Trú.is

Frelsi á friðarskóm

Þessar tillögur þarf að ræða  og skoða með mannréttindi og mannvirðingu að brynju og með friðarskó á fótum.  Hvenær erum við að tala um skólaskyldu og hvenær um frístundaiðju?  Hver eru mörk mannréttinda til trúar og frelsis frá trú? Hverju mega foreldrar ráða fyrir börn sín og hvað eiga nefndir og ráð og ríkisvald að ráða?
Predikun

Við eigum okkur draum ...

Breytingarnar geta orðið miklar um tíma, en hverjar þær verða nákvæmlega vitum við ekki fyrir víst á þessari stundu og það gerir okkur sem einstaklinga og þjóð viðkvæm og auðsæranleg. Aðgát skal höfð bæði í orði og verki – allra – við þurfum að byggja upp að nýju gagnkvæmt traust.
Predikun

Áfram – í Jesú nafni

Þeir sem kvíða eða finnst tilvera sín hafa kollvarpast, ættu ekki að vera einir til lengdar. Nú ættum við að leyfa okkur meiri einlægni, umhyggju, samskipti, mannleg, manneskjuleg samskipti, en nokkru sinni fyrr. Nú skiptir samstaðan máli, tengslanetið í fjölskyldum og vinahópum.
Predikun

Nú er tími umhyggju og samstöðu

Við höfum sannarlega lifað ótrúlega örlagadaga á Íslandi. Við finnum öll til ótta og öryggisleysis, við erum eiginlega í losti og vitum ekki hvaðan á okkur stendur veðrið.
Predikun

Vonglöð þjóð skriftar

Það tekur á að umbera erfiðar og óumflyjanlegar aðstæður og láta ekki gremjuna, bölmóðinn og dómsýkina bera þrekið og vitið ofurliði, því þrengingin er líka aflvaki endurreisnar til heilla. Uppgjöf er ekki til í samfélagi Guðs og manns.
Predikun

Far þú, sonur þinn lifir!

Við eigum hefðir, gildi, sem reynd hafa verið gegnum margar aldir, já, árþúsundir sem byggjast ekki síst á trúnni, voninni og kærleikanum. Í þessum gildum felast fjársjóðir, sem mölur og ryð eyða ekki né tortíma, fjársjóðir sem hlaðast upp á himnum, svo notuð sé líking Jesú. Þar fellur ekki gengið.
Predikun

Dýrmætara en allt heimsins gull

Örvæntingin rak föðurinn á fund frelsarans, ekki vegna þess að hann trúði boðskap hans, heldur vegna þess að hann var tilbúinn að gera allt svo sonur hans gæti læknast. Vonin rak hann áfram og hún þekkir engin landamæri ...
Predikun

Að kannast við mennsku sína

Sér þú þá umbreytingu og uppstokkun gilda sem hér fer fram í örfáum línum í hinu forna guðspjalli? Það sem hér á sér stað er það sem verður að eiga sér stað í íslensku samfélagi ef börnin okkar eiga að fá að lifa. Skilaboð þessarar gömlu sögu eru svo brýn að þau varða afdrif afkomenda okkar. Hér fylgjumst við með persónu taka þá ákvörðun að kannast við mennsku sína.
Predikun

Núllstillt í kreppu og nýr tími

Kairos, upphaf, ný öld. Liðin vika er tími fæðingarhríða. Nýr tími er að koma í heiminn. Við þurfum að staldra við og hugsa um hamingjuna, siðvit okkar og um gleðina, um ástina.
Predikun

Um bót og betrun siðar og texta

Og við berum ábyrgð, líkt og Lúther, á samfélagi okkar kristinna manna, útbreiðslu trúarinnar, berum þá ábyrgð að vera samverkamenn Guðs við sáningu og uppskeru guðsríkisins.
Predikun

Kirkjan - orðið - trúin

Mál kirkjunnar í landinu eru um leið málefni samfélagsins. Sú umræða að undanförnu og raunar viðvarandi ætíð benda ótvírætt til þess að kirkjan hefur breiða skírskotun til fólksins í okkar landi. Verst væri ef fólki væri yfirleitt sama um hana.
Predikun

Töðugjöld trúarinnar

Jesús bendir á fullþroska akra. Hann biður okkur að líta í kring um okkur og sjá. Augu sem treysta honum sjá möguleika líðandi dags. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Predikun