Trú.is

Áfengismeðferð og æðri máttur

Af þessu má sjá að kirkjur og trúfélög taka mjög ríkan þátt í að leiðbeina og hjálpa fólki til bata, bæði í glímunni við áfengis og eiturlyfjavandann og eins í almennri sjálfsstyrkingu. Að gefa í skin að kirkjan og trúfélög séu ekki réttir aðilar til að vinna með fólki í þessum vanda er því ómaklegt og dregur undan trausti sem fólk hefur til kirkju sinnar.
Predikun

Og þú ert ... ?

Ég á vin. Ég er með númerið hans í minninu í gemsanum mínum og get hringt í hann hvenær sem er. Hann er ætíð til taks og stendur með mér í hverri raun. Ég get leitað til hans alltaf þegar ég þarf á honum að halda. Þetta er æðislega góður vinur minn. En ég hef reyndar aldrei talað við hann.
Predikun

Ummyndun

Hver er munurinn á jarðneskum og himneskum veruleika? Kæri söfnuður. Ýmsir myndu segja að þessari spurningu væri ekki hægt að svara. Aðrir myndu segja að hún væri leiðandi. Sumir myndu svara því til ekki væri hægt að spyrja að þessu vegna þess að eingöngu væri til jarðneskur veruleiki.
Predikun

Stærsta virkjun sögunnar

Hann var ekki stór hópurinn sem var kallaður til að byggja mestu virkjun sögunnar. Kárahnjúkar eru eins og smáhýsi úr Legókubbum í samanburði við þá orkuveitu kærleika og ljóss sem virkjuð var á ummyndunarfjallinu forðum.
Predikun

Átökin um hið heilaga

En ef við teljum að þeir eigi að virða það frelsi sem okkur eru heilagt, gerir það þá ekki sjálfkrafa kröfu til okkar um að virða það sem þeim er heiilagt? Enginn misskilji mig svo að við eigum að fórna tjáningarfrelsinu að kröfu múslima, hverju sem þeir hóta. Fjarri því. En fylgir tjáningarfrelsinu engin ábyrgð?
Predikun

Kirkjan og íslenskt samfélag á vegi Krists!

Kirkja Krists verður að glíma við Orðið, leyfa því að leiða alla umræðu og framgang samfélags okkar. Það er kærleikans vegurinn sem Kristur býður okkur til. Hvernig eigum við að feta okkur þann veg? Að mætast hér á helgum stað er mikilvægt. Játningin er grundvallaratriði, að játast kærleika Krists.
Predikun

Strákarnir okkar

Að tilheyra einhverjum eða einhverju er manneskjunni mikilvægt. Það er manneskjunni mikilvægt félagslega og andlega. Að tilheyra engu eða engum er nær ómögulegt ef horft er út frá því að við verðum ekki til og lifum ekki í tómarúmi. Við fæðumst inn í þennan heim og þar af leiðandi tilheyrum við þeim sem fæðir okkur og klæðir og elur önn fyrir okkur.
Predikun