Trú.is

Vinátta, ást og trú

Vinátta, ást og trú eru umbreytandi öfl, þau eru reynslan af því besta af öllu góðu. Og þegar vinir skilja og ástin syrgir er trúin það afl sem aldrei bregst því hún opnar okkur sýn inn í hið bjarta og ósegjanlega eðli veruleikans og við vitum og finnum að við erum ekki ein.
Predikun

Ummyndun til heilla

Ummyndun – það er eiginlega lykilsaga um þig og mig, kirkju, þjóðfélag og heim. Það er sagan um að Guð elskar og umbreytir - til heilla.
Predikun

Trúarupplifun, trúarvissa og umhyggja Guðs

Ýmislegt í lífinu fær okkur til að standa á öndinni af undrun og lotningu. Fegurð landsins okkar er slík að ítrekað hef ég upplifað gleði og fögnuð, en einnig undrun yfir þeim furðum sem mæta mér í náttúrunni.
Predikun

Konur og kirkjan

Þar sem ójafnrétti kynjanna er viðhaft snýst nákvæmlega allt um kynin, það er þversögnin í þessu öllu, nema einhver vilji halda því fram að konur séu yfirleitt ekki eins hæfar og karlar. Verkaskipting íslensku þjóðkirkjunnar er í hæsta máta ójöfn og vil ég ekki meina að þar ráði tilviljun ein, hvað þá offramboð á óhæfum konum sem ganga með sinn kollar og ráða í mesta lagi við að lesa stuttan ritningartexta.
Predikun

Innsýn inn í himininn

Við sem sækjum kirkju eigum áreiðanlega öll okkar eigin sögu af göngunni með Guði. Við höfum átt leið um haga og háfjöll trúarinnar. Kannski hefur okkar reynslu ekki borið að með jafn stórfenglegum hætti og hjá hirðum, lærisveinum og postulum nýjatestamentistímans. En hún er þarna og hún er sönn.
Predikun

Tjaldbúðir trúarreynslunnar

Sá frækni og margþjálfaði björgunarleiðangur, sem fór frá Íslandi til hjálpar í Port au Prince, kom heim reynslunni ríkari, reynslu sem varla er þó hægt að segja að nokkur sækist eftir. “Ég verð aldrei samur eftir þetta”, heyrðist sagt úr þeim hópi, “en væri ég á morgun beðinn um að fara aftur, færi ég strax”.....
Predikun

Tjöldum því sem til er!

Það er í félagsskapnum, félagsskapnum við Guð og hvert annað sem við finnum tilgang lífsins. Í samfélaginu við trúsystkin okkar birtist Jesús Kristur okkur og lyftir okkur upp í hinu hversdagslega – ekki yfir hversdaginn heldur í honum miðjum.
Predikun

Ummyndun - stjórnarmyndun

Trúin er líka samfélag og sífelld þjónusta í heiminum. Hún er ekki einkaeign. Þó svo búið sé að einkavæða trúna þarf hún ekki að vera einkamál. Kriststrúin er afl. Hún er þjóðfélagsafl í öðrum skilningi en veraldarvaldið og annars eðlis. Hún er sá veruleiki, það inntak í lífinu, sem veldur grundvallarbreytingu.
Predikun

Gamla Ísland og nýja Ísland

Margir tala um nýtt Ísland í þessu samhengi. Sjálfur vil ég frekar tala um það að endurheimta gamla góða Ísland og gömlu góðu gildin sem fylgt hafa þjóðinni okkar í gegnum tíðina. Við eigum að líta til baka og hugsa um það sem hefur gefið þjóðinni styrk á hverjum tíma til þess að sigrast á mótlæti og kreppum.
Predikun

„Hættum að segja kreppa og verum bara fjölskylda!“

Þá er gaman að segja frá því að Idol sigurvegarinn fyrrverandi Kelly Clarkson hefur sett nýtt met með því að stökkva hæst allra á bandaríska Billboard vinsældalistanum, eða upp um 96 sæti. Lag hennar “My life would suck with out you!” fór úr 97. sæti beint á toppinn eftir að það var keypt 280 þúsund sinnum í stafrænni útgáfu sína fyrstu viku á lista"
Predikun

Kirkjan á strætum borgarinnar

Vettvangur kirkjunnar er ekki aðeins á fjallinu og hér í helgidóminum heldur í samfélagi manna. Jesús vildi ekki að lærisveinarnir væru í fjarlægð frá mannfjöldanum heldur einmitt mitt í miðju mannlífsins, í miðborginni.
Predikun

París - Sandgerði

Reynsla þessi sýndi mér það sem aldrei fyrr að einu gildir hvers eðlis skilaboðin eru, veruleikinn sem við okkur blasir eða það sem í hendur okkar er rétt – ef móttakan er ekki sem skyldi. Ef við skellum skollaeyrum við því og látum okkur það í léttu rúmi liggja verður ljósið sem skín í myrkrinu – ljós heimsins sem á að vísa okkur leiðina okkur ekki notadrjúgt.
Predikun