Trú.is

Útrás

Fl Group hefur nýlokið hlutafjáraukningu upp á 44 milljarða króna. Í frétt um þetta segir að nú þyki félagið álitlegur fjárfestingarkostur fyrir fjárfesta. Við fylgjumst í undrun með útrás og landvinningum íslenskra fyrirtækja erlendis og óneitanlega fyllir það okkur stolti. Okkur þykir ekkert slæmt að landar okkar skuli kaupa hvert þekkt fyrirtækið á fætur öðru í kóngsins Kaupmannahöfn svo að Danir lyfta jafnvel brúnum.
Predikun

Líf í hendi - kristniboð

Er kristniboð til einhvers? Tölur eru ekki allt, en geta orðið okkur skilningsauki. Í sem stystu máli eru þessar kirkjur einhverjar mestu spútnikkirkjur í heimi. Í Konsó í Eþíópíu hafa íslenskir trúboðar starfað í fimmtíu ár. Á “íslenska” svæðinu eru nú nærri hundrað söfnuðir með um 40.000 meðlimi. Konsóþjóðflokkurinn er samtals um 180.000 manns. Kirkjan er því orðinn nærri fjórðungur þjóðarinnar og hefur því mikil áhrif á samfélag Konsómanna, er að breyta því til góðs um flest. Ýmsir lífsfjandsamlegir siðir hafa verið aflagðir eða eru á undanhaldi. Kristnin hefur valdið byltingu á öllum stigum og sviðum.
Predikun

Kristniboð

Í guðspjallinu lásum við hvernig Jesús ferðaðist um Galileu og boðaði fagnaðarerindið um Guðs ríki. Hann kenndi með því að segja sögur og hann er eflaust besti sögumaður sem til hefur verið. Enda hlustaði fólk af athygli á hvað hann hafði að segja. Dæmisögurnar sem hann sagði voru oft mjög einfaldar en þrátt fyrir einfaldleikann leynist í þeim djúpur boðskapur um hver Guð er. Lærisveinarnir voru oft undrandi og gátu ekki stilt sig um að spyrja Jesú hvað þessar sögur þýddu.
Predikun

Stórsókn í æskulýðsstarfi

Ég hef verið að velta fyrir mér að undanförnu sýnilegum afleiðingum afkristnunar íslensks samfélags. Þau dæmi sem ég hef séð eru flest þess eðlis að þeirra líkar eru þekkt frá fyrri tíð, meðan kristni var tæki ríkisvaldsins og notuð meðvitað sem óskoraður grundvöllur siðrænnar breytni.
Predikun

Trúin bjargar

Það er kristniboðsdagur. Guðspjall kristniboðsdagsins heyrðum við lesið hér við vígslulýsinguna. Kirkjan er svarið við bæn og ákalli Jesú: biðjið herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar. Kirkjan er sendiför hans með fagnaðarerindið. Samvera okkar hér í dag, þegar þið, kæru vinir, Haukur Ingi, Hólmfríður Margrét og Sigfús takið heilaga vígslu er framhald þeirrar sendifarar. Þið eruð send, verkamenn til uppskerunnar, til að boða trúna á frelsarann Krist.
Predikun