Trú.is

Við erum öll Lady Gaga

Við erum öll Lady Gaga. Stöndum mitt á milli Júdasar og Jesú ef svo má að orði komast. Við skulum velja Jesús og við skulum velja umhyggjuna og þjónustuna. Við skulum líkjast Drottningunni af Montreuil.
Predikun

Wall Street, Guðsmynd, Guðrún Ebba

Þessar tvær myndir, myndin af hinum pólítíska Jesú á Wall Street og myndin sem Guðrún Ebba dregur upp af Guði sem er fínleg vera sem grætur og huggar hafa leitað á huga minn alla síðast liðna viku og sérstaklega þegar ég las textana sem fylgja þessum sunnudegi kirkjuársins.
Predikun

Myndin og viðmiðið

Við þurfum stundir og staði til að minna okkur sérstaklega á, stundir og staði til að gefa því rúm sem heilagt er, stundir og staði þar sem minna okkur á Guð, þar sem vitund okkar er opin fyrir návist Guðs, þar sem eyru okkar eru opin fyrir orði hans og augu okkar fyrir mildu augliti náðar hans og fyrirgefningar.
Predikun

Í hvaða liði ertu?

Ég ætla ekki að hætta mér út á hálan ís umræðunnar um leiðtogakreppur. Og þó. Mig langar að þrengja umræðuna. Ég vil færa spurninguna af stóra sviðinu og inn á litla sviðið og spyrja: Er ég í leiðtogakreppu? Ert þú í leiðtogakreppu?
Predikun

Í hvaða liði ertu?

Hverjir eru góðu kallarnir og hverjir eru vondu kallarnir,- nú eða konurnar, ef því er að skipta? Það er spurning dagsins. Þegar við sem eldri erum vorum að alast upp gáfu ævintýrin og Íslendingasögurnar okkur tækifæri til að lifa okkur inn í átökin milli góðs og ills og velja okkur stað að standa á.
Predikun

Dómsýki - dómgreind

Kristur vitnaði í undantekningu í reglugerðum skriftlærðra forðum. Ef dýr féll í gryfju eða brunn mátti bjarga því. Hvers vegna má þá ekki bjarga mönnum? Þetta er gild spurning á Íslandi í dag. Nú er meðferðin slík á nokkrum fyrrverandi ráðamönnum á Íslandi að dýraverndunarsamtök væru komin á fulla ferð ef skepnur ættu í hlut.
Predikun

Upprétt og auðmjúk

Kristur sýndi okkur í hverju sú sanna upphefð felst. Hann lýsir hinum auðmjúku en uppréttu leiðtogum hvað eftir annað í frásögnum sínum.
Predikun

Ég öfunda þig svo...

Öfund er uppspretta óhamingju í lífi fólks. Öfundin æðir þegar hamingjan býr ekki í hjarta og huga fólks. Skortur verður alger bölvun þegar öfundin bætist við. Andstæða eða öfundarmeðal?
Predikun

Biðjum og styðjum. Bersynduga og þurfandi, illa lyktandi sem spariklædda

Gagnrýnendur íslensku þjóðkirkjunnar eru fjölmargir en þeir eru fáir sem telja hana bera sök á þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin hefur nú ratað í. Viðbrögð kirkjunnar nú munu hinsvegar án efa skilgreina það hlutverk sem að Þjóðkirkjan mun gegna á komandi árum.
Predikun

Harðstjórnaróttinn

Óttinn sem Jesús er að fást við í guðspjalli dagsins er ekki þessi fóbíski fyndni ótti, heldur óttinn sem myndar gjá á milli manna og milli Guðs og manna, óttinn sem upphefur dauðann en ekki lífið og gerir þannig lítið úr upprisu Krists. Það er óttinn sem elur á einangrun og einsemd, óttinn sem getur af sér aðgreiningu og forgangsraðar fólki í stað þess að forgangsraða peningum og málefnum öllu fólki til heilla.
Predikun

Ábyrgð, samvinna og réttlæti

Höldum við áfram að reisa veggi og girðingar á milli fólks, er stéttskipting að festa sig í sessi í landinu okkar? Við verðum að spyrja okkur þessara spurninga. Við þurfum kjark til að breyta. Við eigum að kalla eftir réttlæti.
Predikun

Sætaskipan í heimi öreinda

Möguleikar mannsins eru miklir til þess að reyna að skilja og átta sig á tilurð alheimsins og má sjá í þeirri viðleitni þá sammannlegu löngun að reyna að skilja grunnforsendur lífs, veruleikans sem á sér bæði upphaf og endir. Vísindamaðurinn reynir að lýkja eftir Miklahvelli sem talinn er af sumum marka upphaf alheimsins meðan listamanninn leitast við að fanga tilfinningar.
Predikun