Pistill

Bústaður

Og nú erum við stödd í Bústaðakirkju. Bústaðir hét bærinn hér austast í holtinu þar sem hallar undir Elliðaár. Fátt, ef nokkuð, vitum við um fólkið sem hér átti heima, öld fram af öld. Ólíkt var hér um að litast, þá og nú. En hér erum við og heyrum lesinn enn eldri texta um bústað: Bústaður minn verður hjá þeim og ég verð Guð þeirra og þeir verða þjóð mín.
Predikun

Núvitundaríhugun, sjöundi hluti: Að (s)kanna líkamann

Jesús var ekki bara fæddur í líkama, hann var líkami, hann var raunveruleg manneskja með allar þær skynjanir sem líkamanum tilheyra. Útgangspunktur okkar í andlegri iðkun er líkaminn. Það er ekki þrátt fyrir líkamann eða í baráttu við líkamann sem við nálgumst anda Guðs. Aðeins með því að dvelja í friði og sátt í þeim skynjunum sem líkaminn miðlar getum við verið nærverandi í þessu augnabliki núna.
Pistill

Innlifunaríhugun 5: Í húsi Maríu

Í dag ætlum við, í tilefni mæðradagsins, að mæta annarri persónu guðspjallanna í innlifunaríhugun að hætti Ignatíusar Loyola. Hún er sú sem stóð Jesú næst, hún sem fyrst fann líf hans innra með sér, hún sem gaf honum af sínu lífi, nærði hann og annaðist og fylgdi honum allt til dauða og aftur þaðan, var vitni upprisunnar og máttarstólpi í fyrsta kristna söfnuðinum.
Pistill